Fótbolti

Fréttamynd

Bryn­dís Arna lagði upp sigur­markið

Bryndís Arna Níelsdóttir lagði upp eina markið í 1-0 sigri Vaxjö á Norrköping í sænsku úrvalsdeild kvenna. Markið skoraði Sophia Redenstrand í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Fótbolti
Fréttamynd

Brent­ford byrjar tíma­bilið á sigri

Brentford byrjar tímabilið 2024-25 í ensku úrvalsdeildinni á 2-1 sigri á Crystal Palace. Hákon Rafn Valdimarsson var á varamannabekk sigurliðsins. Athygli vakti að Ivan Toney var ekki með Brentford í dag vegna óvissu um framtíð hans. Í fjarveru hans stigu aðrir leikmenn upp.

Enski boltinn
Fréttamynd

Emilía hættir ekki að skora

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Nordsjælland á HB Köge í dönsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Emelía Óskarsdóttir var ekki í leikmannahóp HK Köge.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrír leik­menn Marseil­le með vafa­sama for­tíð

Marseille vann 5-1 stórsigur á Brest í frönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær. Í byrjunarliði liðsins mátti finna tvo leikmenn sem hafa verði sakaðir um kynferðisofbeldi, annar gegn börnum, og svo leikmann sem var valdur að banaslysi.

Fótbolti
Fréttamynd

Brady á­nægður með ráð­herra­soninn

Leikstjórnandinn fyrrverandi Tom Brady, einn af eigendum Íslendingaliðsins Birmingham City, deildi færslu félagsins eftir sigurleik gegn Wycome Wanderers og taggaði Willum Þór Willumsson, hetju liðsins í leiknum, á Instagram.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Engar á­hyggjur, við hittumst aftur“

Manchester United lagði Fulham í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöld þökk sé sigurmarki Joshua Zirkzee. Bardagi þeirra Lisandro Martínez og Adama Traoré innan vallar sem utan hefur hins vegar vakið hvað mesta athygli eftir að leiknum lauk.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ó­trú­leg endur­koma Milan

AC Milan kom til baka og bjargaði stigi í fyrstu umferð Serie A, ítölsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Allir fjórir leikir tímabilsins þessa hafa endað með jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Slot sam­mála Klopp varðandi há­degis­leiki

„Við sýndum fram á að við hötum þegar leikir byrja 12.30,“ sagði Arne Slot, þjálfari Liverpool eftir sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu en Liverpool byrjaði tímabilið á 2-0 sigri á nýliðum Ipswich Town.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Hann var ekki fal­legur drengurinn“

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir meiðslin sem Aron Elís Þrándarson varð fyrir í 2-1 sigri liðsins á Flora Tallinn í Sambandsdeild Evrópu í gær ekki vera alvarleg. Þó vissulega líti þau ekki vel út.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Cloé Eyja yfir­gefur Arsenal

Cloé Eyja Lacasse, kanadíska landsliðskonan sem er með íslenskan ríkisborgararétt, er farinn frá enska knattspyrnufélaginu Arsenal til Utah Royals í Bandaríkjunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Shaw meiddur enn á ný

Vinstri bakvörðurinn Luke Shaw mun missa af upphafi ensku úrvalsdeildarinnar þar sem hann er meiddur á kálfa. Hann spilaði aðeins 15 leiki fyrir Manchester United á síðustu leiktíð en tókst samt sem áður að taka þátt á EM í sumar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fyrr­verandi þjálfari Gróttu eftir­sóttur

Chris Brazell var á dögunum sagt upp sem þjálfara Gróttu í Lengjudeild karla í fótbolta en félagið er í harði fallbaráttu. Hann staðfesti í stuttu spjalli við Vísi að nokkur lið í Bestu deild karla, sem og eitt í Bestu kvenna, hefði sett sig í samband en hann reiknar þó ekki með að fara neitt í dag, á Gluggadeginum sjálfum.

Íslenski boltinn