Ástin á götunni

Fréttamynd

Baptista ekki til Arsenal

Sókanarmiðjumaður spænska liðsins Sevilla, Julio Baptista hefur engan áhuga á að að ganga til liðs við enska liðið Arsenal. Baptista, sem er brasilískur vill vera kyrr á Spáni og fá spænskt vegabréf. Arsene Wenger, knattspyrnusjóri Arsenal er hins vegar sagður ekki vera búinn að gefa upp alla von.

Sport
Fréttamynd

Fimm í eins leiks bann

Fimm leikmenn í Landsbankadeildinni voru í gær dæmdir í eins leiks bann.  Davíð Þór Viðarsson FH og Sölvi Sturluson úr KR voru reknir af velli en Bjarnólfur Lárusson KR fær leikbann vegna 6 gulra spjalda og Eyjamennirnir Andri Ólafsson og Heimir Snær Guðmundsson vegna fjögurra gulra spjalda.

Sport
Fréttamynd

Helgi Sig lék gegn Barcelona

Helgi Sigurðsson og félagar í danska knattspyrnuliðinu AGF Aarhus máttu þola 0-4 tap á mánudagskvöld gegn spænska stórliðinu Barcelona en leikurinn var liður í undirbúningsferð Barca í Danmörku. Helgi var ekki í byrjunarliði AGF í leiknum en kom inn á í síðari hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Leikur við Venesúela í lausu lofti

Knattspyrnusamband Venesúela segir á heimasíðu sinni að landsleik milli Íslands og Venesúela í knattspyrnu, sem fyrirhugaður var 17. ágúst, hafi verið aflýst.Geir Þorsteinsson, framkvæmadstjóri knattspyrnusambands Íslands, segir þessa tilkynningu ótímabæra

Sport
Fréttamynd

Gilardino leikur með Milan í kvöld

Markahrókurinn Alberto Gilardino sem gekk til liðs við A.C. Milan frá Parma í síðustu viku fyrir 17.2 milljónir punda leikur sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld. Milan mætir Chicago Fire í kvöld vestur í Bandaríkjunum þar sem liðið er í æfingaferð.

Sport
Fréttamynd

Barton sektaður um 8 vikna laun

Joey Barton, leikmaður Manchester City, var síðdegis sektaður um samtals 8 vikna laun af félagi sínu vegna atviks sem átti sér stað í Tælandi í síðustu viku en þar var Manchester City í æfingaferð.

Sport
Fréttamynd

Venesúela svíkur KSÍ

Knattspyrnusamband Venesúela hefur aflýst vináttulandsleik við íslenska karlalandsliðið sem fram átti að fara á Laugardalsvelli 17. ágúst n.k. Þetta kom fram á heimasíðu venesúelska knattspyrnusambandsins fyrir skömmu en þar segir að settur hafi verið á vináttuleikur gegn Ekvador þennan dag í ágúst.

Sport
Fréttamynd

ÍBV komið til Færeyja

Knattspyrnulið ÍBV er mætt til Færeyja þar sem liðið leikur síðari leik sinn gegn B36 í fyrstu umferð forkeppni UEFA-bikarins í Þórshöfn á morgun.  Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli á Hásteinsvelli í Eyjum þar sem Pétur Óskar Sigurðsson skoraði mark heimamanna.  Leikurinn hefst klukkan 17:30 að íslenskum tíma á morgun.

Sport
Fréttamynd

Stelpurnar steinlágu gegn Finnum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna 21 árs og yngri tapaði fyrir Finnum 4-1 í leik um 5. sætið á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í dag. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands.

Sport
Fréttamynd

Bolton að styrkja sig

Enska úrvalsdeildarliðið Bolton Wanderes heldur áfram að styrkja sig með nýjum leikmönnum og nú hefur liðið fengið til sín Abdoulaye Diagne-Faye frá Lens í Frakklandi á lánssamningi til eins árs.

Sport
Fréttamynd

Stuttgart í undanúrslit

Stuttgart sigraði Bayern München í undanúrslitum þýska deildarbikarsins 2-1 í kvöld í Alianz Arena nýja heimavelli Bayern München. Roy Makaay gerði mark Bayern en þeir Hitzlsperger og Stranzl mörk Stuttgart sem er stjórnað af Giovanni Trapatoni fyrrum þjálfara Bayern München.

Sport
Fréttamynd

Bjarni Þór var bestur í Svíþjóð

Mótshaldarar alþjóðlega U18 mótsins sem fram fór í Falkenberg í Svíþjóð völdu Bjarna Þór Viðarsson fyrirliða Íslenska liðsins besta leikmann mótsins.  Bjarni Þór hlaut að launum veglegan bikar.

Sport
Fréttamynd

Þórður ætlar sér í landsliðið á ný

Með tilkomu nýs þjálfara hjá Stoke City, Johan Boskamp, hefur Þórður Guðjónsson fengið fleiri tækifæri með liðinu, en hann var ekki í náðinni hjá forvera Boskamp,Tony Pulis. "Ég ætla mér að vinna mér sæti í liðinu aftur og vonandi dugar frammistaða mín í vetur með Stoke City til þess að komast í hópinn á nýjan leik," segir Þórður.

Sport
Fréttamynd

Nunez kominn til Celta Vigo

Antonio Nunez hefur skrifað undir þriggja ára samning við spænska liðið Celta Vigo en hann kemur frá Evrópumeisturum Liverpool. Nunez er því aftur kominn í spænska boltann eftir misheppnaða dvöl á Anfield.

Sport
Fréttamynd

Figo til Inter?

Ítalska liðið Internazionale leiðir kapphlaupið um miðjumanninn Luis Figo hjá Real Madrid samkvæmt fréttum fjölmiðla á Ítalíu í gær. Enska liðið Liverpool er þó enn í baráttunni um leikmanninn.

Sport
Fréttamynd

Anderlecht burstaði Nefchi

FH banarnir í Nefchi fengu slæman skell í Belgíu í kvöld er liðið tapaði 5-0 fyrir Anderlecht í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Seinni leikur liðanna verður í Azerbadjan eftir rúma viku. Þá sigruðu Árni Gautur Arason og félagar hans í norska liðinu Valerenga lið Haka frá Finnlandi 1-0 en leikurinn fór fram í Noregi.

Sport
Fréttamynd

Davids til Tottenham

Hollendingurinn Edgar Davids, sem er á mála hjá Inter Milan gengur að öllum líkindum til liðs við enska  úrvalsdeildarliðið Tottenham síðar í vikunni. "Hann er mjög fjölhæfur miðjumaður, hann vinnur boltann, hann getur stjórna spili liðs, með frábært úthald og magnað persónuleika," sagði Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham um Davids.

Sport
Fréttamynd

Anderlecht 2-0 yfir gegn Neftchi

Anderlecht frá Belgíu er komið 2-0 yfir eftir aðeins 23 mínútna leik gegn FK Neftchi frá Aserbaídjan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en það var einmitt FK Neftchi sem sló út FH-liðið 4-1 samanlagt í fyrstu umferðinni. Mörkin skoruðu Tihinen á 20. mínútu og Jestrovic  á 23. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Liverpool yfir í hálfleik

Liverpool er yfir í hálfleik gegn Kaunas í Litháen 2-1 í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Baravicius kom Kaunas yfir en þeir Cisse og Carrager gerðu mörk Liverpool.

Sport
Fréttamynd

Inzaghi ætlar að hjálpa Gilardino

Filippo Inzaghi, sóknarmaður AC Milan, segist ekki geta beðið eftir því að fá að spila við hlið Alberto Gilardino sem nýgenginn er í raðir félagsins. Gilardino var keyptur frá Parma fyrir 17,2 milljónir punda en hann er 23 ára. Inzaghi segist vera rétti maðurinn til að kenn honum enn meira.

Sport
Fréttamynd

Nýliðar Wigan fá Henchoz

Wigan Athletic, nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni, hafa náð samkomulagi við svissneska landsliðsmanninn Stephane Henchoz. Þessi fyrrum varnarmaður Liverpool hefur undanfarna viku æft með Wigan og náði að sannfæra knattspyrnustjórann Paul Jewell um að hann sé vænlegur kostur.

Sport
Fréttamynd

Man Utd sigraði Peking

Manchester United sigraði Peking Hyundai 3-0 í hádeginu í dag í Kína en liðið er statt þar í æfingaferð. Paul Scholes gerði tvö marka United en nýji maðurinn Park ji-sung frá Suður Kóreu gerði þriðja markið en það var hans fyrsta í United búningi.

Sport
Fréttamynd

Liverpool sigraði 3-1

Liverpool sigraði lið Kaunas frá Litháen 3-1 í Litháen í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Kaunas komst yfir með marki frá Baravicius en þeir Cisse, Carrager og Gerrard úr víti svöruðu fyrir Liverpool.

Sport
Fréttamynd

Hlutbréf í Newcastle rjúka upp

Hlutabréf í enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle hækkuðu um tæp 18% í dag eftir að orðrómur komst á kreik um að tveir fjárfestar hefðu hug á að kaupa 28,5% hlut Sir John Hall, eins aðaleigenda félagsins og fyrrverandi stjórnarformanns.

Sport
Fréttamynd

Liverpool gegn Kaunas í kvöld

Allt bendir til þess að miðjumaðurinn Steven Gerrard verði orðinn klár fyrir Evrópuleik Liverpool gegn Kaunas í kvöld. Hann þurfti að hætta á æfingu á mánudagskvöld vegna meiðsla á ökkla en er líklegast klár fyrir leik kvöldsins.

Sport
Fréttamynd

Rætt við Essien í þessari viku

Peter, Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið muni ræða við Mickael Essien, leikmann Lyon, síðar í þessari viku með hugsanleg félagsskipti í huga.

Sport
Fréttamynd

Vassel til Man. City

Darius Vassell, landsliðsmaður Englands í knatttspyrnu er genginn til liðs við Manchester City frá Aston Villa. Kaupverðið á kappanum sem er 25 ára gamall er um 2,5 milljónir punda. Vassell hefur gert 6 mörk í 22 landsleikjum fyrir England.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur Arsenal

Arsenal burstaði austuríska liðið Ritzing í æfingaleik ytra í gær, 2-5. Það voru þeir Thierry Henry, Dennis Bergkamp, Jose Reyes, Alexander Hleb og Sebastian Larson sem skoruðu mörk Arsenal í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Baptista nálgast Highbury

Sóknar-miðjumaður Sevilla á Spáni, Julio Baptista er líklega á leiðinni til bikarmeistara Arsenal sagði Jose Maria Del Nido forseti spænska liðsins í vitali við spænska blaðið Marca. "Félögin hafa ekki náð saman um kaupverðið en Arsenal nálgast þá upphæð sem við sættum okkur við," sagði Del Nido enn fremur.

Sport