Spænski boltinn

Fréttamynd

Mourinho: Deildinni svo gott sem lokið

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir að það sé nánast útilokað að liðið verji Spánarmeistaratitil sinn. Real Madrid gerði jafntefli gegn botnliði Espanyol á heimavelli í gær 2-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi vann einvígið við Falcao

Barcelona sigraði Atletico Madrid 4-1 í toppslag spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Falcao skoraði fyrsta mark leiksins en Messi skoraði tvö mörk í seinni hálfleik eftir að samherjar hans höfðu komið liðinu yfir fyrir hálfleik, 2-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Markvörður Atletico Madrid óttast ekki Messi

Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, fær örugglega nóg að gera annað kvöld þegar liðið mætir Barcelona í toppslag spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Courtois tjáði sig um einvígið við Messi og félaga í aðdraganda leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

38 toppleikmenn eiga rætur í Barcelona

Það kemur kannski fáum á óvart en ný svissnesk rannsókn sýnir fram á það að Barcelona er í nokkrum sérflokki þegar kemur að því að framleiða leikmenn fyrir fimm bestu deildirnar í Evrópu. Unglingaakademía félagsins fær enn eitt hrósið í nýrri alþjóðlegri rannsókn.

Fótbolti
Fréttamynd

Casillas færi í frí með Ronaldo

Spænskir fjölmiðlar hafa verið að flytja fréttir af því að ósætti sé á milli Cristiano Ronaldo og markvarðarins Iker Casillas en þeir leika saman hjá Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

FIFA mun ekki staðfesta met Messi

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ætlar ekki að blanda sér inn í umræðuna um hvaða leikmaður eigi metið yfir flest mörk á einu almanaksári. Erlendir fjölmiðlar greindu frá því að Lionel Messi hafi bætt met Gerd Muller á dögunum en síðan hafa komið fram nýjar upplýsingar um markaskora tveggja manna á áttunda áratugnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Mörkin hans Messi orðin 88

Lionel Messi heldur áfram að bæta markamet Þjóðverjans Gerd Müller. Messi skoraði tvíveigis í 2-0 sigri Barcelona á Cordoba í fyrri leik liðanna í spænska Konungsbikarnum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Müller gleðst með Lionel Messi

Það var söguleg stund í heimsfótboltanum á sunnudag er Lionel Messi setti ótrúlegt met. Þá sló hann markamet Þjóðverjans Gerd Müller yfir flest mörk á einu ári. Müller skoraði 85 mörk á sínum tíma en tvö mörk Messi gegn Real Betis komu honum í 86 mörk á þessu ári. Hann á enn eftir að spila tvo leiki á árinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi ætlar að bæta metið enn frekar

Lionel Messi bætti í gærkvöld markametið sem var áður í eigu Þjóðverjans Gerd Müllers. Messi skoraði bæði mörk Barcelona í gær þegar liðið lagði Real Betis á útivelli í spænsku deildinni og þar með hefur hann skorað 86 mörk á þessu ári en Müller skoraði 85 á sama árinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Özil sá um Valladolid

Real Madrid er átta stigum á eftir toppliði Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni eftir góðan 2-3 útisigur á Real Valladolid í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Özil ósáttur við gagnrýni

Þýski landsliðsmaðurinn Mesut Özil er á meðal þeirra leikmanna Real Madrid sem hafa fengið talsverða gagnrýni í vetur fyrir sinn leik. Það er hann ekki sáttur við.

Fótbolti
Fréttamynd

Pellegrino tók pokann sinn eftir stórt tap

Mauricio Pellegrino var í gærkvöldi sagt upp störfum sem þjálfari Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Uppsögnin kom í kjölfarið á 5-2 tapi liðsins á heimavelli gegn Real Sociedad.

Fótbolti
Fréttamynd

Litli bróðir í Madríd minnir á sig

Atlético Madrid heimsækir Real Madrid í slagnum um Madrídarborg í kvöld. Diego Simeone hefur náð frábærum árangri á innan við ári sem stjóri Atlético en þrettán ár eru síðan Atlético lagði Real að velli. Nú er lag en Atlético er aldrei þessu vant aðalkeppinautur Real.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho óttast ekki að verða rekinn

Spænskir fjölmiðlar hafa gert því skóna að það sé gríðarleg pressa á Jose Mourinho, þjálfara Real Madrid, fyrir borgarslaginn um helgina. Hafa þeir jafnvel gengið svo langt að spá því að Mourinho verði rekinn takist liðinu ekki að vinna leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Auðvelt hjá Real Madrid í bikarnum

Real Madrid komst auðveldlega áfram í spænsku bikarkeppninni í kvöld. Real lagði þá lið Alcoyano, 3-0, með mörkum frá Angel di Maria og Jose Callejon en sá síðarnefndi skoraði tvö mörk.

Fótbolti