Brady ánægður með ráðherrasoninn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 09:00 Willum Þór fagnar sínu fyrstu deildarmarki fyrir Birmingham City. Birmingham City Leikstjórnandinn fyrrverandi Tom Brady, einn af eigendum Íslendingaliðsins Birmingham City, deildi færslu félagsins eftir sigurleik gegn Wycome Wanderers og taggaði Willum Þór Willumsson, hetju liðsins í leiknum, á Instagram. Mikið var rætt og ritað um kaup Brady og félaga á Birmingham á síðustu leiktíð. Þeir vona eflaust að fall sé fararheill en liðið féll úr ensku B-deildinni og leikur því í C-deildinni í ár. Það virðist hafa verið lán í óláni fyrir íslenska knattspyrnumenn því Willum Þór Willumsson var keyptur til félagsins á metfé fyrr í sumar og Alfons Sampsted, fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Breiðabliki, gekk til liðs við félagið á dögunum. Hvað hinn 47 ára gamla Brady varðar þá er hann einn sigursælasti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar. Hann á sjö meistaratitla að baki og þá var hann fimm sinnum valinn verðmætasti leikmaðurinn í Ofurskálinni en það er úrslitaleikur deildarinnar. Í gær, laugardag, vann Birmingham torsóttan 3-2 útisigur á Wycombe þökk sé marki varamannsins Willums Þórs. Því miður þurfti þessi 25 ára gamli landsliðsmaður að yfirgefa völlinn í uppbótartíma vegna meiðsla. 🇮🇸 Cold as ice! 🥶#EFL | @BCFC pic.twitter.com/zCRQWiWd11— Sky Bet League One (@SkyBetLeagueOne) August 17, 2024 Það breytir því ekki að Brady var sáttur með sigurinn og deildi færslu félagsins þar sem sigrinum var fagnað, með mynd af Willum Þór að fagna á Instagram-síðu sinni þar sem hann er með 15 milljónir fylgjenda. Færslan sem Tom Brady deildi.@tombrady Willum Þór Þórsson, faðir leikmannsins, er heilbrigðisráðherra Íslands. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Mikið var rætt og ritað um kaup Brady og félaga á Birmingham á síðustu leiktíð. Þeir vona eflaust að fall sé fararheill en liðið féll úr ensku B-deildinni og leikur því í C-deildinni í ár. Það virðist hafa verið lán í óláni fyrir íslenska knattspyrnumenn því Willum Þór Willumsson var keyptur til félagsins á metfé fyrr í sumar og Alfons Sampsted, fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Breiðabliki, gekk til liðs við félagið á dögunum. Hvað hinn 47 ára gamla Brady varðar þá er hann einn sigursælasti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar. Hann á sjö meistaratitla að baki og þá var hann fimm sinnum valinn verðmætasti leikmaðurinn í Ofurskálinni en það er úrslitaleikur deildarinnar. Í gær, laugardag, vann Birmingham torsóttan 3-2 útisigur á Wycombe þökk sé marki varamannsins Willums Þórs. Því miður þurfti þessi 25 ára gamli landsliðsmaður að yfirgefa völlinn í uppbótartíma vegna meiðsla. 🇮🇸 Cold as ice! 🥶#EFL | @BCFC pic.twitter.com/zCRQWiWd11— Sky Bet League One (@SkyBetLeagueOne) August 17, 2024 Það breytir því ekki að Brady var sáttur með sigurinn og deildi færslu félagsins þar sem sigrinum var fagnað, með mynd af Willum Þór að fagna á Instagram-síðu sinni þar sem hann er með 15 milljónir fylgjenda. Færslan sem Tom Brady deildi.@tombrady Willum Þór Þórsson, faðir leikmannsins, er heilbrigðisráðherra Íslands.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira