Bandaríkjamenn fá annað tækifæri gegn Frökkum sem lifðu af þrennu Doncic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 12:57 Rudy Gobert var hetja Frakka þegar hann varði lokaskot Slóvena í leiknum. AP/Charlie Neibergall Frakkland er komið í úrslitaleikinn í körfubolta karla eftir eins stigs sigur Slóveníu, 90-89, í seinni undanúrslitaleik körfuboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Þrenna og átján stoðsendingar frá Luka Doncic dugðu ekki. Leikurinn var æsispennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Slóvenar fengu lokasóknina en Rudy Gobert, besti varnarmaðurinn í NBA-deildinni, varði lokaskot þeirra og Frakkar fögnuðu sigri. It's France vs. the US in the men's basketball final! The two teams met in the group stage already. The score? 83-76 to France #Tokyo2020 pic.twitter.com/VT0AnlJ7wD— DW Sports (@dw_sports) August 5, 2021 Frakkar og Slóvenar höfðu unnið alla leiki sína á mótinu og Frakkar unnu meðal annars Bandaríkjamenn í fyrsta leik. Bandaríkjamenn hafa ekki tapað síðan og liðin mætast aftur í úrslitaleiknum á laugardaginn Luka Doncic var með þrennu í leiknum en hann skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 18 stoðsendingar. Frakkar réðu illa við hann í byrjun leiks en svo tókst þeim betur að loka á hann. Doncic hitti aðeins úr 5 af 18 skotum sínum í leiknum. Þetta var samt fyrsta þrennan á Ólympíuleikum síðan að LeBron James náði því í London 2012. Nando De Colo skoraði 25 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar hjá Frökkum og Evan Fournier var með 23 stig. Rudy Gobert skoraði 9 stig, tók 16 fráköst og varði 4 skot. Timothé Luwawu-Cabarrot var með 15 stig og hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum. TRIPLE DOUBLE @luka7doncic with the 3rd triple in #Olympics history and 1st since @KingJames at London 2012.#Tokyo2020 #Basketball pic.twitter.com/xwvJ504IeL— FIBA | #Basketball #Tokyo2020 (@FIBA) August 5, 2021 Mike Tobey var stigahæstur hjá Slóvenum með 23 stig og Klemen Prepelic skoraði 17 stig. Slóvenar með Doncic í fararbroddi komust mest átta stigum yfir í fyrsta leikhlutanum, 25-17, og var Luka með átta stig og fimm stoðsendingar á þessum upphafskafla leiksins. Frakkar voru búnir að minnka það niður í tvö stig, 29-27, fyrir lok leikhlutans. Leikurinn var áfram æsispennandi í öðrum leikhlutanum en eftir hann voru Slóvenar áfram tveimur stigum yfir, 44-42. Doncic var kominn með tólf stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar í hálfleik. Frakkarnir byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og tóku frumkvæðið í leiknum með því að vinna þriðja leikhlutann 29-21 og leiða þar með sex stigum fyrir lokaleikhlutann. Slóvenar þurftu eitthvað sérstakt frá Doncic í lokaleikhlutanum en honum gekk illa að skora í seinni hálfleiknum. Leikurinn var áfram jafn og Doncic dældi stoðsendingunum. Slóvenum tókst að minnka muninn niður í eitt stig og vinna boltann en besti varnarmaðurinn í NBA deildinni kláraði leikinn með fyrrnefndu vörðu skoti. Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Leikurinn var æsispennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Slóvenar fengu lokasóknina en Rudy Gobert, besti varnarmaðurinn í NBA-deildinni, varði lokaskot þeirra og Frakkar fögnuðu sigri. It's France vs. the US in the men's basketball final! The two teams met in the group stage already. The score? 83-76 to France #Tokyo2020 pic.twitter.com/VT0AnlJ7wD— DW Sports (@dw_sports) August 5, 2021 Frakkar og Slóvenar höfðu unnið alla leiki sína á mótinu og Frakkar unnu meðal annars Bandaríkjamenn í fyrsta leik. Bandaríkjamenn hafa ekki tapað síðan og liðin mætast aftur í úrslitaleiknum á laugardaginn Luka Doncic var með þrennu í leiknum en hann skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 18 stoðsendingar. Frakkar réðu illa við hann í byrjun leiks en svo tókst þeim betur að loka á hann. Doncic hitti aðeins úr 5 af 18 skotum sínum í leiknum. Þetta var samt fyrsta þrennan á Ólympíuleikum síðan að LeBron James náði því í London 2012. Nando De Colo skoraði 25 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar hjá Frökkum og Evan Fournier var með 23 stig. Rudy Gobert skoraði 9 stig, tók 16 fráköst og varði 4 skot. Timothé Luwawu-Cabarrot var með 15 stig og hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum. TRIPLE DOUBLE @luka7doncic with the 3rd triple in #Olympics history and 1st since @KingJames at London 2012.#Tokyo2020 #Basketball pic.twitter.com/xwvJ504IeL— FIBA | #Basketball #Tokyo2020 (@FIBA) August 5, 2021 Mike Tobey var stigahæstur hjá Slóvenum með 23 stig og Klemen Prepelic skoraði 17 stig. Slóvenar með Doncic í fararbroddi komust mest átta stigum yfir í fyrsta leikhlutanum, 25-17, og var Luka með átta stig og fimm stoðsendingar á þessum upphafskafla leiksins. Frakkar voru búnir að minnka það niður í tvö stig, 29-27, fyrir lok leikhlutans. Leikurinn var áfram æsispennandi í öðrum leikhlutanum en eftir hann voru Slóvenar áfram tveimur stigum yfir, 44-42. Doncic var kominn með tólf stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar í hálfleik. Frakkarnir byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og tóku frumkvæðið í leiknum með því að vinna þriðja leikhlutann 29-21 og leiða þar með sex stigum fyrir lokaleikhlutann. Slóvenar þurftu eitthvað sérstakt frá Doncic í lokaleikhlutanum en honum gekk illa að skora í seinni hálfleiknum. Leikurinn var áfram jafn og Doncic dældi stoðsendingunum. Slóvenum tókst að minnka muninn niður í eitt stig og vinna boltann en besti varnarmaðurinn í NBA deildinni kláraði leikinn með fyrrnefndu vörðu skoti.
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira