Tækni

Fréttamynd

Tekið á stafrænum rummungum

Í Bandaríkjunum er verið að herða löggjöf um höfundarréttarbrot. Stafrænn hugverkaþjófnaður er talinn vaxandi vandamál víða um heim. Spjótum er beint bæði að tölvunotendum sem skiptast á skrám og þjófum sem afrita efni til sölu.

Innlent
Fréttamynd

Metið á a.m.k. hundruðir milljóna

Þrjátíu manna lið Ríkislögreglustjóra og lögregluembætta víða um land gerði í gær húsleit hjá tólf einstaklingum á nokkrum stöðum á landinu og handtóku nokkra vegna gruns um að þeir sæktu og dreifðu ólöglega kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum í gegnum Netið. Verðmæti notkunar þess efnis sem um ræðir hleypur a.m.k. á hundruðum milljóna króna.

Innlent
Fréttamynd

ADSL notkun hrundi

Notkun á ADSL-neti Símans dróst saman um 50 til 60 prósent eftir að menn frá ríkislögreglustjóra lögðu hald á tölvur og tölvubúnað tólf einstaklinga í húsleitum í fimm lögregluumdæmum á þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Netumferð minnkar um 40%

Gagnaumferð á Netinu hér á landi hefur minnkað um 40% eftir aðgerð lögreglunnar og samtaka höfundarrétthafa í gær þar sem hald var lagt á tölvur og gögn í tólf húsleitum.

Innlent
Fréttamynd

Höfuðpaurar 100 manna hóps

Tólf menn, sem grunaðir eru um stórfellda ólöglega dreifingu á kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum á Netinu, voru handteknir í gær eftir umfangsmikla húsleit Ríkislögreglustjóra og lögreglu víða um land. Krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir einum þeirra. Hald var lagt á búnað í fórum mannanna en talið er að þeir séu höfuðpaurar í hundrað manna lokuðum hópi. 

Innlent
Fréttamynd

Þráðlaust dreifikerfi úti á landi

Fjarskiptafélagið eMax vill byggja upp þráðlaust dreifikerfi á landsbyggðinni í samkeppni við Símann. Framkvæmdastjóri eMax segir umræðu stjórnmálamanna um uppbyggingu Símans á villigötum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Tilkynning frá Vísi

Vegna tæknilegra vandkvæða hafa verið örðugleikar við að halda Vísi gangandi. Ekki liggur fyrir hver ástæðan er en unnið er að viðgerð. Óvíst er hvenær henni lýkur en vandræðin gætu varað fram eftir degi í dag, föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Vírusar hjá bændum

Vírusvarnir bænda mættu vera betri, segir Baldur Óli Sigurðsson, kerfisstjóri hjá Bændasamtökum Íslands. Í umfjöllun Bændablaðsins kemur fram að sérstaklega verði tekið á öryggismálum í á námskeiðinu "Rafrænt bókhald - rafræn samskipti" sem Bændasamtök Íslands halda í samstarfi við búnaðarsamböndin og Upplýsingatækni í dreifbýli.

Innlent
Fréttamynd

13 ára drengur með vændisþjónustu

Þrettán ára drengur í Taívan hefur verið handtekinn fyrir að starfrækja vændisþjónustu á Netinu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu mun drengurinn hafa fengið fleiri en 100 drengi og stúlkur til að skrá sig á heimasíðuna síðustu fjóra mánuði, undir þeim formerkjum að selja kynferðislega þjónustu.

Erlent
Fréttamynd

Fólk hætti að nota vafra Microsoft

Öryggisskrifstofa upplýsingatækni í Þýskalandi (Bundesamt für Sicherheit in der Informationstechnik) leggur til að fólk hætti að nota Microsoft Internet Explorer vafrann og noti frekar aðra valkosti. Á þetta er bent í tilkynningu frá norska hugbúnaðarfyrirtækinu Opera Software.

Erlent
Fréttamynd

Eins og að hitta gamlan vin

Fjallað var um íslenskt viðmót hugbúnaðar Microsoft á stærstu árvissu ráðstefnunni sem fyrirtækið heldur hér á landi. Microsoft telur sig halda tungumálinu "lifandi" með íslenskum útgáfum vinsælasta hugbúnaðar fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Netið að hrynja undan álagi

Fréttirnar sem Netnotendur vilja ekki heyra: Veraldarvefurinn er að hruni kominn. Þannig hljóðar upphaf fréttar í breska dagblaðinu The Guardian í morgun. Vitnað er í ummæli Patricks Gelsinger, tækistjóra hjá örgjörvarisanum Intel, en hann sagði að Netið gæti ekki lengur ráðið við umferðarþungann sem fer um kerfið.

Innlent
Fréttamynd

Starfsumsókn í MyDoom veiru

Þrjú ný afbrigði af MyDoom veirunni hafa skotið upp kollinum og þau hafa ekki aðeins að geyma hefðbundnar hættulegar veirur heldur einnig bón um atvinnu. Nýju afbrigðin kallast MyDoom U, V og Q og þau freista þess að sýkja tölvur með svokölluðum trójuhesti, Surila, sem gæfi tölvuþrjótum kleift að taka yfir stjórn tölvur og nota þær ýmist til að senda ruslpóst eða hópsendingar til að kaffæra póstþjóna.

Erlent
Fréttamynd

Yahoo! kaupir Musicmatch

Netfyrirtækið Yahoo! greindi frá því í dag að fyrir dyrum stæðu kaup á einkafyrirtækinu Musicmatch. Með kaupunum hyggst Yahoo! efla tónlistarþjónustu fyrirtækisins á Netinu en Musicmatch hefur boðið Netnotendum hugbúnað að til að stýra stafrænum lagasöfnum og hlusta á útvarpsstöðvar á Netinu.

