Þúsundir flýja fellibylinn Idu sem eflist hratt Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2021 09:25 Margir íbúar Lúisíana ákváðu að hlusta á yfirvöld og yfirgefa heimili sín áður en Ida gengur á land í kvöld. AP/The New Orleans Advocate Tugir þúsunda manna hafa flúið heimili sín í Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna áður en fellibylurinn Ida gengur þar á land síðar í dag. Ida hefur safnað styrk hratt og telst nú fjórða stigs fellibylur. Spáð er lífshættulegum sjávarflóðum og allt að 58 m/s þegar Ida gengur á land í kvöld að staðartíma. Útlit er fyrir að bylurinn verði enn öflugri en Katrína sem olli gríðarlegum hörmungum í Nýju Orleans árið 2005. Yfirvöld í Nýju Orleans skipuðu sumum íbúum að yfirgefa heimili sín og hvöttu aðra til þess að gera það að eigin hvötum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að umferðarteppa hafi verið á hraðbrautum vegna þess fjölda fólks sem varð við fyrirmælunum í gær. #Ida is now a very dangerous Category 4 Hurricane, with maximum sustained winds of 140 mph (220 km/h).Life-threatening storm surge, potentially catastrophic wind damage, and flooding will impact Louisiana and other parts of US Gulf coast later Sunday, says @NHC_Atlantic pic.twitter.com/iPFlH5U3JU— World Meteorological Organization (@WMO) August 29, 2021 John Bel Edwars, ríkisstjóri Lúisíana, varar við því að fellibylurinn gæti orðið sá versti sem gengur yfir ríkið í 150 ár. Hann sagði þó að íbúar ríkisins væru þrautseigir og harðir af sér og gætu staðið storminn af sér. Yfirvöld vinna nú hörðum höndum að því að finna húsaskjól á hótelum fyrir þá sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín svo hýsa þurfi færri í fjöldahjálparstöðvum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið aðstoð alríkisstjórnarinnar við Lúisíana og Mississippi sem fær einnig að kenna á Idu, að sögn AP-fréttastofunnar. Maður byrgir fyrir glugga í verslun í franska hverfinu í Nýju Orleans áður en Ida hefur innreið sína.AP/Eric Gay Hætta á að sjór flæði yfir borgina Ida virðist ætla að ganga á land sama dag og Katrína gerði fyrir sextán árum. Yfirvöld vonast til þess að flóðgarðar sem voru reistir eftir hörmungarnar sem kostuðu hátt í tvö þúsund manns lífið verji Nýju Orleans fyrir versta eyðingarmætti Idu. Veðurþjónusta Bandaríkjanna (NWS) varar þó við því að sjór gæti aftur flætt inn í borgina ef sjávarflóðin af völdum Idu hitta á stórflóð. Þá er spáð allt að fimmtíu sentímetra úrkomu sums staðar. „Vinsamlegast skiljið það að sá möguleiki er fyrir hendi að aðstæður verði óbærilegar meðfram ströndinni í einhvern tíma og svæði í kringum Nýju Orleans og Baton Rouge gætu verið án rafmagns í nokkrar vikur,“ sagði í viðvörun í gær. Búið er að rýma fleiri en áttatíu olíuborpalla á Mexíkóflóa vegna fellibyljarins og búið er að stöðva helming allrar olíu- og gasframleiðslunnar þar. Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ída Tengdar fréttir Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. 28. ágúst 2021 08:45 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Spáð er lífshættulegum sjávarflóðum og allt að 58 m/s þegar Ida gengur á land í kvöld að staðartíma. Útlit er fyrir að bylurinn verði enn öflugri en Katrína sem olli gríðarlegum hörmungum í Nýju Orleans árið 2005. Yfirvöld í Nýju Orleans skipuðu sumum íbúum að yfirgefa heimili sín og hvöttu aðra til þess að gera það að eigin hvötum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að umferðarteppa hafi verið á hraðbrautum vegna þess fjölda fólks sem varð við fyrirmælunum í gær. #Ida is now a very dangerous Category 4 Hurricane, with maximum sustained winds of 140 mph (220 km/h).Life-threatening storm surge, potentially catastrophic wind damage, and flooding will impact Louisiana and other parts of US Gulf coast later Sunday, says @NHC_Atlantic pic.twitter.com/iPFlH5U3JU— World Meteorological Organization (@WMO) August 29, 2021 John Bel Edwars, ríkisstjóri Lúisíana, varar við því að fellibylurinn gæti orðið sá versti sem gengur yfir ríkið í 150 ár. Hann sagði þó að íbúar ríkisins væru þrautseigir og harðir af sér og gætu staðið storminn af sér. Yfirvöld vinna nú hörðum höndum að því að finna húsaskjól á hótelum fyrir þá sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín svo hýsa þurfi færri í fjöldahjálparstöðvum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið aðstoð alríkisstjórnarinnar við Lúisíana og Mississippi sem fær einnig að kenna á Idu, að sögn AP-fréttastofunnar. Maður byrgir fyrir glugga í verslun í franska hverfinu í Nýju Orleans áður en Ida hefur innreið sína.AP/Eric Gay Hætta á að sjór flæði yfir borgina Ida virðist ætla að ganga á land sama dag og Katrína gerði fyrir sextán árum. Yfirvöld vonast til þess að flóðgarðar sem voru reistir eftir hörmungarnar sem kostuðu hátt í tvö þúsund manns lífið verji Nýju Orleans fyrir versta eyðingarmætti Idu. Veðurþjónusta Bandaríkjanna (NWS) varar þó við því að sjór gæti aftur flætt inn í borgina ef sjávarflóðin af völdum Idu hitta á stórflóð. Þá er spáð allt að fimmtíu sentímetra úrkomu sums staðar. „Vinsamlegast skiljið það að sá möguleiki er fyrir hendi að aðstæður verði óbærilegar meðfram ströndinni í einhvern tíma og svæði í kringum Nýju Orleans og Baton Rouge gætu verið án rafmagns í nokkrar vikur,“ sagði í viðvörun í gær. Búið er að rýma fleiri en áttatíu olíuborpalla á Mexíkóflóa vegna fellibyljarins og búið er að stöðva helming allrar olíu- og gasframleiðslunnar þar.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ída Tengdar fréttir Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. 28. ágúst 2021 08:45 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. 28. ágúst 2021 08:45