Bandaríska körfuboltalandsliðið svaraði fyrir sig með risasigri í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 07:30 Damian Lillard skoraði fimmtán af stigum sínum í fyrri hálfleiknum. AP/Charlie Neibergall Bandaríska körfuboltalandsliðið er komið á blað á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir 54 stiga sigur á Íran, 120-66, í öðrum leik sínum á leikunum. Bandaríska liðið tapaði fyrsta leik sínum á mótinu sem var á móti Frökkum en það var fyrsta tap Bandaríkjamanna í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í næstum því tuttugu ár. 25 leikja sigurganga liðsins á ÓL endaði í fyrsta leik en í nótt var allt annað að sjá til leikmanna liðsins. Bandaríkjamenn keyrðu yfir Írana og voru komnir með þrjátíu stiga forskot í hálfleik, 60-30. Final from #Tokyo2020 #Basketball Preliminary Round action:#USABMNT 120, Iran 66Damian Lillard: 21 PTS (7 3PM)Devin Booker: 16 PTSJayson Tatum: 14 PTSZach LaVine: 13 PTSKevin Durant: 10 PTS, 5 AST, 3 BLK pic.twitter.com/mMd4FkYCAM— NBA (@NBA) July 28, 2021 Damian Lillard var stigahæstur með 21 stig á 23 mínútum en hann skoraði sjö þrista í leiknum og gaf einnig fimm stoðsendingar. Devin Booker var með 16 stig á 19 mínútum, Jayson Tatum skoraði 14 stig og Zach Lavine var með 13 stig og 8 stoðsendingar. Kevin Durant var síðan með 10 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 varin skot og 2 stolna bolta á 19 mínútum. Damian Lillard is the 4th player in Men's United States Basketball history to make 7 3-pointers in an Olympics game, joining Kevin Durant, Carmelo Anthony, and Klay Thompson. Anthony has the record for a single game with 10. pic.twitter.com/I53me8O9Gb— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 28, 2021 Gregg Popovich, þjálfari bandaríska liðsins, gerði meðal annars tvær breytingar á byrjunarliðinu sínu frá því í Frakkleiknum því þeir Jrue Holiday og Devin Booker komu báðir inn í liðið. Með því kom betra jafnvægi og meiri hraði í liðið enda skoraði liðið 19 hraðaupphlaupsstig í fyrri hálfleiknum. Sex leikmenn bandaríska liðsins skoruðu fleiri en eina þriggja stiga körfu og liðið skorað alls nítján þrista í leiknum. Bandaríkjamenn geta því tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Tékkum í næsta leik. Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Bandaríska liðið tapaði fyrsta leik sínum á mótinu sem var á móti Frökkum en það var fyrsta tap Bandaríkjamanna í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í næstum því tuttugu ár. 25 leikja sigurganga liðsins á ÓL endaði í fyrsta leik en í nótt var allt annað að sjá til leikmanna liðsins. Bandaríkjamenn keyrðu yfir Írana og voru komnir með þrjátíu stiga forskot í hálfleik, 60-30. Final from #Tokyo2020 #Basketball Preliminary Round action:#USABMNT 120, Iran 66Damian Lillard: 21 PTS (7 3PM)Devin Booker: 16 PTSJayson Tatum: 14 PTSZach LaVine: 13 PTSKevin Durant: 10 PTS, 5 AST, 3 BLK pic.twitter.com/mMd4FkYCAM— NBA (@NBA) July 28, 2021 Damian Lillard var stigahæstur með 21 stig á 23 mínútum en hann skoraði sjö þrista í leiknum og gaf einnig fimm stoðsendingar. Devin Booker var með 16 stig á 19 mínútum, Jayson Tatum skoraði 14 stig og Zach Lavine var með 13 stig og 8 stoðsendingar. Kevin Durant var síðan með 10 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 varin skot og 2 stolna bolta á 19 mínútum. Damian Lillard is the 4th player in Men's United States Basketball history to make 7 3-pointers in an Olympics game, joining Kevin Durant, Carmelo Anthony, and Klay Thompson. Anthony has the record for a single game with 10. pic.twitter.com/I53me8O9Gb— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 28, 2021 Gregg Popovich, þjálfari bandaríska liðsins, gerði meðal annars tvær breytingar á byrjunarliðinu sínu frá því í Frakkleiknum því þeir Jrue Holiday og Devin Booker komu báðir inn í liðið. Með því kom betra jafnvægi og meiri hraði í liðið enda skoraði liðið 19 hraðaupphlaupsstig í fyrri hálfleiknum. Sex leikmenn bandaríska liðsins skoruðu fleiri en eina þriggja stiga körfu og liðið skorað alls nítján þrista í leiknum. Bandaríkjamenn geta því tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Tékkum í næsta leik.
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira