Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Kapellan þyrfti að víkja fyrir Co­vid-sjúk­lingum

Ekkert bólar enn á nýrri deild innan Land­spítala sem átti að koma í stað fyrir Co­vid-göngu­deildina. Um þrír mánuðir eru síðan spítalinn sendi heil­brigðis­ráðu­neytinu drög að út­færslu rýmisins þar sem er meðal annars lagt til að kapella spítalans verði nýtt undir Co­vid-sjúk­linga.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi vill skoða aðgangsstýringu með bólusetningarvottorðum

Samgönguráðherra vill skoða hvort taka ætti upp aðgangsstýringu að opinberum stöðum með bólusetningarvottorðum líkt og gert hefur verið í ýmsum öðrum löndum. Sóttvarnalæknir telur það koma til greina eftir að búið verður að gefa meirihluta þjóðarinnar örvunarskammt til varnar covid-19.

Innlent
Fréttamynd

Katrín vill „svartan fössara“

Íslendingar lesa töluvert mikið, staðhæfir formaður Rithöfundasambandsins á degi íslenskrar tungu. Forsætisráðherra vill að næsti hátíðisdagur í verslun verði kallaður svartur fössari.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar

Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Reiknar með að þing komi saman í næstu viku

Formaður undirbúningskjörbréfanefndar smíðar nú drög að tveimur mögulegum leiðum sem nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til. Þingmenn eru bjartsýnir á að fá niðurstöðu í málið á allra næstu dögum og er sitjandi forseti Alþingis þegar farinn að undirbúa þingfund í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Segir ríkið sýna hörku og ó­bil­girni í túlkun sinni

Ríkið hefur neitað að fallast á það að starfsfólk sem sent er í sóttkví meðan það er í orlofi fái að nýta veikindarétt sinn í stað orlofsdaga. Formaður BHM segir niðurstöðuna vonbrigði og óttast að hún dragi úr nauðsynlegri samstöðu á atvinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Katrín: „Ég held að það séu bjartari tímar fram­undan“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það mikil vonbrigði að við séum komin í þá stöðu að þurfa að herða samkomutakmarkanir enn frekar vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hún telur þó bjartari tíma vera framundan, sér í lagi nú þegar verið sé ráðast í frekari bólusetningar.

Innlent
Fréttamynd

„Það er mat manna að það skipti máli að sýna sam­stöðu“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það mat manna að nú skipti máli að sýna samstöðu þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. „Nú erum við að fara í þriðju bólusetningu og hún á að koma okkur út úr þessu svo við skulum bara sjá hvort það gangi ekki upp.“

Innlent
Fréttamynd

Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð

Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar .

Innlent
Fréttamynd

Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti

Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00.

Innlent
Fréttamynd

Hertar að­gerðir kynntar í dag

Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan hálf tíu þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigisráðherra mun leggja fram tillögu um hertar sóttvarnaaðgerðir vegna mikillar fjölgunar smitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga.

Innlent
Fréttamynd

Telur ljóst að grípa þurfi til enn harðari aðgerða

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gerir ráð fyrir að sóttvarnalæknir muni skila henni minnisblaði með tillögum um hertar innanlandsaðgerðir í dag eða á morgun. Býst hún við að hertar aðgerðir verði boðaðar á næstu dögum. 

Innlent
Fréttamynd

„Ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þau loforð sem gefin hafi verið á loftslagsráðstefnu í Sameinuðu þjóðanna séu ekki nægjanleg til að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á næstu áratugum.

Innlent
Fréttamynd

Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur

Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun.

Innlent