Erlent
Fréttamynd

Höfundur Sasser veirunnar ákærður

Meintum höfundi Sasser veirunnar hefur verið birt formleg ákæra. Þýski saksóknarinn tíundar í ákæruskjalinu brot þýska námsmannsins Sven Jaschan og ber á hann þær sakir að hafa unnið skemmdarverk á tölvum, hagrætt skjölum og truflað tölvukerfi í almannaþágu. </span />

Erlent
Fréttamynd

Tölvupóstsstríð í fyrirtækjum

Tölvupóstur er orðinn eitt skæðasta vopnið í valdabaráttu innan fyrirtækja, segir í niðurstöðum nýrrar rannsóknar frá Monash háskólanum í Ástralíu. Rannsóknin fólst í því að kanna hvernig starfsmenn fyrirtækja nota þessa algengu samskiptaleið en starfsmenn þriggja stórfyrirtækja á mismunandi sviðum voru undir smásjá vísindamanna.

Innlent
Fréttamynd

Lífstíðarfangelsi fyrir Netklám

Stjórnvöld í Kína hafa hert baráttuna gegn Net- og farsímaklámi með því að hóta þeim sem dreifa slíku efni allt að lífstíðarfangelsi,að því er fram kemur hjá Xinhua fréttastofunni.

Erlent
Fréttamynd

Samstarf um farsímasjónvarp

Stærstu farsímafyrirtæki heims hafa tekið höndum saman um þróun farsímasjónvarps. Fulltrúar Nokia í Finnlandi greindu nýlega frá því að Motorola, NEC, Siemens og Sony Ericsson hefðu sett á laggirnar bandalag, Open Mobile Alliance, til að þróa sjónvarpsþjónustu fyrir farsíma og aðra farandgripi.

Innlent
Fréttamynd

Guð blessi Netið, segir Björk

Íslenska stórstirnið Björk er ekki ánægð með hljómplötuiðnaðinn. Hún þakkar Guði fyrir Netið og heitir því að halda á lofti sjóræningjafána. Þannig hefst frétt í norska Netmiðlinum ITAvisen sem vitnar í viðtal Vals Gunnarssonar á heimasíðu Bjarkar þar sem hún segir álit sitt á baráttu hljómplötuiðnaðarins gegn Netmiðlun tónlistar.

Innlent
Fréttamynd

Stafrænt RÚV

Ríkisútvarpið hefur hafið tilraunir með stafrænar útvarpssendingar í samvinnu við verkfræðideild Háskóla Íslands. Stafrænum sendi hefur verið komið upp á Vatnsenda í Reykjavík og nást sendingarnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Flugbílar í háloftin fyrir 2030

Boeing-verksmiðjurnar í Bandaríkjunum eru að hanna flugbíl. Sérfræðingar NASA segja tæknilega mögulegt að slíkir bílar verði að veruleika eftir 25 ár. Spurning sé hins vegar hvort þeir verði nægilega praktískir. Óvíssa ríkir um það hvernig löggæslu verði háttað í háloftunum. </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Þynnsta borðtölva í heimi kynnt

Apple afhjúpaði um mánaðamótin nýja iMac G5 tölvu sem inniheldur hinn gríðarlega öfluga G5-örgjörva og sláandi glæsilega hönnun þar sem tölvan er felld innan í flatskjá.

Erlent
Fréttamynd

Office og Windows á íslensku

Tvö algengustu forrit sem notuð eru á markaðinum, Office og Windows, komu út á íslensku í dag. Íslensku forritin eiga að útrýma þeim ensku á innan við þremur árum.

Innlent
Fréttamynd

Google leitar að framtíð

Reiptog hinna bjartsýnu og svartsýnu fyrir frumútboð Google er hafið. Enn er ekki útséð um hvor hafi betur. Google þarf að móta sér framtíð og vaxa hratt ef það á að standa undir útboðsgenginu. </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Brosandi bílar

Uppfinningamenn hjá bílaframleiðandanum Toyota hafa fengið einkaleyfi í Bandaríkjunum fyrir hugmynd að bíl sem sýnir tilfinningar.

Erlent
Fréttamynd

Dregið í opnunarleik Vísis

Búið er að draga úr skráningum sem bárust í opnunarleik Vísis sem efnt var til vegna opnunar nýs og glæsilegs vefs, www.visir.is 16. júní síðastliðinn. Samtals skráðu sig rúmlega 11.000 manns og voru fimm heppnir þátttakendur dregnir út.

Innlent
Fréttamynd

Veirur orðnar fleiri en í fyrra

Þótt árið 2004 sé rétt hálfnað eru tölvuveirur þegar orðnar fleiri en allt árið 2003. Sasser kallaðist sá síðasti og gerði stormandi ólukku víða um heim, einn af mörgum ormum með mörgum afbrigðum, en slíkir ormar virðast einmitt vera í sérstakri tísku nú um stundir, ef þannig má að orði komast.Þetta má lesa á vef Tæknivals, <strong><a href="http://www.taeknival.is/" target="_blank">taeknival.is.</a></strong>

Innlent
Fréttamynd

Vefsíður sem luma á óværu

Fyrir skömmu vöruðu sérfræðingar á sviði upplýsingaöryggis við nýrri óværu á Internetinu sem stolið getur aðgangsorðum og reikningsupplýsingum fólks sem notast við heimabanka í tölvum sínum. Notendur geta fengið óværuna í tölvur sínar úr sumum "pop-up" auglýsingum sem spretta upp frá síðum sem vafrað er inn á á Internetinu.

Innlent