Spænski boltinn

Fréttamynd

Fleiri spænsk lið inni í myndinni

Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag að babb sé komið í bátinn í samningaviðræðum Chelsea og Barcelona varðandi hugsanleg kaup á fyrirliða íslenska landsliðsins og fullyrðir að Valencia og annað ónefnt lið sé komið inn í myndina.

Sport
Fréttamynd

Ætlar ekki að bjóða í Lampard

Forráðamenn Evrópumeistara Barcelona hafa vísað fregnum dagsins í dag á bug og segja félagið ekki vera að undirbúa tilboð í miðjumanninn Frank Lampard.

Sport
Fréttamynd

Carlos í salti fram yfir kosningar

Forráðamenn Real Madrid gáfu það upp í samtali við breska fjölmiðla í dag að brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos færi ekki frá félaginu fyrr en eftir forsetakosningarnar sem fyrirhugaðar eru þann 2. júlí næstkomandi. Carlos hefur verið orðaður sterklega við ensku meistarana í Chelsea, en nú verður einhver bið á því að lausn fáist í máli hans.

Sport
Fréttamynd

Baldasano ætlar að ráða Eriksson

Arturo Baldasano, sem býður sig fram í embætti forseta Real Madrid í annað sinn, segist hafa gert munnlegt samkomulag við Sven-Göran Eriksson um að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá félaginu, nái kann kosningu.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári í Kuwait

Flestir Íslendingar bíða nú spenntir eftir því að vita hver næsti áfangastaður knattspyrnuhetjunnar Eiðs Smára Guðjohnsen verður en búist er við að tilkynnt verði um vistaskipti hans frá Chelsea á allra næstu dögum. Athygli vekja tvær fréttagreinar um Eið Smára á fréttavefnum Vitalfootball en þar segir m.a. að Eiður Smári hafi hafnað boði sjónvarpsstöðvar á Íslandi um að lýsa leikjum á HM.

Sport
Fréttamynd

Barcelona talið líklegt til að hreppa Eið Smára

Nú gerist sá orðrómur æ háværari á Englandi og á Spáni að landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen gangi í raðir Spánarmeistara Barcelona í sumar. Ekkert hefur fengist staðfest í þessum efnum enn sem komið er, en talið er að kaupverð og launakjör gætu orðið spænska liðinu fjötur um fót.

Sport
Fréttamynd

Morientes semur við Valencia

Spænski framherjinn Fernando Morientes hefur náð samkomulagi um kaup og kjör við forráðamenn Valencia og er því formlega orðinn leikmaður liðsins. Morientes var keyptur frá Liverpool á dögunum og var kaupverðið sagt vera um 3 milljónir punda.

Sport
Fréttamynd

Morientes ekki orðinn leikmaður Valencia

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Valencia tók það fram í dag að þó félagið hefði náð samkomulagi við Liverpool um kaup á spænska framherjanum Fernando Morientes, sé hann ekki orðinn leikmaður Valencia ennþá, því enn sé nokkuð í land með að semja um kaup og kjör við leikmanninn sjálfan.

Sport
Fréttamynd

Pires semur við Villarreal

Franski miðjumaðurinn Robert Pires hjá Arsenal hefur gert tveggja ára samning við spænska liðið Villarreal. Pires hefur verið hjá Arsenal í sex ár, en hann var með lausa samninga í sumar og komst ekki að samkomulagi við forráðamenn Arsenal um nýjan samning.

Sport
Fréttamynd

Ákveður sig eftir HM

Bakvörðurinn magnaði Roberto Carlos hjá Real Madrid segist ekki ætla að taka ákvörðun um framtíð sína fyrr en að loknu heimsmeistaramóti í sumar, en hinn 33 ára gamli Carlos á í samningaviðræðum við Real Madrid um að framlengja samning sinn við félagið. Chelsea hefur þegar gert tilboð í kappann og segir hann fjárhagslegan ávinning ekki spila inn í ákvörðun sína, heldur ætli hann að skoða hve lengi hann vill spila í viðbót.

