Chris Wilder tók við stjórn Sheffield á dögunum og eftir tap gegn Liverpool þá stýrði hann liðinu frá Stálborginni til sigurs í dag. Eina mark leiks Sheffield og Brentford skoraði lánsmaðurinn James McAtee eftir undirbúning Gustavo Hamer undir lok fyrri hálfleiks.
Lokatölur 1-0 og Sheffield áfram á botni deildarinnar en nú með 8 stig líkt og Burnley. Brentford er í 11. sæti með 19 stig.
COME ON YOU BLADES! pic.twitter.com/KMuCM4zb4s
— Sheffield United (@SheffieldUnited) December 9, 2023
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem náði óvænt í stig gegn Brighton. Ungstirnið Wilson Odobert kom Burnley yfir í fyrri hálfleik en Simon Adingra jafnaði metin fyrir heimamenn í þeim síðari. Jóhann Berg spilaði 58 mínútur.
Just before half time, and Burnley have the first goal!
— Premier League (@premierleague) December 9, 2023
Wilson Odobert's shot from the edge of the box heads into the top corner, but not without taking a deflection on its way goalwards#BHABUR pic.twitter.com/GFB4TAbSuv
Að lokum gerðu Úlfarnir og Forest 1-1 jafntefli. Harry Toffolo kom gestunum yfir en Matheus Cunha jafnaði fyrir Úlfana.