Boðið var upp á fjóra mismunandi kokteila frá staðnum sem hafa unnið sér sess fyrir sína einstaka fegurð og bragð. Barþjónarnir og drykkirnir heilluðu viðstadda upp úr skónum. Veitingastaðurinn Sexy Fish er þekktur fyrir framúrskarandi asískan mat, skapandi kokteila og einstaka hönnun.
Dj. Dóra Júlía hélt uppi stuðinu fram eftir kvöldi eins og henni einni er lagið.
Hér að neðan má sjá myndir frá kvöldinu:

















