Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Frábær sigur á feikisterku liði Frakka

19 ára landslið karla hefur byrjað afar vel á HM í Túnis en liðið hefur unnið tvo góða sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum. Ísland vann 29-24 sigur á Frökkum í gær en hafði unnið Puertó Ríkó með tólf marka mun kvöldið áður.

Handbolti
Fréttamynd

Íslandsmeistararnir til Póllands

Í morgun var dregið í Evrópukeppni félagsliða í handbolta. Karlalið Fram mætir FIQAS Aalsmeer frá Hollandi í fyrstu umferð EHF-bikarsins en fyrri leikurinn verður á útivelli í byrjun september.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur: Er mjög sáttur með riðilinn okkar

Í dag varð ljóst hverjir verða andstæðingar karlalandsliðs Íslands í handbolta á lokakeppni EM í Austurríki í byrjun næsta árs en Danmörk, Serbía og Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Austurríki eru með Íslandi í b-riðli mótsins.

Handbolti
Fréttamynd

Dýrt jafntefli í sólarsamba í Eistlandi

Íslenska handboltalandsliðið þarf væntanlega að gera sér annað sætið að góðu í riðli sínum í undankeppni EM. Liðið gerði nefnilega jafntefli við Eista, 25-25, ytra í dag. Liðið er engu að síður á leið á EM í Austurríki í janúar á næsta ári.

Handbolti
Fréttamynd

Jafntefli við Grænland

Íslenska U-21 landsliðið í handbolta gerði í gær jafntefli við A-landslið Grænlands í æfingaleik ytra, 32-32.

Handbolti
Fréttamynd

Ótrúlegri handboltavertíð að ljúka

Íslenska landsliðið í handbolta hélt í morgun utan til Eistlands þar sem liðið mun mæta heimamönnum í lokaumferð undankeppninnar fyrir EM í handbolta en úrslitakeppnin fer fram í Austurríki á næsta ári.

Handbolti
Fréttamynd

Óskar Bjarni: Komin gríðarleg breidd í íslenska liðið

Aðstoðarþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson var gríðarlega ánægður með sigurinn gegn Makedóníu í kvöld. „Við mættum tilbúnir til leiks og vorum sóknarlega með alveg frábæra skotnýtingu í fyrri hálfleik og síðan vorum við þéttir varnarlega. Við lögðum upp með að halda Lazarov niðri og það gekk að mestu leyti eftir. Við stjórnuðum leiknum það vel að við gátum rúllað mönnum inná og menn gáfu alltaf sitt og komu tilbúnir inn í leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Sigurbergur: Það kemur bara maður í manns stað

Það var ekki að sjá að Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson hafi verið að stíga sín fyrstu skref með íslenska landsliðinu í mikilvægum leikjum í undankeppni stórmóts en hann lét mikið af sér kveða bæði gegn Norðmönnum og svo Makedónum.

Handbolti
Fréttamynd

Sverre á leiðinni til Grosswallstadt

Landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson staðfesti við Vísi eftir landsleikinn í dag að hann væri kominn með annan fótinn til Þýskalands en fátt virðist geta komið í veg fyrir að hann geri tveggja ára samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Grosswallstadt.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón Valur á leið í aðgerð

Guðjón Valur Sigurðsson mun ekki leika síðasta landsleik Íslands í undankeppni EM gegn Eistum því hann er á leið til Þýskalands þar sem hann þarf að leggjast undir hnífinn.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland er komið á EM

Ísland tryggði sér farseðilinn á EM í Austurríki á næsta ári með öruggum 34-26 sigri gegn Makedóníu í Laugardalshöll. Sigurinn var í raun aldrei í hættu því Ísland leiddi leikinn frá fyrstu mínútu.

Sport
Fréttamynd

Hugsum bara um sigur

Íslenska landsliðið getur tryggt sig inn á EM í dag með því að sigra eða ná jafntefli gegn Makedóníumönnum. Tapi liðið leiknum er draumurinn um að komast á EM samt ekki úti þar sem sigur ytra gegn Eistlandi dugar liðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Árni, Kári, Stefán og Freyr verða eftir

Þeir Árni Þór Sigtryggsson (Akureyri), Stefán Baldvin Stefánsson (Fram), Kári Kristján Kristjánsson og Freyr Brynjarsson (báðir úr Haukum) verða skildir eftir heima en verða til taks fyrir íslenska handboltalandsliðið.

Handbolti
Fréttamynd

Enginn íslendingur í IHF

Enginn íslendingur mun starfa fyrir IHF, Alþjóða handknattleikssambandið á næstunni. Þrír voru í framboði til þess í upphafi.

Handbolti