Stoichkov vill skora mörk
Hristo Stoichkov, landsliðsþjálfari Búlgaríu, gerir þá kröfu til sinna manna að þeir skori mörk þegar þeir taka á móti Íslendingum í landsleik þjóðanna á morgun, en hann er mjög ósáttur við tap sinna manna gegn Svíum í síðasta leik. Stoichkov mun ætla að tefla fram nokkuð breyttu liði gegn íslenska liðinu og hefur gefið það út að hans menn muni spila stífan sóknarleik. Leikurinn á morgun hefst klukkan 16 og verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Þá er vert að minna á að U-21 árs lið Íslands er nú að spila við Búlgara ytra og Vísir.is mun birta fregnir af leiknum fljótlega.