Ólafur Kristjánsson fékk stjörnu Slóvaka til liðs við sig 2015 Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 11:37 Stanislav Lobotka lék undir stjórn Ólafs Kristjánssonar í Nordsjælland Vísir/Getty Ein stærsta stjarna Slóvaka er miðjumaðurinn Stanislav Lobotka sem varð ítalskur meistari með Napoli á dögunum. Ólafur Kristjánsson þekkir vel til Lobotka en hann fékk leikmanninn til Nordsjælland 2015, þá 21 árs gamlan. Ólafur ber Lobotka vel söguna. Hann sé afskaplega mikill fagmaður og hafi þróast mikið sem leikmaður undanfarin ár. Lobotka hefur leikið 45 landsleiki fyrir Slóvakíu og lék alla leiki í öllum keppnum fyrir Napólí á nýliðnu keppnistímabili. „Fyrst og fremst frábær drengur. Mjög hógvær og lítillátur. Duglegur. Æfir vel, gerir það sem honum er sagt að gera, eða beðinn um að gera. Sem leikmaður hefur hann þroskast mikið síðan 2015-16 þegar hann var hjá mér í Nordsjælland. Kemur til okkar frá Trenčín í Slóvakíu ungur, fær knattspyrnumaður.“ „Við vorum að binda vonir við að hann væri millisvæðisspilari framarlega á miðju en hefur þróast í að vera sexa, aftarlega á miðjunni. Í gegnum Celta Vigo og svo Napoli orðinn bara virkilega góður leikmaður.“ En hvernig á Ísland að fara að því að stoppa Lobotka? „Hann er fyrst og fremst öryggisventill aftarlega á miðjunni. Hann les leikinn vel, góður að loka svæðum og getur „coverað“ mikið pláss á miðjunni. Auðvitað þarf að fara í gegnum hann. Þetta slóvakíska lið er gott, margir góðir leikmenn. Varðandi sóknarleikinn þá setur hann leikinn svolítið af stað, tengir á milli. Fer ekki mikið fyrir honum en hann gerir þessa einföldu hluti.“ Ólafur er þokkalega bjartsýnn fyrir leikinn og spáir Íslandi sigri í hörkuleik. „Ég vona að sjálfsögðu að við vinnum leikinn. Ég held að þetta verði barningur. Eigum við ekki að segja að hjartað segi 2-1 fyrir okkar menn.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Ólafur ber Lobotka vel söguna. Hann sé afskaplega mikill fagmaður og hafi þróast mikið sem leikmaður undanfarin ár. Lobotka hefur leikið 45 landsleiki fyrir Slóvakíu og lék alla leiki í öllum keppnum fyrir Napólí á nýliðnu keppnistímabili. „Fyrst og fremst frábær drengur. Mjög hógvær og lítillátur. Duglegur. Æfir vel, gerir það sem honum er sagt að gera, eða beðinn um að gera. Sem leikmaður hefur hann þroskast mikið síðan 2015-16 þegar hann var hjá mér í Nordsjælland. Kemur til okkar frá Trenčín í Slóvakíu ungur, fær knattspyrnumaður.“ „Við vorum að binda vonir við að hann væri millisvæðisspilari framarlega á miðju en hefur þróast í að vera sexa, aftarlega á miðjunni. Í gegnum Celta Vigo og svo Napoli orðinn bara virkilega góður leikmaður.“ En hvernig á Ísland að fara að því að stoppa Lobotka? „Hann er fyrst og fremst öryggisventill aftarlega á miðjunni. Hann les leikinn vel, góður að loka svæðum og getur „coverað“ mikið pláss á miðjunni. Auðvitað þarf að fara í gegnum hann. Þetta slóvakíska lið er gott, margir góðir leikmenn. Varðandi sóknarleikinn þá setur hann leikinn svolítið af stað, tengir á milli. Fer ekki mikið fyrir honum en hann gerir þessa einföldu hluti.“ Ólafur er þokkalega bjartsýnn fyrir leikinn og spáir Íslandi sigri í hörkuleik. „Ég vona að sjálfsögðu að við vinnum leikinn. Ég held að þetta verði barningur. Eigum við ekki að segja að hjartað segi 2-1 fyrir okkar menn.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira