Ástin á götunni

Fréttamynd

„Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“

„Mjög góða. Búnar að halda spennustiginu nokkuð vel. Erum, tilbúnar í þetta,“ sagði  Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, um leik morgundagsins sem sker úr um hvort Íslandsmeistaratitillinn verði áfram á Hlíðarenda eða færi sig yfir í Kópavog.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR sækir tvo frá Fjölni

KR hefur samið við tvo leikmenn Lengjudeildarliðs Fjölnis um að leika með næstu árin. Um er að ræða markvörðinn Halldór Snæ Georgsson og miðvörðinn Júlíus Mar Júlíusson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það verður allt dýrvitlaust“

„Ég held að menn séu vel stemmdir, það hlýtur að vera. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum degi sem félag, ég sjálfur og leikmenn,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um verkefni dagsins. Víkingur mætir Omonoia í fyrsta leik liðsins í Sambandsdeild Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Kári með skoðunar­ferð fyrir Víkinga á Kýpur

Víkingar undirbúa sig fyrir fyrsta leik liðsins í Sambandsdeild Evrópu síðar í dag. Andstæðingurinn er Omonoia í Kýpur en Kári Árnason var leikmaður liðsins á sínum tíma. Þrátt fyrir að hafa stoppað stutt við þekkir hann til á svæðinu og kynnir menn fyrir landi og þjóð í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Frum­sýna nýja Evróputreyju

Víkingar verða í nýrri, sérstakri Evróputreyju í komandi Sambandsdeildarævintýri. Sú verður frumsýnd í leik dagsins við Omonoia frá Kýpur.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: KR - Fram 7-1 | Benóný Breki og KR með sýningu

KR vann ótrúlegan 7-1 sigur á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu. Benóný Breki skoraði fjögur mörk í liði heimamanna, Óðinn Bjarkason skoraði í sínum fyrsta leik í Bestu deildinni á meðan Luke Rae og Atli Sigurjónsson skoruðu einnig. Markús Páll Ellertsson skoraði mark Fram. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Utan vallar: Ungt og leikur sér

Þó stærstu nöfn Bestu deildar karla í fótbolta séu flest öll fullvaxta karlmenn sem eru við það að vera komnir fram yfir síðasta söludag þá hafa margir undir leikmenn látið ljós sitt skína í sumar. Við höldum í vonina að fleiri stígi í þeirra fótspor á næstu árum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óttast ekki bikar­þynnku: „Al­vöru sigur­vegarar finna sér hvatningu“

Ný­krýndir bikar­­­meistarar KA mæta svo til pressu­lausir til leiks í Bestu deildina í dag. Á heima­velli gegn HK-liði sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Með ekkert sér­stakt til að keppa að í deildinni óttast Hall­grímur Jónas­­­son, þjálfari KA-manna, ekki bikar­þynnku eftir fagnaðar­læti síðustu daga í kjöl­far sigursins sögu­­lega. Fögnuð þar sem leik­­­menn fengu fullt leyfi frá þjálfaranum til að sleppa af sér beislinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hafi rætt við Rúnar og Börk og allir jafn undrandi

Formaður knattspyrnudeildar Fram furðar sig á sögusögnum þess efnis að Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs félagsins, hafi átt viðræður um að taka við liði Vals. Hann hafi rætt við kollega sinn hjá Val sem og Rúnar sjálfan og ekkert sé til í sögum þess efnis.

Íslenski boltinn