Sport
Fréttamynd

Laudrup hættir hjá Bröndby

Danska knattspyrnugoðsögnin Michael Laudrup tilkynnti í dag að hann muni ekki framlengja samning sinn sem knattspyrnustjóri danska liðsins Bröndby. Þessi tíðindi hafa nú kynt undir þrálátan orðróm sem uppi hefur verið í Danmörku undanfarna mánuði þess efnis að Laudrup sé að fara að taka við spænska stórliðinu Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Etoo markakóngur á Spáni

Kamerúninn Samúel Etoo varð markakóngurinn í spænska fótboltanum. Evrópu og Spánarmeistarar Barcelona máttu þola ósigur, 3-1 fyrir Athletic Bilbao í síðasta leiknum í spænsku úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Fer til Villarreal í næstu viku

Fernando Roig, forseti spænska knattspyrnufélagsins Villarreal, hélt því fram í sjónvarpsviðtali að franski leikmaðurinn Robert Pires hjá Arsenal myndi ganga í raðir Villarreal í næstu viku.

Sport
Fréttamynd

Real hélt öðru sætinu þrátt fyrir tap

Real Madrid tryggði sér í kvöld annað sætið í spænsku deildinni í knattspyrnu þrátt fyrir 4-3 tap fyrir Sevilla á útivelli í frábærum leik sem sýndur var beint á Sýn. Franski miðjumaðurinn Zinedine Zidane spilaði sinn síðasta leik fyrir Real í kvöld og skoraði mark, en það nægði liðinu ekki til sigurs.

Sport
Fréttamynd

Flugeldasýning í Sevilla

Leikur Sevilla og Real Madrid í lokaumferð spænsku deildarinnar í kvöld hefur svo sannarlega staðið undir væntingum, en sex mörk eru þegar komin í fyrri hálfleik. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Sevilla - Real Madrid í beinni

Nú er ný hafinn leikur Sevilla og Real Madrid í lokaumferð spænsku deildarinnar og er hann í beinni útsendingu á Sýn. Real Madrid verður að vinna í kvöld til að tryggja sér annað sætið í deildinni og þar með öruggt sæti í meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Nýr forseti kosinn 2. júlí

Spænska knattspyrnufélagið Real Madrid tilkynnti í dag að nýr forseti yrði kjörinn þann 2. júlí næstkomandi, en mikil upplausn hefur verið í herbúðum liðsins á leiktíðinni. Real getur tryggt sér öruggt sæti í meistaradeildinni með sigri í lokaleik sínum í deildinni gegn Evrópumeisturum félagsliða í Sevilla. Real hefur nú ekki unnið titil í þrjú ár, sem er lengsta gúrkutíð í sögu félagsins.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo sáttur við að vera áfram

Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid segist vel geta hugsað sér að vera áfram í herbúðum félagsins á næsta tímabili, en talið var víst að hann yrði jafnvel seldur í sumar. Ronaldo segir hlutina væntanlega koma betur í ljóst eftir HM í sumar og þá þegar nýr forseti hefur verið kosinn hjá spænska liðinu.

Sport
Fréttamynd

Engar auglýsingar á búningum Barcelona

Spænska knattspyrnustórveldið Barcelona ætlar að halda í gamlar hefðir sínar og bera ekki auglýsingu styrktaraðila framan á treyju sinni á næstu leiktíð. Barcelona er eina stórliðið í Evrópu sem ekki ber auglýsingar á treyjunum, en þó samningaviðræður við hugsanlega stuðningsaðila hafi staðið yfir undanfarið, var ákveðið að bakka út úr þeim.

Sport
Fréttamynd

Barcelona spænskur meistari

Barcelona varð í kvöld spænskur meistari í knattspyrnu annað árið í röð eftir að helstu keppinautar liðsins, Valencia, tapaði óvænt 2-1 fyrir Real Mallorca á útivelli. Nú stendur yfir leikur Celta de Vigo og Barcelona og staðan í hálfleik er 0-0. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Sport
Fréttamynd

Real Madrid lagði Osasuna

Real Madrid styrkti stöðu sína í efri hluta spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið vann mikilvægan útisigur á Osasuna 1-0. Það var Brasilíumaðurinn Julio Baptista sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiksins, en Iker Casillas var vikið af leikvelli með sitt annað gula spjald 10 mínútum fyrir leikslok.

Sport
Fréttamynd

Reiknar með að Henry til Barcelona

Ludovic Giuly, leikmaður Barcelona og fyrrum félagi Thierry Henry hjá Monaco í Frakklandi, segist viss um að Henry gangi til liðs við spænsku meistarana í sumar. Henry ætlar að tilkynna um ákvörðun sína áður en HM hefst í sumar, en Giuly segist oft tala við hann í síma og sagði í samtali við bresku pressuna að sér þætti afar líklegt að Henry færi til Spánar þar sem mikill áhugi væri fyrir að fá hann.

Sport
Fréttamynd

Barca verður að bíða lengur

Liðsmenn Valencia voru ekki á þeim buxunum að gefa Barcelona færi á því að landa deildarmeistaratitlinum í dag og tryggðu það að sigurhátíð Katalóníumannanna verður ekki strax með öruggum 3-0 sigri á botnliði Alaves á heimavelli sínum Mestalla. Barcelona hefur nú 8 stiga forskot á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir og getur tryggt sér titilinn með sigri á Celta á miðvikudaginn.

Sport
Fréttamynd

Osasuna - Real Madrid í beinni

Leikur Osasuna og Real Madrid verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn nú klukkan 18:50, en þar er baráttan um annað sætið í spænsku deildinni í hámarki. Real Madrid hefur valdið nokkrum vonbrigðum í vetur, á meðan Osasuna hefur verið spútniklið ársins.

Sport
Fréttamynd

Barcelona lagði Cadiz

Barcelona vann í kvöld tilþrifalítinn 1-0 sigur á botnliði Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er nú aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér annan meistaratitilinn í röð. Það var snillingurinn Ronaldinho sem skoraði eina mark Barcelona á 9. mínútu leiksins sem sýndur var í beinni útsendingu á Sýn og ef Valencia verður á í messunni á morgun er Barcelona orðið meistari.

Sport
Fréttamynd

Barcelona - Cadiz í beinni

Nú klukkan 19:50 hefst leikur Barcelona og Cadiz í spænska boltanum og er hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Börsungar geta með sigri í kvöld farið ansi langt með að verja deildarmeistaratitil sinn, en eiga erfitt verkefni fyrir höndum gegn Cadiz sem er í fallbaráttunni og hefur ekki tapað í þremur leikjum í röð. Barcelona getur tryggt sér titilinn á morgun ef Valencia verður á í messunni í sinni viðureign við fallkandidata Alaves.

Sport
Fréttamynd

Forsetinn sagði af sér

Fernando Martin sagði af sér sem forseti Real Madrid eftir stjórnarfund í gærkvöldi eftir að í ljós kom að hann naut ekki stuðnings stjórnarinnar. Martin tók við í lok febrúar þegar Florentino Perez sagði af sér og hefur aflað sér takmarkaðra vinsælda með störf sín síðan. Það verður hinn 83 ára gamli Luis Gomez-Montejano sem tekur við stöðunni í stað Martin fram í júní þegar kosið verður aftur.

Sport
Fréttamynd

Leggur skóna á hilluna eftir HM

Franski miðjumaðurinn Zinedine Zidane hjá Real Madrid staðfesti í samtali við Canal+ í dag að hann ætli að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi í sumar. Hinn 33ja ára gamli Zidane hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í allan vetur og ætlar að láta HM verða sitt síðasta verkefni, þar sem hann fer fyrir sterku liði Frakka.

Sport
Fréttamynd

Leik Sevilla og Barcelona frestað

Leik Sevilla og Barcelona í spænsku deildinni sem fram átti að fara í kvöld hefur verið frestað vegna vatnselgs á vellinum. Mikil rekistefna var á vellinum í Sevilla í meira en klukkutíma á meðan verið var að ákveða hvort leikurinn ætti að fara fram.

Sport