Körfubolti

Fréttamynd

Njarðvíkingur í 2 ára keppnisbann

Körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Aron Ingvarsson, sem spilar í úrvalsdeildinni með Njarðvík, var í dag úrskurðaður í tveggja ára keppnisbann af dómstól Íþróttasambands Íslands. Ólafur féll á lyfjaprófi sem tekið var eftir bikarúrslitaleik Njarðvíkur og Fjölnis í febrúar sl. en í sýni Ólafs Arons greindist afmetamín.

Sport
Fréttamynd

Tvö silfur á Norðurlandamótinu

Norðurlandamóti unglingalandsliða í körfuknattleik lauk í Solna í Svíþjóð í morgun. 18 ára landslið stúlkna tapaði fyrir Svíum í úrslitaleik, 57-79. Helena Sverrisdóttir var stigahæst, skoraði 20 stig, og Ingibjörg Vilbergsdóttir 16. Íslenska liðið varð því í öðru sæti eins og 16 ára landslið pilta sem beið lægri hlut fyrir Svíum, 60-64.

Sport
Fréttamynd

Stúlkurnar leika til úrslita

Stúlknalandsliðið í körfuknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, vann öruggan sigur á Norðmönnum á Norðurlandamótinu í morgun. Íslensku stúlkurnar unnu með 80 stigum gegn 57. Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig og Pálína Gunnlaugsdóttir 14. Stúlkurnar leika til úrslita í fyrramálið við Svía.

Sport
Fréttamynd

Unglingalandsliðinu gengur vel

Unglingalandsliðið í körfuknattleik pilta, 15 ára og yngri, hefur unnið báða leiki sína á Norðurlandamótinu. Íslendingar unnu Dani með 68 stigum gegn 66 í morgun en í gær unnu þeir Svía með fjögurra stiga mun.

Sport
Fréttamynd

Misjafnt gengi á Norðurlandamóti

Átján ára landslið karla í körfuknattleik sigraði Svía 79-77 á Norðurlandamótinu sem hófst í Svíþjóð í gær. Það gekk ekki eins vel hjá kvennaliðunum gegn Svíum, en eldra liðið tapaði 60-53 og yngra liðið steinlá 77-38.

Sport
Fréttamynd

Pippen veitir skrifleg verðlaun

 Scottie Pippen, fyrrum leikmaður í NBA-körfuboltanum, valdi á dögunum þá leikmenn sem hann taldi eiga rétt á þeim verðlaunum sem veitt eru á ári hverju NBA-deildinni.

Sport
Fréttamynd

Fækkun erlendra leikmanna

Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands fór fram á Ísafirði um helgina þar sem ýmsar breytingar litu dagsins ljós.

Sport
Fréttamynd

Þjálfar Jackson LeBron James?

Forráðamenn Cleveland Cavaliers í NBA-körfuboltanum staðfestu um helgina að þeir hefðu sett sig í samband við Phil Jackson, einn sigursælasta þjálfara í sögu NBA.

Sport
Fréttamynd

Ég stefndi alltaf að þessu

Jón Arnór Stefánsson er enn í skýjunum eftir að hafa orðið Evrópumeistari með liði sínu Dynamo St. Petersburg á fimmtudaginn. Hann segir að með sigrinum hafi langþráð markmið nást.

Sport
Fréttamynd

18 ára landsliðið vann A-liðið

Fjögur íslensk unglingalandslið eru á leið á Norðurlandamót unglinga í körfubolta í næstu viku og hafa liðin fjögur verið að leggja lokahönd á undirbúning sinn. Meðal þessa hafa verið æfingaleikir og 18 ára landslið kvenna gerði sér þannig lítið fyrir og vann A-landsliðið í æfingaleik í Keflavík í gær, 68-65.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór Evrópumeistari

Jón Arnór Stefánsson varð í gær fyrstur íslenskra körfuknattleiksmanna til að verða evrópumeistari þegar hann ásamt félögum sínum í rússneska liðinu Dynamo St. Petersburg unnu úkraínska liðið BC Kyiv í úrsltaleik Evrópudeildar FIBA, 85-74.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór Evrópumeistari

Jón Arnór Stefánsson varð nú rétt í þessu Evrópumeistari í körfuknattleik með liði sínu Dynamo St. Petersburg, þegar þeir lögðu BC Kiev í úrslitaleik í Istanbul.

Sport
Fréttamynd

Dynamo í úrslit FIBA Europe

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Dynamo St. Petersburg báru sigurorð af BC Khimki í undanúrslitum FIBA Europe keppninnar í Istanbúl í Tyrklandi í dag.

Sport
Fréttamynd

Desnica þjálfar KR-stúlkur

Bojan Desnica frá Serbíu og Svartfjallalandi hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KR í körfuknattleik, en Desnica sem í vetur var aðstoðarþjálfari hjá karlaliði félagsins hefur undanfarin ár þjálfað yngri flokka KR.

Sport
Fréttamynd

Friðrik Ingi til Grindavíkur

Friðrik Ingi Rúnarsson, sem tók sér eins árs hlé frá þjálfun á síðasta tímabili, mun stýra Grindavíkingum næstu þrjú árin.

Sport
Fréttamynd

Mestu kvalir sem ég hef liðið

Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson er nú loksins búinn að ná sér eftir þrálát meiðsli í öxl og horfir hann björtum augum á framtíðina. Í samtali við Fréttablaðið fer Logi yfir síðasta eina og hálfa árið hjá sér í Þýskalandi, þar sem hann spilar með úrvalsdeildarliðinu Giessen 46ers.

Sport
Fréttamynd

Paxson rekinn frá Cavaliers

Dan Gilbert, einn af aðaleigendum Cleveland Cavaliers í NBA-körfuboltanum tilkynnti í gær að Jim Paxson hefði verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri liðsins.

Sport
Fréttamynd

Ekki fíkniefnaneytandi

Ólafur Aron Ingvason, leikmaður Njarðvíkinga, gæti átt yfir höfði sér keppnisbann vegna neyslu á amfetamíni en samkvæmt fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld reyndust bæði A og B sýni jákvæð sem tekin voru eftir bikarúrslitaleik Njarðvíkur og Fjölnis sem fram fór 13. febrúar síðastliðinn.

Sport
Fréttamynd

Leikmaður Njarðvíkur tók amfetamín

Körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Aron Ingvarsson, sem spilar í úrvalsdeildinni með Njarðvík í körfubolta, féll á lyfjaprófi sem tekið var eftir bikarúrslitaleik Njarðvíkur og Fjölnis í febrúar sl. Í sýni Ólafs Arons sem lyfjaeftirlit ÍSÍ tók eftir bikarúrslitaleikinn, greindist afmetamín samkvæmt heimildum íþróttadeildar Sýnar.

Sport
Fréttamynd

Rúnar á leið til Þórs

Handboltakappinn Rúnar Sigtryggson er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins búinn að ná samkomulagi við Þór á Akureyri um að þjálfa liðið á næstu leiktíð og bendir allt til þess að samningur þess efnis verði undirritaður fyrir helgi.

Sport
Fréttamynd

Lokahóf KKÍ í Stapanum í kvöld

Í kvöld fer fram lokahóf körfuknattleikssambands Íslands í Stapanum í Njarðvík og þar verður valið atkvæðamesta körfuboltafólk landsins í vetur. Það verður laust fyrir miðnætti sem í ljós kemur hvaða leikmenn hafa verið valdir leikmenn ársins í Intersport-deildinni og 1. deild kvenna og Vísir.is mun greina frá útkomunni úr kjörinu strax eftir að útkoman úr kjörinu liggur fyrir.

Sport
Fréttamynd

Deron Williams í háskólavalið

Deron Williams, leikstjórnandi Illinois Illini í bandaríska háskólakörfuboltanum, tilkynnti í gær að hann yrði í háskólavalinu sem fram fer 28. júní næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Cleveland heldur enn í vonina

Cleveland Cavaliers halda enn í vonina um að komast í úrslitakeppni NBA-körfuboltans eftir fjórtán stiga sigur á Boston Celtics, 100-86, í nótt. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland en Boston hvíldi marga af lykilmönnum sínum.

Sport
Fréttamynd

Haukar sigursælir

Það er óhætt að fullyrða að Haukar séu að vinna fyrirmyndarstarf í kvennakörfuboltanum enda streyma meistaratitlarnir til Hafnarfjarðar og menn þar á bæ eru að leggja grunninn að sigursælu meistaraflokksliði næstu árin.

Sport
Fréttamynd

Sigurður og Helena best í körfunni

Sigurður Þorvaldsson úr Snæfelli og Helena Sverrisdóttir úr Haukum voru valin leikmenn ársins á Lokahófi KKÍ sem fór fram með glæsibrag í Stapanum í Njarðvík í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Fannar öflugur

Íslenski landsliðsmiðherjinn Fannar Ólafsson skoraði 15 stig og tók 12 fráköst á 21 mínútu í 94-87 sigri Ulm á Crailsheim Merlins í þýsku 2. deildinni í körfubolta um helgina. Ulm hefur nú unnið fjóra leiki í röð.

Sport