Körfubolti

Fréttamynd

Sanngjarnt tap í Svartfjallalandi

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði gegn Svartfjallalandi í sínum fyrsta leik í annarri umferð forkeppni HM 2023. Lokatölur urðu 69-83 en staðan í hálfleik var 33-39, Svartfellingum í vil. Þessi tvö lið leika ásamt Danmörku í þessum undanriðli og fara tvö lið áfram í næstu umferð. Ísland mætir Danmörku á morgun en liðin þrjú klára alla leikina í riðlinum á næstu dögum.

Körfubolti
Fréttamynd

Ís­land án lykil­manna í mikil­vægum leikjum

Íslenska landsliðið í körfubolta hefur í dag leik Svartfjallalandi þar sem leikið er í forkeppni undankeppni HM 2023.  Íslenska liðið verður án sterkra leikmanna en bæði Martin Hermannsson og Jón Axel Guðmundsson gefa ekki kost á sér í leikina.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé

Kvennalið Hauka í körfuknattleik hefur ákveðið að taka þátt í Evrópukeppni næsta haust. Mun liðið taka þátt í Evrópubikar félagsliða, FIBA EuroCup. Er þetta í fyrsta sinn í 15 ár sem íslenskt kvennalið tekur þátt í Evrópukeppni. Haukar voru einnig síðasta liðið til að taka þátt.

Körfubolti
Fréttamynd

Lebron segist vilja enda ferilinn hjá Lakers

Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James sagði í viðtali fyrir skömmu að hann ætlaði sér að enda ferilinn hjá Los Angeles Lakers. Þó ekki fyrr en eftir fjögur til sjö ár en Lebron er 36 ára gamall í dag.

Körfubolti