Slóveninn Mirza hefur komið víða við á ferli sínum og hefur leikið með 13 liðum frá árinu 2007 þrátt fyrir að vera aðeins þrítugur.
Hann skilaði góðum tölum með Stjörnunni á síðustu leiktíð. Skoraði 14 stig að meðaltali í leik ásamt því að gefa fjórar stoðsendingar. Stjarnan datt út í undanúrslitum Íslandsmótsins gegn verðandi meisturum í Þór Þorlákshöfn.
Mirza á nú að hjálpa Fjölni að reyna vinna sér inn sæti í efstu deild karla.