

Nýliðar FHL, sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar, voru að fá góðar fréttir af leikmannamálum félagsins.
FHL komst aftur á toppinn í Lengjudeild kvenna í fótbolta eftir sex marka stórsigur á Grindavík í Safamýrinni.
Leiknir Reykjavík vann ótrúlegan 0-7 sigur gegn Leikni Fáskrúðsfirði á útivelli í Lengjudeildinni. Þá er Magni Grenivík enn á lífi eftir sigur á Þrótti Reykjavík.
Vestri vann Leikni F. í Lengjudeild karla á Ísafirði í dag. Lokatölur 2-0 fyrir Vestfirðingum.
ÍBV gerði enn eitt jafnteflið í Lengjudeild karla í knattspyrnu í dag er Leiknir Fáskrúðsfjörður heimsótti Vestmannaeyjar. Þá vann Vestri 2-1 sigur á Magna Grenivík á Ísafirði.
Fimm leikjum er lokið í Lengjudeild karla í knattspyrnu en stórleikur dagsins fór fram í Eyjum þar sem Keflavík skellti ÍBV.
Tveimur leikjum af þeim fjórum sem fara fram í Lengjudeild karla í dag er nú lokið. Þróttur Reykjavík vann Vestra 2-1 og komst þar með upp fyrir Leikni Fáskrúðsfjörð sem tapaði 3-1 gegn Aftureldingu.
Mark sem Þróttur Reykjavík skoraði gegn Leikni Fáskrúðsfirði í Lengjudeildinni stóð ekki þar sem að flautað hafði verið til hálfleiks sekúndubrotum áður en boltinn fór yfir línuna.
Tvær landsbyggðaorrustur fóru fram í Lengjudeild karla í dag þar sem Þór fékk ÍBV í heimsókn á Þórsvöll á Akureyri á meðan Vestri var í heimsókn hjá Leikni F. í Fjarðabyggðahöllinni á Reyðarfirði.
Leiknismenn frá Fáskrúðsfirði hafa lagt fram kæru og vilja að frumraun liðsins í Lengjudeildinni verði endurtekin þar sem þeir telja framkvæmd leiksins í 1.umferð deildarinnar gegn Fram ólöglega.
Stjarnan fær Lengjudeildarlið Leiknis Fáskrúðsfjarðar í heimsókn í kvöld í Mjólkurbikar karla, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 20:05.