Martin Hermansson: Manni svona dreymir um að ná verkefni þar sem að við erum allir með og það vantar engann Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. ágúst 2021 19:16 Martin Hermannsson segist hafa verið farinn að hlakka til að taka þátt í landsliðsverkefninu. Mynd/Skjáskot Íslenska landsliðið í körfubolta mætir Dönum og Svartfellingum í vikunni í undankeppni heimsmeistaramótsins. Martin Hermannsson, leikmaður Valencia, gaf ekki kost á sér þar sem að hann þarf að vera mættur til æfinga með félagsliði sínu næsta mánudag. „Þetta var verkefni sem mig hlakkaði mikið til að taka þátt í,“ sagði Martin í samtali við Stöð 2. „Ég var búinn að fá grænt ljós í byrjun sumars þannig að hugurinn var klárlega við þetta verkefni.“ „En svo bara breytast hlutir og það kom nýr þjálfari út og þeir svona pressa á mig að vera mættur á fyrstu æfinguna sem er núna á mánudaginn, einmitt þegar að leikirnir með landsliðinu ættu að vera. Það var mjög erfið ákvörðun að velja á milli, en ég held að ég sé að taka réttu ákvörðunina.“ Martin hefur ekki getað spilað landsleik í um það bil tvö ár, og hann segir það erfitt fyrir jafn litla þjóð og Ísland að fylla í skarðið þegar atvinnumenn liðsins eru að detta út úr hóp. „Þetta er rosalega erfitt, og þá sérstaklega fyrir svona fámenna þjóð. Um leið og einn atvinnumaður dettur út þá er það bara mjög mikið högg fyrir okkur.“ „Þú sérð það að ég hef ekki spilað landsleik í tvö ár sem hefur verið erfitt. Bæði fyrir mig persónulega og örugglega líka fyrir liðið. Manni svona dreymir um að ná verkefni þar sem að við erum allir með og það vantar engann. Sjá hvað við gætum gert og hvað við gætum orðið því að við eigum klárlega helling af góðum körfuboltamönnum.“ Klippa: Martin Hermannsson - Viðtal „Ég nefndi það við strákana í liðinu að maður væri svona harði víkingurinn í liðinu“ Martin er að byrja sína aðra leiktíð með Valencia í spænsku deildinni, og hann segir að liðið sé með háleit markmið. „Ég fer bara brattur út. Það er eiginlega ekkert annað í stöðunni. Það er að koma nýr þjálfari þannig að það vera einhverjar áherslubreytingar og það eru smá breytingar á mannskapnum.“ „En markmiðin eru alltaf þau sömu. Við ætlum okkur alla leið í öllum keppnum og gera það eins vel og við getum.“ Martin segir að hann hafi kunnað vel við sig á sínu fyrsta tímabili á Spáni, þrátt fyrir að tímabilið hafi verið nokkuð skrítið. „Mér leið bara æðsilega, lífið utan vallar auðvitað frábært. Það er auðvitað alltaf svona veður og frekar fyndið að vera bara á stuttermabol á jólunum. Það er eitthvað sem maður er ekki vanur.“ „En auðvitað var árið líka skrítið með enga áhorfendur. Við spiluðum hátt í 80 leiki á seinasta tímabili og oft var þetta bara eins og að mæta í æfingaleiki bara aftur og aftur.“ „En lífið var bara virkilega ljúft og það var vel séð um mig og fjölskylduna mína þarna úti.“ Meiðsli settu nokkuð strik í reikninginn hjá Martin á tímabilinu, en hann segir að hann sé í góðu formi núna. „Líkaminn bara eiginlega gaf sig efti einhverja 50-60 leiki. Þá sagði hann bara að hann þyrfti á smá pásu að halda og ég tók mér einhverjar þrjár vikur.“ „Ég var sá eini sem var búinn að spila alla leiki og var ekki búinn að missa af æfingu. Ég „jinx-aði“ það eiginlega daginn áður. Ég nefndi það við strákana í liðinu að maður væri svona harði víkingurinn í liðinu og það væru alltaf allir að meiðast nema ég en svo kom það bara.“ „Það er kannski eðlilegt í svona álagi og gott að fá smá pásu og líkaminn er í toppmálum núna.“ Að lokum fór Martin stuttlega yfir muninn á því að spila í þýsku og spænsku deildinni. „Það var svolítið stökk að fara frá Þýskalandi. Auðvitað er þýska deildin mjög sterk, en spænska deildin er bara með 18 heimsklassa lið. Þú gast ekki slakað á í einum einasta leik og það var enginn leikur gefins.“ „Maður saknar þess kannski stundum aðeins að vera í Þýskalandi og geta tekið einn til tvo leiki svona í rólegri kantinum. Þetta er klárlega „level-ið“ sem að maður vill vera á og alla dreymir um að vera á. Þetta er klárlega langsterkasta deildin í Evrópu, það er ekki spurning.“ Körfubolti Tengdar fréttir Martin um það að spila ekki með íslenska landsliðinu: Virkilega erfið ákvörðun Martin Hermannsson verður ekki með íslenska landsliðinu í forkeppni HM 2023 sem fer fram næstu daga í Svartfjallalandi. Martin tók þá erfiða ákvörðun að fara til Spánar til að taka þátt í undirbúningi Valencia liðsins fyrir komandi tímabil. 9. ágúst 2021 09:45 Martin missir af enn einu landsliðsverkefninu vegna Valencia Martin Hermannsson verður ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu í forkeppni HM 2023 en nú eru liðnir 23 mánuðir síðan að besti körfuboltamaður landsliðsins spilaði síðast með landsliðinu. 9. ágúst 2021 08:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
„Þetta var verkefni sem mig hlakkaði mikið til að taka þátt í,“ sagði Martin í samtali við Stöð 2. „Ég var búinn að fá grænt ljós í byrjun sumars þannig að hugurinn var klárlega við þetta verkefni.“ „En svo bara breytast hlutir og það kom nýr þjálfari út og þeir svona pressa á mig að vera mættur á fyrstu æfinguna sem er núna á mánudaginn, einmitt þegar að leikirnir með landsliðinu ættu að vera. Það var mjög erfið ákvörðun að velja á milli, en ég held að ég sé að taka réttu ákvörðunina.“ Martin hefur ekki getað spilað landsleik í um það bil tvö ár, og hann segir það erfitt fyrir jafn litla þjóð og Ísland að fylla í skarðið þegar atvinnumenn liðsins eru að detta út úr hóp. „Þetta er rosalega erfitt, og þá sérstaklega fyrir svona fámenna þjóð. Um leið og einn atvinnumaður dettur út þá er það bara mjög mikið högg fyrir okkur.“ „Þú sérð það að ég hef ekki spilað landsleik í tvö ár sem hefur verið erfitt. Bæði fyrir mig persónulega og örugglega líka fyrir liðið. Manni svona dreymir um að ná verkefni þar sem að við erum allir með og það vantar engann. Sjá hvað við gætum gert og hvað við gætum orðið því að við eigum klárlega helling af góðum körfuboltamönnum.“ Klippa: Martin Hermannsson - Viðtal „Ég nefndi það við strákana í liðinu að maður væri svona harði víkingurinn í liðinu“ Martin er að byrja sína aðra leiktíð með Valencia í spænsku deildinni, og hann segir að liðið sé með háleit markmið. „Ég fer bara brattur út. Það er eiginlega ekkert annað í stöðunni. Það er að koma nýr þjálfari þannig að það vera einhverjar áherslubreytingar og það eru smá breytingar á mannskapnum.“ „En markmiðin eru alltaf þau sömu. Við ætlum okkur alla leið í öllum keppnum og gera það eins vel og við getum.“ Martin segir að hann hafi kunnað vel við sig á sínu fyrsta tímabili á Spáni, þrátt fyrir að tímabilið hafi verið nokkuð skrítið. „Mér leið bara æðsilega, lífið utan vallar auðvitað frábært. Það er auðvitað alltaf svona veður og frekar fyndið að vera bara á stuttermabol á jólunum. Það er eitthvað sem maður er ekki vanur.“ „En auðvitað var árið líka skrítið með enga áhorfendur. Við spiluðum hátt í 80 leiki á seinasta tímabili og oft var þetta bara eins og að mæta í æfingaleiki bara aftur og aftur.“ „En lífið var bara virkilega ljúft og það var vel séð um mig og fjölskylduna mína þarna úti.“ Meiðsli settu nokkuð strik í reikninginn hjá Martin á tímabilinu, en hann segir að hann sé í góðu formi núna. „Líkaminn bara eiginlega gaf sig efti einhverja 50-60 leiki. Þá sagði hann bara að hann þyrfti á smá pásu að halda og ég tók mér einhverjar þrjár vikur.“ „Ég var sá eini sem var búinn að spila alla leiki og var ekki búinn að missa af æfingu. Ég „jinx-aði“ það eiginlega daginn áður. Ég nefndi það við strákana í liðinu að maður væri svona harði víkingurinn í liðinu og það væru alltaf allir að meiðast nema ég en svo kom það bara.“ „Það er kannski eðlilegt í svona álagi og gott að fá smá pásu og líkaminn er í toppmálum núna.“ Að lokum fór Martin stuttlega yfir muninn á því að spila í þýsku og spænsku deildinni. „Það var svolítið stökk að fara frá Þýskalandi. Auðvitað er þýska deildin mjög sterk, en spænska deildin er bara með 18 heimsklassa lið. Þú gast ekki slakað á í einum einasta leik og það var enginn leikur gefins.“ „Maður saknar þess kannski stundum aðeins að vera í Þýskalandi og geta tekið einn til tvo leiki svona í rólegri kantinum. Þetta er klárlega „level-ið“ sem að maður vill vera á og alla dreymir um að vera á. Þetta er klárlega langsterkasta deildin í Evrópu, það er ekki spurning.“
Körfubolti Tengdar fréttir Martin um það að spila ekki með íslenska landsliðinu: Virkilega erfið ákvörðun Martin Hermannsson verður ekki með íslenska landsliðinu í forkeppni HM 2023 sem fer fram næstu daga í Svartfjallalandi. Martin tók þá erfiða ákvörðun að fara til Spánar til að taka þátt í undirbúningi Valencia liðsins fyrir komandi tímabil. 9. ágúst 2021 09:45 Martin missir af enn einu landsliðsverkefninu vegna Valencia Martin Hermannsson verður ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu í forkeppni HM 2023 en nú eru liðnir 23 mánuðir síðan að besti körfuboltamaður landsliðsins spilaði síðast með landsliðinu. 9. ágúst 2021 08:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Martin um það að spila ekki með íslenska landsliðinu: Virkilega erfið ákvörðun Martin Hermannsson verður ekki með íslenska landsliðinu í forkeppni HM 2023 sem fer fram næstu daga í Svartfjallalandi. Martin tók þá erfiða ákvörðun að fara til Spánar til að taka þátt í undirbúningi Valencia liðsins fyrir komandi tímabil. 9. ágúst 2021 09:45
Martin missir af enn einu landsliðsverkefninu vegna Valencia Martin Hermannsson verður ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu í forkeppni HM 2023 en nú eru liðnir 23 mánuðir síðan að besti körfuboltamaður landsliðsins spilaði síðast með landsliðinu. 9. ágúst 2021 08:30
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti