Víkingur Reykjavík

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Stjarnan 3-2 | Víkingssigur þrátt fyrir tvist frá Oliver
Víkingur vann 3-2 sigur á Stjörnunni á heimavelli í kvöld og eltir Val eins og skugginn í toppbaráttu Pepsi Max-deildar karla.

Sagan endurtekur sig - Víkingar vilja sæti Kríu í Olís-deildinni
Víkingar frá Reykjavík vilja taka sæti Kríu í Olís-deild karla í handbolta á komandi leiktíð. Kría hafði tryggt sér sæti í deildinni en mun ekki senda lið til leiks. Síðast þegar Víkingur komst í efstu deild fékk það sæti undir svipuðum kringumstæðum.

Sjáðu mörk Sævars Atla og Hjalta ásamt endurkomu Víkinga í Keflavík
Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Leiknir Reykjavík vann 2-0 sigur á Stjörnunni og Víkingur kom til baka gegn Keflavík og vann 2-1 seiglusigur.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 1-2 | Víkingar stigi frá toppnum eftir endurkomusigur
Víkingur vann 2-1 endurkomusigur á Keflavík á heimavelli þeirra síðarnefndu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingar eru eftir sigurinn aðeins stigi frá toppliði Vals.

Arnar: Til þess eru þessir helvítis varamenn
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings var sáttur með stigin þrjú sem lið hans fékk á móti Keflavík fyrr í kvöld.

Þórður í klandri í Kórnum: „Ætlar að gera einhverjar krúsídúllur“
Þórður Ingason, markvörður Víkinga, kom sér í klípu er hann var að dútla með knöttinn í leik Víkings og HK í Pepsi Max deild karla. Var það til umræðu í Stúkunni að leik loknum.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum
HK-ingar fengu Víking Reykjavík í heimsókn í Kórinn í kvöld þegar liðin spiluðu bæði sinn tólfta leik í Pepsi-Max deild karla. Bæði lið þurftu á þrem stigum að halda, en markalaust jafntefli þýðir að liðin skipta stigunum bróðurlega á milli sín.

Arnar Gunnlaugsson: Fórum of mikið að spila þeirra leik
Víkingur Reykjavík gerði 0-0 jafntefli við HK í Kórnum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ósáttur í leikslok með að ná ekki að vinna en vildi þó virða stigið.

KR með fjögurra stiga forskot á toppnum
Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag. KR vann 2-0 sigur gegn grönnum sínum í Gróttu og eru nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Grindavík og Víkingur skiptu stigunum á milli sín, sem og ÍA og Haukar.

Kwame Quee með malaríu
Kwame Quee, leikmaður Víkings í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, hefur greinst með malaríu. Hann mun því að öllum líkindum missa af næstu leikjum Víkinga.

Það er enginn í betri stöðu heldur en dómarinn
Víkingur fékk umdeilda vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins gegn ÍA í leik liðanna í Pepsi Max deildinni. Vítaspyrnudómurinn var til umræðu í Stúkunni að leik loknum.

Ísak Bergmann úthúðaði dómaranum eftir leik Víkings og ÍA: Trúðalestin enn og aftur
Hörð viðbrögð eins efnilegasta knattspyrnumanns landsins á samfélagsmiðlum eru dæmi um það hversu ósáttir Skagamenn voru með vítaspyrnuna sem Víkingar fengu í uppbótartíma í gær.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 1-0 | Vítaspyrna í lokin tryggði Víkingum dramatískan sigur
Víkingur vann 1-0 sigur á ÍA í Víkinni í Fossvogi í kvöld. Víkingar jafna Breiðablik að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með sigrinum en vítaspyrnumark Nikolaj Hansen undir lok uppbótartíma tryggði þeim sigurinn.

Tveir Víkingar í sóttkví
Tveir leikmenn Pepsi Max-deildarliðs Víkings eru komnir í sóttkví eftir að hafa umgengist leikmann Fylkis sem er með kórónuveiruna.

Sjáðu mörkin úr endurkomum Keflavíkur og Stjörnunnar sem og mörkin sem sökktu Víkingum í Breiðholti
Alls voru 10 mörk skoruð í leikjunum þremur sem fram fóru í Pepsi Max deild karla í gærkvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - Víkingur 2-1 | Leiknismenn fyrstir til að leggja Víkinga að velli
Leiknir vann torsóttan en afar góðan sigur á Víkingum, 2-1, í tíundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta.

Spenntur fyrir leiknum gegn KR og reiknar með að bæði lið styrki sig í glugganum
Arnar Gunnlaugsson var mjög ánægður með að fá KR í heimsókn í Fossvoginn í stórleik 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá taldi Arnar næsta ljóst að bæði lið myndu styrkja sig fyrir leikinn sem fram fer 11. eða 12. ágúst næstkomandi.

Bikarmeistarar Víkings mæta KR í 16-liða úrslitum á meðan Völsungur mætir á Hlíðarenda
Dregið var í 16-liða úrslitin í Laugardalnum í dag en leikirnir fara fram 11. og 12. ágúst. Bikarmeistararnir fá KR í heimsókn, Valur fær Völsung í heimsókn og HK fær 3. deildarlið KFS í heimsókn.

Bikarmeistararnir ekki í vandræðum
Víkingur fór örugglega áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 3-0 sigur á Sindra sem leikur í 3. deild.

Tókust hart á og rifust en þetta var í góðu lagi
Þrautreyndir atvinnumenn áttust við í Víkinni í gærkvöld þegar Kjartan Henry Finnbogason mætti þeim Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen í 1-1 jafntefli KR og Víkings í Pepsi Max-deildinni í fótbolta.

Sjáðu Flóka bjarga KR frá tapi og Hansen styrkja stöðu sína á toppnum
Kristján Flóki Finnbogason bjargaði KR um stig með marki í uppbótartíma gegn Víkingi í gær, í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Mörkin úr leiknum má nú sjá hér á Vísi.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - KR 1-1 | Draumamark Flóka tryggði KR stig
Víkingar fengu KR-inga í heimsókn í níundu umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Það ríkti jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar og voru bæði lið að þreifa fyrir sér.

Lof og last 8. umferðar: Allt er fertugum fært, Nikolaj Hansen, andlausir FH-ingar og veðrið upp á Skaga
Áttundu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Þó enn eigi eftir 7. umferð mótsins þá var sú áttunda kláruð í gær. Hún hófst þann 12. júní og lauk svo í gær með tveimur leikjum.

Telur Víkinga hafa fullorðnast og hrósar þeim fyrir spilamennskuna gegn FH
Frammistaða toppliðs Víkinga í 2-0 sigri liðsins á FH í leik liðanna í Pepsi Max deild karla var til umræðu í Stúkunni í gærkvöld. Sjá má umræðuna í spilaranum hér að neðan.

Sjáðu mörkin: Víkingar á toppinn, fyrsti sigur Stjörnunnar og Blikar með tak á Fylki
Hér að neðan má sjá mörkin úr leikjunum þremur í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu sem fram fóru í gær.

Arnar Gunnlaugsson: Kári sagði fyrir leik að Stjarnan myndi vinna Val
Víkingar fóru á toppinn eftir góðan 2-0 sigur á FH. Nikolaj Hansen gerði bæði mörk Víkings og er orðinn markahæstur í deildinni. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var afar kátur eftir leik.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - FH 2-0 | Nikolaj Hansen skaut Víkingum á toppinn
Víkingar unnu góðan 2-0 sigur á FH. Nikolaj Hansen var frábær í liði Víkings og gerði hann bæði mörk leiksins í sitt hvorum hálfleiknum. Eftir hagstæð úrslit í leik Stjörnunnar og Vals fóru Víkingar á toppinn með sigri sínum á FH.

Mörk Vals og Víkings: Markvörðurinn mættur fram þegar Hansen jafnaði
Það var dramatík á Hlíðarenda í gærkvöld þegar Valur og Víkingur mættust í toppslag einu taplausu liðanna í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Mörkin úr leiknum má nú sjá hér á Vísi.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur 1-1 | Hansen tryggði Víkingum verðskuldað stig
Valur og Víkingur skildu jöfn 1-1 er þau mættust í sjöundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta að Hlíðarenda í kvöld. Daninn Nikolaj Hansen var hetja gestanna er hann jafnaði leikinn í uppbótartíma.

Hetjan Hansen: Ég missti fjögur kíló
Nikolaj Hansen var hetja Víkinga í 1-1 jafntefli liðsins við Val í Pepsi Max-deild karla í fótbolta að Hlíðarenda í kvöld. Sá danski skoraði jöfnunarmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma.