Ástin á götunni

Fréttamynd

Charlton gerir tilboð í Rúrik

Enska knattspyrnufélagið Charlton hyggts gera HK tilboð í unglingalandsliðsmanninn Rúrik Gíslason, en Rúrik sem aðeins er 17 ára hefur verið til reynslu hjá Charlton í tvígang á síðustu vikum.

Sport
Fréttamynd

David James gefst ekki upp

Markvörðurinn David James hjá Manchester City ætlar ekki að gefa upp alla von um að komast aftur í enska landsliðshópinn, þrátt fyrir að vera skilinn eftir úti í kuldanum af Sven-Göran Eriksson fyrir leiki Englands í undankeppni HM á næstu dögum.

Sport
Fréttamynd

Baros ætlar að skora grimmt

Tékkneski framherjinn Milan Baros hjá Aston Villa ætlar að vera iðinn við kolann í markaskorun fyrir nýja liðið sitt og segir að leikstíll liðsins muni hjálpa sér að skora miklu meira en hann gerði þegar hann var hjá Liverpool.

Sport
Fréttamynd

Stoke sigruðu Norwich 3-1

Fjöldi leikja fór fram í dag í ensku Championship deildinni í knattspyrnu. Hæst ber 3-1 sigur Stoke City á Norwich og 4-0 útisigur Preston á Ipswich. Sjá úrslit úr Championship deildinni.

Sport
Fréttamynd

Tudor óákveðinn

Króatíski varnarmaðurinn Igor Tudor hjá Juventus virðist hafa snúist hugur með að fara sem lánsmaður til Bolton í ensku úrvalsdeildinni, því Sam Allardyce, knattspyrnustjóri félagsins segist ekkert hafa heyrt eða séð af varnarmanninum sterka.

Sport
Fréttamynd

Landsliðshópur Íslands

Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar í knattspyrnu hafa valið landsliðshópinn sem mætir Króötum og Búlgaríu í næstu viku í undankeppni HM. Ekkert pláss er fyrir þá Bjarna Ólaf Eiríksson leikmann Vals og Harald Frey Guðmumndsson leikmann Álasunds.

Sport
Fréttamynd

Kuznetsova úr leik

Rússneska tennisstjarnan Svetlana Kuznetsova er úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis en hún er núverandi meistari. Það var landa hennar, Ekaterina Bychkova sem sigraði hana 6-3 og 6-2 en Bychkova er í 96. sæti heimslistans.

Sport
Fréttamynd

U21 hópurinn í knattspyrnu

Þrír nýliðar eru í U21 landsliðshópi Eyjólfs Sverrissonar fyrir leikina gegn Króatíu og Búlgaríu í undankeppni EM, þeir Ingvar Þór Kale, Andri Júlíusson og Andri Ólafsson. Framherjinn Hannes Þ. Sigurðsson, sem skorað hefur 6 af 7 mörkum Íslands í keppninni hingað til, er meiddur og getur ekki leikið.

Sport
Fréttamynd

Jafnt gegn Svíum

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði í dag jafntefli, 2-2,  gegn Svíum í undankeppni heimsmeistaramótsins en leikið var í Svíþjóð.

Sport
Fréttamynd

Ítalski boltinn í gær

Livorno bar sigurorð af Leece 2-1 í fyrsta leik ítölsku deildarinnar í gær og Fiorentina vann sigur á Sampdoria 2-1. Ítalíumeistarar Juventus hefja titilvörnina á heimavelli gegn Chievo í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 18.30.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári á bekknum allan tímann

Sjö leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í gær. Chelsea vann Tottenham 0-2. Eiður Smári var á bekknum allan tímann. Aston Villa vann Blackburn 1-0, Fulham 1 Everton 0, Man. City 2 Portsmouth 1, West Ham 1 Bolton 2, Wigan 1 Sunderland 0 og WBA 2 Birmingham 3. Chelsea er með 12 stig á toppnum, Man. City er í öðru sæti með 10 stig.

Sport
Fréttamynd

Ruud og Rooney afgreiddu Newcastle

Wayne Rooney og Ruud van Nistelrooy gerðu mörk Manchester United sem sigraði Newcastle í dag 2-0 í ensku úrvalsdeildinni.Þetta var þriðji sigur United í jafn mörgum leikjum í deildinni. Newcastle eru hins vegar í vondum málum með aðeins eitt stig eftir fjóra leiki.

Sport
Fréttamynd

Spænski boltinn í gær

Spánarmeistarar Barcelona náðu aðeins markalausu jafntefli á útivelli gegn Alaves í opnunarleik deildarinnar í gærkvöld. Valencia lagði Real Betis að velli 1-0, með marki Pablos Aimar.

Sport
Fréttamynd

Raúl tryggði Real sigur

Gulldrengurinn Raúl gerði sigurmark Real Madrid gegn Cadiz í fyrsta leik liðsins í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið sigraði nýliðana 2-1 á útivelli. Ronaldo skorði fyrra mark Real en Pavoni jafnaði fyrir Cadiz í byrjun síðari hálfleiks. Raúl gerði svo sigurmark Real fimm mínútum fyrir leikslok.

Sport
Fréttamynd

Frábær úrslit hjá stelpunum

Íslenska kvennalandsliðið gerði jafntefli við sterkt lið Svíþjóðar á Nobelstadion í Karlskoga í Svíþjóð. Hanna Ljungberg koma sænska liðinu yfir á 34.mínútu en Ásthildur Helgadóttir jafnaði fyrir Ísland á 49.mínútu með góðum skalla að stuttu færi.

Sport
Fréttamynd

Þór lagði Fjölni

Sextándu umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu lauk í gær með þremur leikjum. Þór Akureyri vann Fjölni, 3-1, Víkingur Ólafsvík lagði Völsung að velli 1-0 og KS og Haukar gerðu 1-1 jafntefli. KS og Völsungur eru í fallsætum með 13 stig en Fjölnir og HK koma næst með 16 stig og Haukar eru með 17 stig í sjötta sæti.

Sport
Fréttamynd

Fullt hús hjá Charlton

Charlton lið Hermanns Hreiðarssonar hefur unnið alla þrjá leiki sína í upphafi ensku úrvalsdeildarinnar. Í dag sigraði liðið Middlesbrough 3-0 á útivelli. Mörkin gerðu þeir Dennis Rommendahl, Chris Perry og Darren Bent. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í hjarta Charlton varnarinnar.

Sport
Fréttamynd

David James sparkað

Sven Göran Erikson, landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu valdi markvörðinn David James ekki í landsliðshóp sinn sem mætir Wales og Norður-Írlandi í næstu viku. James lék illa með Englendingum þegar liðið tapaði fyrir Dönum 4-1 í Kaupmannahöfn.

Sport
Fréttamynd

Liðið sem mætir Svíum

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í undankeppni HM í Karlskoga í Svíþjóð í dag klukkan 15:00.

Sport
Fréttamynd

Svakalegt byrjunarlið Real Madrid

Fyrsti leikur Real Madrid hófst núna klukkan 19 í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið er að leika við Cadiz á útivelli. Ronaldo er búinn að koma Real yfir strax á 4. mínútu en byrjunjarlið Madridarliðsins er all svakalegt.

Sport
Fréttamynd

Mikilvægur sigur Ólafsvíkinga

Víkingur frá Ólafsvík sigraði Völsung 1-0 í botnbaráttuslag í fyrstu deild karla. Mark Ólafsvíkinga gerði Hermann Geir Þórsson á lokamínútum leiksins. Með sigrinum komust Ólafsvíkingar úr mestri fallhættu. Völsungar er hins vegar enn í fallsæti. Þá sigraði Þór Fjölni 3-1 á Akureyri.

Sport
Fréttamynd

Guðjón á toppnum

Notts County, sem Guðjón Þórðarson þjálfar, er komið í efsta sæti ensku annarar deildarinnar en liðið sigraði Bristol Rovers í dag 2-0. Glyn Hurst gerði bæði mörk County sem eru taplausir að loknum fimm leikjum í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Fullt hús hjá Bayern

Bayern München sigraði Herthu Berlín 3-0 í þýsku úrvaldeildinni í dag. Bayern er nú búið að vinna alla fjóra leiki sína það sem af er móti. Mörk Bayern gerðu Michael Ballack, Memet Scholl og Roy Makaay

Sport
Fréttamynd

Áherslan verður lögð á varnarleik

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í dag því sænska á Nobelstadion í Karlskoga í Svíþjóð, en leikurinn er hluti af undankeppni heimsmeistaramótsins. Lið Svíþjóðar er eitt það allra besta í heiminum og hefur margsinnis leikið til úrslita á stórmótum á síðustu árum.

Sport
Fréttamynd

Eiður á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen, er á varamannabekk Chelsea sem leikur við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í ensku úrvalsdeildinni í dag. Einum leik er lokið, Birmingham sigraði WBA 3-2. Emile Heskey gerði tvö mörk fyrir Birmingham.

Sport
Fréttamynd

Sigur hjá Gylfa og Leeds

Gylfi Einarsson og félagar í Leeds sigruðu Norwich 1-0 á útivelli í ensku Championship deildinni. Gylfi var eini Íslendingurinn sem var í sigurliði. Sjá úrslit í ensku Championship deildinni

Sport
Fréttamynd

Ísland í 9. sæti

Íslenska landsliðið í handknattleik karla 21 árs og yngri tryggði sér 9. sætið á heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi í morgun með því að bera sigurorð af Ísraelsmönnum, 35-32. Í hálfleik var staðan 18-17 fyrir Íslendinga.

Sport
Fréttamynd

Chelsea sigraði Tottenham

Chelsea sigraði Tottenham 2-0 í ensku úrvalsdeildinni. Asier Del Horno og Damien Duff gerðu mörk Chelsea. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan leikinn á varamannabekknum. Sjá úrslit annara leikja og markaskorara.

Sport
Fréttamynd

Luque á leið til Newcastle

Framherjinn Albert Luque hjá Deportivo la Corunia á Spáni, mun að öllum líkindum ganga í raðir Newcastle í dag, en hann mun gangast undir læknisskoðun hjá félaginu seinnipartinn eftir að spænska liðið samþykkti tilboð Newcastle upp á 9,5 milljónir punda í leikmanninn í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Arsenal verður ekki í toppbaráttu

Bryan Robson, knattspyrnustjóri West Brom, segist fullviss um að Arsenal muni ekki verða í baráttunni um titilinn í ensku úrvalsdeildinni vegna brotthvarfs þeirra Patrick Vieira og Edu af miðjunni, en segir Manchester United vera líklegast til að berjast við meistara síðasta árs.

Sport