Ástin á götunni

Fréttamynd

Fyrsti sigur lúxemborgsks liðs

F91 Dudelange varð í gær fyrsta knattspyrnuliðið frá Lúxemborg til þess að vinna leik í Evrópukeppni meistaraliða í 42 ár. Dudelange sigraði Bosníumeistarana í Mostar, 4-0, eftir að Mostar hafði unnið fyrri leikinn á heimavelli l-0.

Sport
Fréttamynd

Fram - ÍBV í kvöld

Fram og ÍBV mætast á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 19:15 í 8 liða úrslitum Visa bikar karla. Liðin hafa mæst tvívegis áður í sumar og unnið sitthvorn leikinn á sínum heimavelli. Fylgst verður með leiknum hér á Vísi.is ásamt leik KR og Vals sem fram fer í sömu keppni kvöld.

Sport
Fréttamynd

Ágúst jafnar fyrir KR

Ágúst Gylfason jafnaði metin í leik KR og Vals á 57. mínútu með föstu skoti innan teigs eftir að boltinn barst til hans eftir hornspyrnu KR. Síðari hálfleikur fór annars rólega af stað en þetta mark hleypir miklu lífi í leikinn.

Sport
Fréttamynd

U21 kvenna tapaði

<div class="Text194214">Landslið Íslands í knattspyrnu kvenna 21 árs og yngri tapaði fyrir Bandaríkjunum með fjórum mörkum gegn engu á opnu Norðurlandamóti, sem hófst í Svíþjóð í dag. Á föstudag mætir íslenska liðið Þjóðverjum sem burstuðu Dani 6-0 í dag.</div>

Sport
Fréttamynd

Guti - nei takk

Spænski landsliðsmaðurinn Guti, sem leikur með Real Madrid, lýsti yfir áhuga sínum á því að ganga til liðs við Arsenal fyrir skömmu. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði hins vegar frá því að í gær að hann myndi ekki vilja frá Guti til félagsins. "Þó Guti sé góður leikmaður, þá þurfum við ekki á honum að halda hérna.

Sport
Fréttamynd

Westerveld til Portsmouth

Hollendingurinn Sander Westerveld, fyrrum markvörður Liverpool, gengur til liðs við Portsmouth á morgun samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins. Westerveld er þrítugur og lék með Real Mallorca á Spáni á síðustu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Essien leiður á óvissunni

Mikael Essien vill ólmur komast til Chelsea frá Lyon í Frakklandi, en tveimur tilboðum ensku meistarana hefur þegar verið hafnað í leikmanninn.

Sport
Fréttamynd

Robinho til Real

Brasilíski snillingurinn Robinho er genginn til liðs við Real Madrid frá Santos í Brasilíu.Real borgar 16,6 milljónir punda fyrir leikmanninn sem er 21 árs gamall sóknarmaður. Fyrr í dag fór Robinho í læknisskoðun sem hann stóðst með prýði. Fyrir hjá Real hittir hann félaga sína þá Ronaldo og Roberto Carlos.

Sport
Fréttamynd

1-0 fyrir Val í hálfleik

Flautað hefur verið til hálfleiks í leik KR og Vals þar sem staðan er 1-0, gestunum í vil. Sigurbjörn Hreiðarsson skoraði mark leiksins á 25. mínútu en á 40. mínútu fækkaði í liði heimamanna er Sölva Sturlusyni, varnarmanni KR, var vikið af velli fyrir brot.

Sport
Fréttamynd

Stangarskot í Laugardalnum

Þegar 30 mínútur eru liðnar í leik Fram og ÍBV í 8 liða úrslitum Vísa bikarkeppni karla er staðan enn markalaus en bæði lið hafa hins vegar átt skot í stöng.

Sport
Fréttamynd

Táningur hjá Leicester fótbrotnaði

Craig Levin, knattspyrnustjóri Leicester á Englandi, er æfur út í Bobo Balde, varnarmann Celtic, en hann átti einhverja ljótustu tæklingu síðastu ára í æfingaleik liðanna í gær sem varð til þess að táningurinn James Wesolowski fótbrotnaði mjög illa.

Sport
Fréttamynd

Ferdinand ekki á förum

Rio Ferdinand hefur ekki fengið blíðar viðtökur frá stuðningsmönnum Manchester United í æfingaleikjum að undanförnu, en hann hefur ekki enn skrifað undir samning við félagið.

Sport
Fréttamynd

Er Pires á leið frá Arsenal?

Forráðamenn Galatasaray eru sannfærðir um að þeir muni ná að lokka til sín franska miðjumanninn Robert Pires frá Arsenal á næstu dögum.

Sport
Fréttamynd

Draumur FH úti?

Draumar FH um sæti í 2.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eru svo gott sem úti. Neftchi var að skora og staðan er nú 1-0 fyrir þeim. Nú þarf FH að gera fjörur mörk til að komast áfram.

Sport
Fréttamynd

Draumurinn að spila í úrvalsdeild

Watford samþykkti í vikunni tilboð Reading í landsliðsmanninn Brynjar Björn Gunnarsson og mun hann af öllum líkindum ganga formlega frá samningum í dag eða á morgun.

Sport
Fréttamynd

Markalaust í hálfleik (HK- Fylkir)

Markalaust er í hálfleik í leik HK og Fylkis í 8 liða úrslitum Vísa bikarkeppninnar sem fram fer í Kópavogi. HK fékk besta færi fyrri hálfleiks en þá varði Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Fylkis, vel frá Eyþóri Guðnasyni

Sport
Fréttamynd

FH úr leik

FH-ingar töpuðu rétt í þessu 2-1 fyrir Nefchi frá Azerbadjan í seinni leik liðanna í 1.umferð forkeppni  Meistaradeildar Evrópu. Nefchi missti mann útaf rétt fyrir hálfleik en það skipti engu máli, því í byrjun síðari hálfleiks komust þeir yfir. FH-ingar jöfnuðu með marki frá Allan Borgvardt ...

Sport
Fréttamynd

Ronaldo hættir eftir HM 2006

Brasilíski framherjinn Ronaldo ætlar að hætta að spila með brasilíska landsliðinu eftir HM í Þýskalandi á næsta ári. Ronaldo ætlar að klára samninginn sinn við Real Madrid og leggja síðan knattspyrnuskónna á hilluna vorið 2009.

Sport
Fréttamynd

Gerrard skoraði fimm á 113 mínútum

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, skoraði fimm mörk á aðeins 113 mínútum í leikjunum tveimur gegn velska liðinu TNS í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool vann leikina samanlagt 6-0 og mætir FBK Kaunas frá Litháen í næstu umferð.

Sport
Fréttamynd

Viktor Bjarki sá um HK

Það er óhætt að segja að þessi tvö lið sem áttust við í Kópavoginum í gær séu sannkölluð bikarlið. 1.deildarlið HK komst alla leið í undanúrslit í fyrra og sló bikarmeistarana í Keflavík úr leik í sextán liða úrslitum í ár. Fylkismenn unnu bikarinn 2001 og 2002 en leikur liðsins í sumar hefur verið ansi sveiflukenndur.

Sport
Fréttamynd

Fylkir ætlar sér Bikarinn

Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Fylkis, segir að ekkert annað en sigur í Vísa bikarkeppninni komi til greina. Fylkir á leik við HK í kvöld klukkan 19:15 á Kópavogsvelli í 8 liða úrslitum. "Okkur dettur ekki í hug að vanmeta HK-ingana, þeir eru með þétt lið”, sagði Bjarni Þórður í viðtali við Vísi.is.

Sport
Fréttamynd

Schevchenko ekki á förum

Andriy Schevchenko, knattspyrnumaður Evrópu árið 2004, er ekki á förum frá A.C.Milan eins og fjölmiðlar greindu frá í gær. "Ég hef alltaf sagt Roman Abramovich að það sé ekkert hægt að ræða um félagaskipti yfir í Chelsea. A.C.Milan vill mig og ég vil Milan. Það er nóg fyrir mig," sagði Schevchenko.

Sport
Fréttamynd

Fylkir áfram

Fylkismenn sigruðu HK 2-0 í 8 liða úrslitum Visa bikarkeppni karla í kvöld á Kópavogsvelli. Viktor Bjarki Arnarsson gerði bæði mörk Fylkismanna. Þeir eru þar með komnir í undanúrslit ásamt FH. En leik KR og Vals annars vegar og Fram og ÍBV  hins vegar eru á morgun og þar með lýkur 8 liða úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Leikmaður Neftchi fær rautt

Alexandr Chertoganov, leikmaður Neftchi, hefur verið rekinn af velli eftir að hafa slegið til Jóns Þorgríms Stefánssonar.

Sport
Fréttamynd

Eiður styður Crespo

Eiður Smári Guðjphnsen segir að Hernan Crespo hafi alla burði til að verða ein skærasta stjarna Chelsea á þessari leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo hættir eftir HM 2006

Brasilíski framherjinn Ronaldo ætlar að hætta að spila með brasilíska landsliðinu eftir HM í Þýskalandi sem fram fer á næsta ári. Ronaldo ætlar að klára samninginn sinn við Real Madrid og leggja síðan knattspyrnuskóna á hilluna vorið 2009.

Sport
Fréttamynd

Eiður ætlar að verja titilinn

Eiður Smári Guðjohnsen segir að Chelsea ætli sér að verja Englandsmeistaratitilinn sem liðið vann á síðustu leiktíð en gerir sér fyllilega grein fyrir því að til að það takist megi liðið hugsanlega ekki tapa einum einasta leik.

Sport