Fótbolti

Fréttamynd

Toppsætið úr greipum beggja liða

Slóvenía tók á móti Danmörku í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins voru fjögur lið jöfn í H-riðli með 6 stig og tvö þeirra mættust í kvöld. Hvorugu liðinu tókst þó að skjótast á toppinn en liðin skildu jöfn, 1-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Átti hina full­komnu spyrnu í hálf­leik

Stórskemmtilegt atvik átti sér stað í hálfleik á leik San José Earthquakes og Portland Timbers í MLS-deildinni í knattspyrnu. Leikurinn sjálfur endaði með markalausu jafntefli en atvikið sem um er ræðir fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla.

Fótbolti
Fréttamynd

U21 landslið Íslands lagði Ungverjaland 1-0

U21 landslið Íslands og Ungverjalands mættust í æfingaleik í dag á Bozsik Aréna í Ungverjalandi, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í uppbótartíma. Danijel Djuric, leikmaður Víkings, skoraði eina mark leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Bak­vörður Man United til Barcelona

Ona Batlle, hægri bakvörður Manchester United, hefur samið við Spánar- og Evrópumeistara Barcelona til ársins 2026. Samningur hennar við Man United rennur út í lok júnímánaðar og því fer hún frítt til Katalóníu.

Fótbolti
Fréttamynd

Unai Simon hetja Spánverja þegar liðið vann Þjóðadeildina

Spánn bar sigurorð af Króatíu þegar liðin mættust í úrslitum Þjóðadeildar UEFA í fótbolta karla á De Kuip í Rotterdam í Hollandi í kvöld. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og þar af leiðandi réðust úrslitin í vítaspyurnukeppni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ingibjörg Sigurðardóttir aftur á skotskónum með Vålerenga

Varnarjaxlinn Ingibjörg Sigurðardóttir var aftur á skotskónum í dag með Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni, en þetta var þriðja mark Ingibjargar á tímabilinu. Vålerenga unnu öruggan 4-1 sigur á botnliði Arna-Bjørnar og sitja taplausar í toppsætinu eftir 16 leiki.

Fótbolti
Fréttamynd

Portúgal heldur áfram að leika á als oddi

Portúgal fer afar vel af stað í J-riðli undankeppninnar fyrir EM 2024 í knattspyrnu karla. Portúgal vann sannfærandi 3-0 sigur á móti Bosníu Hersegóveníu í þriðju umferð undankeppninnar á Estadio da Luz í Lissabon í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Noregur fer afleitlega af stað í undankeppninni

Skotland er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í A-riðli undankeppninnar fyrir EM 2024 í fótbolta karla en skoska liðið lagði Noreg, sem fer illa af stað í undankeppninni, að velli með tveömur mörkum gegn einu á Ullevaal í Osló í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham skiptir yfir í Brentford frá Inter Miami

Romeo Beckham skrifaði í dag undir samning við B-lið Brentford en hann hafði verið hjá liðinu á láni frá Inter Miami síðan í janúar. Samingurinn er til eins árs með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.

Fótbolti