Viðskipti erlent

Viacom ætlar í mál við Google

Netleitarvél Google.
Netleitarvél Google.

Bandaríska fjölmiðlasamsteypan Viacom Media hefur tilkynnt að það ætli að höfða mál á hendur netfyrirtækisins Google vegna brota á höfundarrétti. Google keypti YouTube á síðasta ári og segir Viacom að netveitan hafi sýnt þar sjónvarpsefni sem verndað er með höfundarréttarlögum.Samsteypan krefst eins milljarða dala, jafnvirði 67,5 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur.

Viacom segist hafa heimildir fyrir því að allt að 160.000 myndbrot úr sjónvarpþáttum hafi verið sett inn á netveitu YouTube sem notendur veitunnar hafi getað skoðað án þess að greiða fyrir. Að sögn Viacom er brot YouTube mjög alvarlegt og er markmið málssóknarinnar að koma í veg fyrir brot af þessu tagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×