Umfjöllun: Norðmenn stálu stigi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 14. júní 2009 20:15 Alexander Peterson. Mynd/Pjetur Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Norðmönnum, 34-34, í leik liðanna í undankeppni Evrópumótsins í Austurríki í dag. Norðmenn skoruðu tvö síðustu mörkin og má segja að Ísland hafi tapað stigi því liðið var fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru til leiksloka og tveimur yfir þegar rúm mínúta var eftir. Ísland hóf leikinn betur og komst í 3-1 og var með yfirhöndina allan leikinn. Mest munaði fimm mörkum á liðunum í fyrri hálfleik, 16-11, en Ísland var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Norðmenn náðu að minnka muninn í eitt mark, 26-25, en þá skoraði Ísland fjögur mörk í röð og var fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir, 30-25. Þetta forskot náði íslenska liðið ekki að verja og þarf því að sigra Makedóníu á miðvikudaginn 17. júní í Laugardalshöllinni til að tryggja sér farseðilinn til Austurríkis en Ísland er í efsta sæti riðilsins með 10 stig, líkt og Norðmenn, þremur stigum á undan Makedóníu þegar tvær umferðir eru óleiknar. Ísland lék mjög góða vörn framan af leiknum í dag og var markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar mjög góð í fyrri hálfleik. Það sama var ekki uppi á teningnum í síðari hálfleik þegar varnarleikurinn var mun slakari. Sóknarleikur Íslands gekk að mestu vel en aðeins sex leikmenn skoruðu öll 34 mörk Íslands og var farið að draga af leikmönnum í lokin. Ekkert mark kom af línunni en flest mörk Íslands komu úr hægri skyttunni þar sem Alexander Peterson og Heiðmar Felixson fóru mikinn. Heiðmar spilaði ekki margar mínútur en hann náði engu að síður að skora sex mörk. Sigurbergur Sveinsson stóð sig mjög vel í fyrsta sinn í byrjunarliði í alvöru landsleik og skoraði sjö mörk en gerði sig sekan um mistök í síðustu sókn Íslands þegar Ísland var marki yfir sem rekja má til reynsluleysis. Leiki Ísland af sama krafti gegn Makedóníu á miðvikudaginn er enginn spurning um að liðið muni fagna sigri. Norðmenn eru með sterkara lið en Makedónía sem þó má ekki vanmeta en ljóst að farseðillinn til Austurríkis er í seilingar fjarlægð. Tölfræðin: Ísland - Noregur 34-34 (17-13) Mörk Íslands: Alexander Peterson 10 (17), Sigurbergur Sveinsson 7 (11), Heiðmar Felixsson 6 (6), Guðjón Valur Sigurðsson 5/2 (6/2), Snorri Steinn Guðjónsson 3 (3), Þórir Ólafsson 3 (3), Ragnar Óskarsson (1),Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15 (37/2 40,5%), Hreiðar Leví Guðmundsson 4 (15 26,7%)Hraðaupphlaup: 6 (Þórir 2, Alexander 2, Sigurbergur, Guðjón)Fiskuð víti: 2 (Róbert 2)Utan vallar: 12 mínúturMörk Noregs: Erlend Mamelund 13, Havard Tvedten 7/2, Frank Löke 4, Lars Erik Björnsen 4, Vegard Samdahl 3, Andre Jörgensen 2, Einar Sand Koren 1,Varin skot: Steinar Ege 14Hraðaupphlaup: 9Fiskuð víti: 2Utan vallar: 10 mínútur Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Norðmönnum, 34-34, í leik liðanna í undankeppni Evrópumótsins í Austurríki í dag. Norðmenn skoruðu tvö síðustu mörkin og má segja að Ísland hafi tapað stigi því liðið var fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru til leiksloka og tveimur yfir þegar rúm mínúta var eftir. Ísland hóf leikinn betur og komst í 3-1 og var með yfirhöndina allan leikinn. Mest munaði fimm mörkum á liðunum í fyrri hálfleik, 16-11, en Ísland var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Norðmenn náðu að minnka muninn í eitt mark, 26-25, en þá skoraði Ísland fjögur mörk í röð og var fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir, 30-25. Þetta forskot náði íslenska liðið ekki að verja og þarf því að sigra Makedóníu á miðvikudaginn 17. júní í Laugardalshöllinni til að tryggja sér farseðilinn til Austurríkis en Ísland er í efsta sæti riðilsins með 10 stig, líkt og Norðmenn, þremur stigum á undan Makedóníu þegar tvær umferðir eru óleiknar. Ísland lék mjög góða vörn framan af leiknum í dag og var markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar mjög góð í fyrri hálfleik. Það sama var ekki uppi á teningnum í síðari hálfleik þegar varnarleikurinn var mun slakari. Sóknarleikur Íslands gekk að mestu vel en aðeins sex leikmenn skoruðu öll 34 mörk Íslands og var farið að draga af leikmönnum í lokin. Ekkert mark kom af línunni en flest mörk Íslands komu úr hægri skyttunni þar sem Alexander Peterson og Heiðmar Felixson fóru mikinn. Heiðmar spilaði ekki margar mínútur en hann náði engu að síður að skora sex mörk. Sigurbergur Sveinsson stóð sig mjög vel í fyrsta sinn í byrjunarliði í alvöru landsleik og skoraði sjö mörk en gerði sig sekan um mistök í síðustu sókn Íslands þegar Ísland var marki yfir sem rekja má til reynsluleysis. Leiki Ísland af sama krafti gegn Makedóníu á miðvikudaginn er enginn spurning um að liðið muni fagna sigri. Norðmenn eru með sterkara lið en Makedónía sem þó má ekki vanmeta en ljóst að farseðillinn til Austurríkis er í seilingar fjarlægð. Tölfræðin: Ísland - Noregur 34-34 (17-13) Mörk Íslands: Alexander Peterson 10 (17), Sigurbergur Sveinsson 7 (11), Heiðmar Felixsson 6 (6), Guðjón Valur Sigurðsson 5/2 (6/2), Snorri Steinn Guðjónsson 3 (3), Þórir Ólafsson 3 (3), Ragnar Óskarsson (1),Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15 (37/2 40,5%), Hreiðar Leví Guðmundsson 4 (15 26,7%)Hraðaupphlaup: 6 (Þórir 2, Alexander 2, Sigurbergur, Guðjón)Fiskuð víti: 2 (Róbert 2)Utan vallar: 12 mínúturMörk Noregs: Erlend Mamelund 13, Havard Tvedten 7/2, Frank Löke 4, Lars Erik Björnsen 4, Vegard Samdahl 3, Andre Jörgensen 2, Einar Sand Koren 1,Varin skot: Steinar Ege 14Hraðaupphlaup: 9Fiskuð víti: 2Utan vallar: 10 mínútur
Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira