Til í keppni ef hlaupið er löglegt og milljónir dollara fást fyrir Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2024 08:18 Tyreek Hill er leikmaður Miami Dolphins og Noah Lyles er hraðasti hundrað metra hlaupari heims. getty / fotojet Noah Lyles er til í að keppa við Tyreek Hill í hundrað metra spretthlaupi, en bara ef hlaupið fer löglega fram á hlaupabraut og hann fær margar milljónir dollara fyrir. „Ef einhver er til í að kosta þennan viðburð og við keppum upp á margar milljónir dollara, og þetta er á braut, og við hlaupum hundrað metra, þá er ég til. Þetta þarf að vera gert almennilega, gilt og gott hlaup. Þú [Tyreek Hill] ert að keppa á móti manni sem hefur lagt hart að sér til að öðlast titilinn hraðasti maður heims, þú hefur getið þér orð sem flottur fótboltaleikmaður, en þú færð ekki að taka þetta stökk bara því þú ert frábær í fótbolta,“ sagði Lyles og átti við að slíkur væri heiðurinn fyrir Hill að fá spretthlaupakeppni gegn honum. Tyreek Hill says he can beat Noah Lyles in a race pic.twitter.com/zjRMbplZmP— JM Football (@JomboyMediaFB) August 12, 2024 Hill og Lyles hafa átt í opinberum samskiptum gegnum internetið síðan Lyles vann gull í hundrað metra hlaupi á Ólympíuleikunum í byrjun mánaðar. Hill hefur skorað á Lyles að keppa við sig í spretthlaupi en nú nýlegast vildi hann að það yrði fimmtíu stiku hlaup. Hill býr yfir ógnarhraða, sem varnarmenn NFL deildarinnar hafa fengið að kynnast. Hann hefur einnig keppt í spretthlaupi og vann 60 metra hlaup í Bandaríkjunum í aldursflokki 25-29 ára, á tímanum 6,70 sekúndur sem gerði hann að 213. hraðasta manni heims árið 2023. Sign the contract and lock in that 50 yard race …. https://t.co/b2I0QXojvU— Ty Hill (@cheetah) August 18, 2024 Hann hefur hins vegar hraðast hlaupið hundrað metra á 10,19 sekúndum. Lyles vann gullið á ÓL með hundrað metra hlaupi á 9,79 sekúndum. Það verður því að þykjast ansi ólíklegt að Hill eigi séns í Lyles á hundrað metra braut, en mögulega ef hún yrði styttri líkt og hann lagði til. Lyles virðist þó ekki vilja keppa á styttri braut. Hvort eitthvað verði af stóru orðunum á því eftir að koma í ljós. NFL Hlaup Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira
„Ef einhver er til í að kosta þennan viðburð og við keppum upp á margar milljónir dollara, og þetta er á braut, og við hlaupum hundrað metra, þá er ég til. Þetta þarf að vera gert almennilega, gilt og gott hlaup. Þú [Tyreek Hill] ert að keppa á móti manni sem hefur lagt hart að sér til að öðlast titilinn hraðasti maður heims, þú hefur getið þér orð sem flottur fótboltaleikmaður, en þú færð ekki að taka þetta stökk bara því þú ert frábær í fótbolta,“ sagði Lyles og átti við að slíkur væri heiðurinn fyrir Hill að fá spretthlaupakeppni gegn honum. Tyreek Hill says he can beat Noah Lyles in a race pic.twitter.com/zjRMbplZmP— JM Football (@JomboyMediaFB) August 12, 2024 Hill og Lyles hafa átt í opinberum samskiptum gegnum internetið síðan Lyles vann gull í hundrað metra hlaupi á Ólympíuleikunum í byrjun mánaðar. Hill hefur skorað á Lyles að keppa við sig í spretthlaupi en nú nýlegast vildi hann að það yrði fimmtíu stiku hlaup. Hill býr yfir ógnarhraða, sem varnarmenn NFL deildarinnar hafa fengið að kynnast. Hann hefur einnig keppt í spretthlaupi og vann 60 metra hlaup í Bandaríkjunum í aldursflokki 25-29 ára, á tímanum 6,70 sekúndur sem gerði hann að 213. hraðasta manni heims árið 2023. Sign the contract and lock in that 50 yard race …. https://t.co/b2I0QXojvU— Ty Hill (@cheetah) August 18, 2024 Hann hefur hins vegar hraðast hlaupið hundrað metra á 10,19 sekúndum. Lyles vann gullið á ÓL með hundrað metra hlaupi á 9,79 sekúndum. Það verður því að þykjast ansi ólíklegt að Hill eigi séns í Lyles á hundrað metra braut, en mögulega ef hún yrði styttri líkt og hann lagði til. Lyles virðist þó ekki vilja keppa á styttri braut. Hvort eitthvað verði af stóru orðunum á því eftir að koma í ljós.
NFL Hlaup Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira