Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Ný veitingahús sitja í súpunni

Ekki þarf að fjölyrða um hversu erfitt rekstrarumhverfi veitingahúsa hefur verið á umliðnum tveimur árum þar sem samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími hafa hamlað rekstrinum svo um munar. 

Skoðun
Fréttamynd

Sigurður Ingi segir Sundabraut tilbúna eftir níu ár

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur að Sundabraut geti orðið að veruleika eftir níu ár. Félagshagfræðileg greining sem skilað hafi verið til hans og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær sýni ótvíræðan ábata af mannvirkinu á fyrstu þrjátíu árum þess.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­bær nýting auð­linda hafsins

Ólíkt því sem tíðkast hjá mörgum öðrum þjóðum eru fiskistofnar við Ísland í góðu ásigkomulagi. Nýting þeirra flestra er vottuð af alþjóðlegum aðilum sem sjálfbær og verðmætasköpunin hefur aukist mjög frá því sem áður var.

Skoðun
Fréttamynd

Hálfur milljarður í menningargeirann

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun um hálfs milljarðs króna framlag til menningargeirans vegna áhrifa sem hann hefur orðið fyrir vegna Covid-19 faraldursins.

Menning
Fréttamynd

Miklar breytingar á sóttkví

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát.

Innlent
Fréttamynd

Willum boðar afléttingaráætlun

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vinnur nú að aðgerðaáætlun um afléttingar á sóttvarnaaðgerðum og á von á því að hún verði kynnt fyrir lok vikunnar. Núgildandi samkomutakmarkanir gilda til 2. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Skortir orku?

Þegar fram í sækir mun skorta raforku til þess að mæta stærstu áskorun samtímans; loftslagsbreytingum. Til þess að stemma stigu við þeim þurfum við m.a. að hraða orkuskiptum í samgöngum á landi, í lofti og haftengdri starfsemi. Góður gangur hefur verið í orkuskiptum í samgöngum þar sem Ísland er í öðru sæti á heimsvísu yfir hlutfall nýrra nýorkubíla.

Skoðun
Fréttamynd

Willum stefnir á eigið frum­varp um neyslu­skammta

Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Nældi sér í Covid-19 á EM

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fylgdi í fótspor fjölmargra landsliðsmanna í handbolta og nældi sér í Covid-19 er hann skellti sér á EM í handbolta í Ungverjalandi.

Innlent
Fréttamynd

Hvert er verk­efnið – leiðin út

Heilbrigðiskerfið okkar stendur nú í ströngu við að takast á við enn eitt afbrigði Covid-19 veirunnar – ómikron. Covid-19 innlagnir og eftirköst veikinda kalla á tvöfalda umönnun auk þess sem heilbrigðisstofnanir verða að vera í stakk búnar til að sinna bráðum veikindum og slysum sem eru ótengd Covid-19.

Skoðun
Fréttamynd

„Augljóslega er þetta ekki gott“

Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert.

Innlent
Fréttamynd

Gæti farið fram á sanngirnisbætur

Nefnd um eftirlit með lögreglu segir ekki sitt verksvið að endurskoða rannsóknir sakamála. Nefndin hafi því aðeins úrskurðað að meint brot lögreglu í rannsókn á tveimur bændum sem kærðir voru fyrir nauðgun 1987, væru fyrnd. Lögmaður bendir á að stjórnvöld geti ákveðið sanngirnisbætur þegar allt annað þrýtur.

Innlent
Fréttamynd

Sóttvarnarhræsni á Twitter

Umræðan endalausa um hvar mörkin á milli sóttvarna og frelsis liggja í heimsfaraldrinum tekur stundum á sig furðulega mynd. Ekki síst þegar þeir sem taka ákvarðanir um skerðingu mannréttinda, eða eru í raunverulegri stöðu til að hafa áhrif á þær ákvarðanir, kannast ekkert við hlutverk sitt og svamla um í lýðskrumspollinum.

Skoðun
Fréttamynd

Berg­lind að­stoðar Svan­dísi í fjar­veru Iðunnar

Berglind Häsler, samskipta- og viðburðastjóri Vinstri grænna, mun leysa Iðunni Garðarsdóttur af sem aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Iðunn fer nú í árs barneignarleyfi og hefur Berglind störf 14. febrúar næstkomandi. Kári Gautason er hinn aðstoðarmaður Svandísar.

Innlent
Fréttamynd

Bankasýslan óskar eftir heimild til að selja restina af Íslandsbanka

Bankasýsla ríkisins lagði í gær fram tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að stofnunin fái heimild til ársloka 2023 til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka í nokkrum áföngum og að höfðu samráði við ráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Innherji
Fréttamynd

„Hvað voru skipu­leggj­endur að hugsa?“

Tómas Guðbjartsson læknir segir alls ekki skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði. Hann skýtur á ráðherra og segir að sjá megi leifturhraða útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar á Evrópumótinu í handbolta.

Innlent