Fótbolti

Fréttamynd

Pochettino vill að eig­endur Chelsea opni veskið í janúar

Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá Chelsea á yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir eða fúlgum fjár í alls 14 leikmenn síðasta sumar þá virðist leikmannahópur liðsins einkar illa samansettur og vill Mauricio Pochettino, þjálfari liðsins, að eigendur félagsins opni veskið í janúar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kata­lónía er hvít og rauð

Girona gerði sér lítið fyrir og lagði Barcelona á útivelli í toppslag La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, í dag. Lokatölur 4-2 gestunum í vil.

Fótbolti
Fréttamynd

Róm­verjar sáu rautt í jafn­tefli gegn Fiorentina

Roma fékk Fiorentina í heimsókn í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Bæði lið eru í harðri baráttu um Evrópusæti og lauk leiknum með 1-1 jafntefli þar sem Roma nældi sér í tvö rauð spjöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Hákon Rafn orðaður við annað lið í Belgíu

Það stefnir allt í að landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson yfirgefi herbúðir sænska knattspyrnufélagsins Elfsborg á næstunni en hann er ítrekað orðaður við félög í Belgíu sem og víðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham aftur á sigurbraut eftir stór­sigur

Tottenham Hotspur hafði leikið fimm leiki án sigurs þegar Newcastle United heimsótti þá í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það var hins vegar ekki að sjá á frammistöðum beggja liða í dag en Tottenham vann gríðarlega sannfærandi 4-1 sigur þar sem mark gestanna kom undir lok leiks.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Þetta var virki­lega góð próf­raun“

„Virkilega góð frammistaða eftir það sem gerðist í síðasta leik,“ sagði Pep Guardiola eftir að lærisveinar hans í Manchester City unnu 2-1 endurkomusigur á nýliðum Luton Town í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Inter á toppinn á Ítalíu

Inter er komið á topp Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, eftir öruggan 4-0 sigur á Udinese. Atalanta vann dramatískan sigur á AC Milan. Í Þýskalandi vann RB Leipzing útisigur á Borussia Dortmund.

Fótbolti
Fréttamynd

Botn­lið Sheffi­eld með ó­væntan sigur

Botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, Sheffield United, vann óvæntan 1-0 sigur á Brentford í dag. Burnley gerði 1-1 jafntefli við Brighton & Hove Albion á útivelli og sömu sögu er að segja af Úlfunum og Nottingham Forest.

Enski boltinn
Fréttamynd

Litla liðið með Man City tenginguna berst við topp­liðin á Spáni

Þegar toppbaráttan í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, er skoðuð þá er eitt lið sem sker sig örlítið úr. Við erum með Real og Atlético frá Madríd ásamt Barcelona og Girona frá Katalóníu. Það er síðastnefnda liðið sem sker sig allverulega frá hinum enda langt frá því að vera eitthvað stórlið.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus á toppinn

Juventus er komið á kunnuglegar slóðir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir 1-0 sigur á ríkjandi meisturum Napoli er Juventus nefnilega komið á topp deildarinnar.

Fótbolti