Spænski boltinn

Fréttamynd

Raúl: Viðurkenni að ég svaf ekki vel í nótt

Framherjinn gamalreyndi Raúl González hefur gengið í gegnum súrt og sætt á löngum ferli sínum með Real Madrid en hann viðurkennir að tapið í einvíginu gegn c-deildarliðinu Alcorcon í konungsbikarnum hafi verið enn af verstu töpum félagsins í hans tíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Forlan framlengir við Atletico Madrid til ársins 2013

Atletico Madrid hefur byrjað afleitlega í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er sem stendur í þriðja neðsta sæti. Stuðningsmenn félagsins geta þó glaðst yfir því að framherjinn Diego Forlan hefur ákveðið að framlengja samning sinn við félagið til ársins 2013.

Fótbolti
Fréttamynd

Cultural lítil fyrirstaða fyrir Barcelona

Barcelona komst örugglega áfram í 5. umferð spænska konungsbikarsins í kvöld eftir 5-0 sigur gegn smáliðinu Cultural í seinni leik liðanna í keppninni en Barcelona vann einvígið samanlagt 7-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Guti orðaður við Inter

Eftir að hafa leikið allan sinn feril með Real Madrid er hinn 33 ára gamli Guti til í að pakka saman og fara með fótboltaskóna sína eitthvað annað.

Fótbolti
Fréttamynd

Laporta opnar dyrnar fyrir Robinho

Sagan endalausa um það hvort Robinho fari frá Man. City til Barcelona í janúar fékk nýjan meðbyr í dag er Joan Laporta, forseti Barcelona, sagði vel koma til greina að versla í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo: Ég get ekki spilað með Portúgal

Cristiano Ronaldo hefur væntanlega bundið enda á stríðið milli Real Madrid og portúgalska knattspyrnusambandsins með því að gefa það út að hann sé ekki orðinn nógu góður af meiðslum sínum til að spila með landsliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Spilar Ronaldo ekki meira á árinu?

Forráðamenn Real Madrid hafa miklar áhyggjur af ökklameiðslum Cristiano Ronaldo en nýjasta nýtt er að Ronaldo gæti þurft að fara í aðgerð vegna meiðslanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona skoraði fjögur

Barcelona vann 4-2 sigur á Real Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld og er því með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Aguero: Við getum klárlega unnið Real Madrid

Framherjinn Sergio Aguero hjá Atletico Madrid telur að staða liðsins í spænsku deildinni hafi ekkert að gera þá staðreynd að liðið geti unnið granna sína í Real Madrid þegar liðin mætast á Vicente Calderon-leikvanginum á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Alonso: Fínn mórall hjá Real

Miðjumaðurinn Xabi Alonso segir að allt tal um einhverja krísu og slæman móral hjá Real Madrid sé tómt kjaftæði. Hann segir ekkert hafa breyst upp á síðkastið hjá liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Puyol: Það er engin krísa hjá Barcelona

Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er ekki sáttur við þann fréttaflutning að það séu vandræði innan herbúða félagsins. Fréttirnir komu í kjölfarið á jafnteflinu gegn Osasuna um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona missteig sig gegn Osasuna

Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en flest benti til þess að mark Seydou Keita á 73. mínútu myndi duga katalónunum til sigurs.

Fótbolti
Fréttamynd

Aragones orðaður við stjórastöðuna hjá Real Madrid

Spænskir fjölmiðlar eru sannfærðir um að knattspyrnustjórinn Manuel Pellegrini eigi ekki langt í land með að verða rekinn frá Real Madrid og ef félagið vinni ekki næstu tvo leiki verði gengið frá málum strax um miðja næstu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo: Ég er ekki bjargvættur Real

Það hefur lítið gengið hjá Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo meiddist. Liðið hefur tapað tveim leikjum, gert eitt jafntefli og aðeins sigrað einn leik. Steininn tók þó úr er liðið tapaði fyrir Alcorcon í spænska bikarnum.

Fótbolti