Innviðaráðherra segir húsnæðisliðinn ýkja neysluvísitöluna Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2022 20:01 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir Hagstofuna standa í vegi breytinga á hlut þróuns húsnæðisverðs í neysluvísitölunni. Stöð 2/Egill Innviðaráðherra segir húsnæðisliðinn ofmetinn í vísitölu neysluverðs og hann ýki því ástandið. Hagstofan ein hafi lagst gegn breytingum á vísitölunni. Forsætisráðherra sem einnig fer með málefni Hagstofunnar segir málið ekki hafa verið tekið upp í ríkisstjórn. Vísitala neysluverðs er mælieining sem er mikill örlagavaldur í daglegu lífi Íslendinga. Hún er sett saman af ýmsum breytingum á verðlagi og undanfarið hafa verðhækkanir á hrávöru frá útköndum og húsnæði innanlands haft mest áhrif á hana. Undanfarin misseri hefur verið mikil umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sem leitt hefur til mikilla verðhækkana sem aftur hefur kynt undir verðbólgunni sem nú er að nálgast sex prósent. Þetta hefur eitt til vaxtahækkana sem hafa þurrkað upp vaxtalækkanir undanfarinna tveggja ára. Umræðan um að taka þróun húsnæðisverðs út úr vísitölunni er ekki ný af nálinni en nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gefið þeirri umræðu vængi. Sýnt hafi verið fram á að húsnæðisliðurinn væri rangt reiknaður inn í vísitöluna. „Það þýðir að hún ýkir það. Þannig að þegar mikið gengur á hér á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðisverð rýkur upp hækkar vísitala á öllu landinu og þar með eins og áður var verðtryggð lán heimila,“ segir Sigurður Ingi. Hér væri miðað við mánaðarlegar hækkanir á húsnæðisverði en í Kanada og Svíþjóð til dæmis væri horft til langtíma meðaltala. Forsætisráðherra segir að það hafi verið niðurstaða að vandlega athuguðu máli í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga að taka húsnæðisliðinn ekki út úr neysluvísitölunni.Stöð 2/Egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þetta hafa verið tekið til ítarlegrar skoðunar á síðasta kjörtímabili. Ríkisstjórnin hafi staðið fyrir því í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að fá einn helsta sérfræðing í heiminum í þessum efnum til að skoða vísitöluna hér á landi. „Niðurstaða þeirrar rýni var að taka húsnæðisliðinn ekki út úr vísitölunni. það má hins vegar deila um hvernig hann er reiknaður og hvaða aðferðarfræði er nýtt við það. En niðurstaðan varð í ágætu samráði við aðila vinnumarkaðarins, að það væri ekki rétt skref að taka þennan lið út úr vísitölunni,“ segir Katrín. Síðan hafi þetta mál ekki verið rætt í ríkisstjórn. Innviðaráðherra segir að þótt ákveðið hafi verið við gerð lífskjarasamninga að taka húnsæðisliðinn út úr vísitölunni hafi menn ákveðið að gera það ekki. Þegar menn héldu að húsnæðisliðurinn færi að hafa neikvæð áhrif á vísitöluna. Það hafi hins vegar reynst skammvinnur vermir fyrir neytendur og varað í nokkra mánuði. Hagstofustjóri kannast hins vegar ekki við það í samtali við Vísi að Hagstofan stæði í vegi fyrir breytingum á vísitölunni eins og innviðaráðherra hafi fullyrt. Stjórnvöld hefðu ákveðið að verðtryggja lán og hafi lagavaldið í þeim efnum. „Ég er fyrst og fremst sem stjórnmálamaður að setja þetta á borðið og segja; er þetta ekki eitt af því sem við eigum að skoða, segir innviðaráðherra. Er andstaðan núna eingöngu finnst þér hjá Hagstofunni og dugar hún ein og sér til? „Það virðist vera já,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara. 22. febrúar 2022 12:15 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Vísitala neysluverðs er mælieining sem er mikill örlagavaldur í daglegu lífi Íslendinga. Hún er sett saman af ýmsum breytingum á verðlagi og undanfarið hafa verðhækkanir á hrávöru frá útköndum og húsnæði innanlands haft mest áhrif á hana. Undanfarin misseri hefur verið mikil umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sem leitt hefur til mikilla verðhækkana sem aftur hefur kynt undir verðbólgunni sem nú er að nálgast sex prósent. Þetta hefur eitt til vaxtahækkana sem hafa þurrkað upp vaxtalækkanir undanfarinna tveggja ára. Umræðan um að taka þróun húsnæðisverðs út úr vísitölunni er ekki ný af nálinni en nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gefið þeirri umræðu vængi. Sýnt hafi verið fram á að húsnæðisliðurinn væri rangt reiknaður inn í vísitöluna. „Það þýðir að hún ýkir það. Þannig að þegar mikið gengur á hér á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðisverð rýkur upp hækkar vísitala á öllu landinu og þar með eins og áður var verðtryggð lán heimila,“ segir Sigurður Ingi. Hér væri miðað við mánaðarlegar hækkanir á húsnæðisverði en í Kanada og Svíþjóð til dæmis væri horft til langtíma meðaltala. Forsætisráðherra segir að það hafi verið niðurstaða að vandlega athuguðu máli í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga að taka húsnæðisliðinn ekki út úr neysluvísitölunni.Stöð 2/Egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þetta hafa verið tekið til ítarlegrar skoðunar á síðasta kjörtímabili. Ríkisstjórnin hafi staðið fyrir því í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að fá einn helsta sérfræðing í heiminum í þessum efnum til að skoða vísitöluna hér á landi. „Niðurstaða þeirrar rýni var að taka húsnæðisliðinn ekki út úr vísitölunni. það má hins vegar deila um hvernig hann er reiknaður og hvaða aðferðarfræði er nýtt við það. En niðurstaðan varð í ágætu samráði við aðila vinnumarkaðarins, að það væri ekki rétt skref að taka þennan lið út úr vísitölunni,“ segir Katrín. Síðan hafi þetta mál ekki verið rætt í ríkisstjórn. Innviðaráðherra segir að þótt ákveðið hafi verið við gerð lífskjarasamninga að taka húnsæðisliðinn út úr vísitölunni hafi menn ákveðið að gera það ekki. Þegar menn héldu að húsnæðisliðurinn færi að hafa neikvæð áhrif á vísitöluna. Það hafi hins vegar reynst skammvinnur vermir fyrir neytendur og varað í nokkra mánuði. Hagstofustjóri kannast hins vegar ekki við það í samtali við Vísi að Hagstofan stæði í vegi fyrir breytingum á vísitölunni eins og innviðaráðherra hafi fullyrt. Stjórnvöld hefðu ákveðið að verðtryggja lán og hafi lagavaldið í þeim efnum. „Ég er fyrst og fremst sem stjórnmálamaður að setja þetta á borðið og segja; er þetta ekki eitt af því sem við eigum að skoða, segir innviðaráðherra. Er andstaðan núna eingöngu finnst þér hjá Hagstofunni og dugar hún ein og sér til? „Það virðist vera já,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara. 22. febrúar 2022 12:15 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara. 22. febrúar 2022 12:15