Spænski boltinn

Fréttamynd

Barcelona valtaði yfir Cordoba

Barcelona komst auðveldlega áfram í næstu umferð spænska konungsbikarsins í kvöld er liðið valtaði yfir neðrideildarlið Cordoba, 5-0. Barcelona vann rimmu liðanna því 7-0 samanlagt en Barca vann fyrri leikinn 2-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Casillas kleip Ronaldo í rassinn

Það hefur verið mikið talað um það í vetur að ekki sé allt í góðu í samskiptum þeirra Iker Casillas og Cristiano Ronaldo en þeir spila saman hjá Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi og Iniesta fá hvíld en Messi spilar

Barcelona ætlar að leyfa sér að hvíla fjórar lykilmenn í bikarleik á móti b-deildarliðinu Cordoba annað kvöld en besti fótboltamaður heims, Lionel Messi, þarf hinsvegar enga hvíld.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid vann í sjö marka leik

Real Madrid vann sigur á Real Sociedad, 4-3, í hreint ótrúlegum leik á Santiago Bernabéu í spænsku úrvalsdeildinni nú síðdegis. Iker Casillas, markvörður Real Madrid, byrjaði annan leikinn í röð á varamannabekknum en það tók ekki langan tíma fyrir þann spænska að koma við sögu í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilanova stýrir Barcelona-liðinu á morgun

Tito Vilanova er mættur aftur til starfa hjá Barcelona aðeins tveimur vikum eftir að hann gekkst undir krabbameinsaðgerð og mun því stýra liðinu í nágrannaslagnum á móti Espanyol á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Johan Cruyff leggur þjálfaraflautuna á hilluna

Johan Cruyff er orðinn 65 ára gamall og hefur síðustu fjögur árin stýrt landsliði Katalóníumanna en ekki lengur. Cruyff tilkynnti það eftir leik Katalóníu og Nígeríu í gær að hann sé búinn að setja þjálfaraflautuna upp á hillu.

Fótbolti
Fréttamynd

Casillas ætlar ekki að fara í fýlu

Iker Casillas var settur á bekkinn í síðasta leik Real Madrid sem vakti upp mikið fjölmiðlafár í Madrid enda á ferðinni einn vinsælasti leikmaður félagsins, fyrirliði þess og fastamaður síðan á síðustu öld. Fyrirliði spænska landsliðsins ætlar ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir þessa ákvörðun Jose Mourinho um að láta hann dúsa á bekknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilanova heimsótti leikmenn Barcelona í morgun

Tito Vilanova, þjálfari Barcelona, heimsótti leikmenn sína á æfingasvæði Barca í morgun en hann er í veikindaleyfi eftir að krabbamein tók sig upp á ný hjá honum. Forráðamenn Barcelona töluðu strax um það að hinn 44 ára gamli þjálfari myndi snúa fljótt til baka og þessar fréttir auka líkurnar á því.

Fótbolti
Fréttamynd

Buðu 205 milljónir punda í Messi

Samkvæmt heimildum The Sun þá mun rússneska knattspyrnuliðið Anzhi Makhachkala hafa nýtt sér klásúlu í samningi Lionel Messi og boðið 205 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Llorente á förum frá Bilbao

Spænski landsliðsframherjinn Fernando Llorente hefur staðfest að hann sé á förum frá Athletic Bilbao. Hann hefur verið sterklega orðaður við ítalska liðið Juventus að undanförnu og þykir nú líklegt að hann yfirgefi uppeldisklúbbinn sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona vill fá 11 ára undrabarn

Barcelona er alltaf að leita að nýjum Lionel Messi og hver veit nema félagið sé búið að finna hann í Brasilíu. Þar er nefnilega 11 ára undrabarn að slá í gegn.

Fótbolti
Fréttamynd

Chile verður án línumannsins sterka

Karlalandslið Chile í handbolta hefur orðið fyrir blóðtöku því ljóst er að liðið verður án Marco Oneto, línumannsins sterka, á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar.

Handbolti
Fréttamynd

Mourinho ræddi ekkert við Casillas

Það vakti athygli um helgina þegar José Mourinho þjálfari Spánarmeistaraliðs Real Madrid valdi ekki markvörðinn Iker Casillas í byrjunarliðið gegn Malaga. Antonio Adan var valinn í stað hins 31 árs gamla Casilla sem jafnframt er fyrirliði Real Madrid. Casillas segir að Mourinho hafi ekkert rætt við sig um liðsvalið.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho mun ekki segja starfi sínu lausu

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, sagði við spænska fjölmiðla í gær að hann myndi ekki láta af störfum eftir skelfilegt tap gegn Malaga 3-2 í spænsku úrvalsdeildinni í knattaspyrnu en Real Madrid er eftir ósigurinn 16 stigum á eftir Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Isco kjörinn sá efnilegasti í Evrópu

Spænski miðjumaðurinn Isco hjá Malaga var í gær kjörinn besti ungi leikmaður Evrópu í árlegu kjöri ítalska dagblaðsins Tuttosport. 30 blaðamenn frá dagblöðum í tuttugu löndum álfunnar greiddu atkvæði í kjörinu.

Fótbolti