Ætlar að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstólinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2021 11:47 Magnús Norðdahl lögmaður hefur ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Vísir/Sigurjón Magnús D. Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata í Alþingiskosningunum í haust, hefur ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Magnús er ekki einn um að boða slíkt en Stjórnarskrárfélagið hefur einnig tilkynnt að það hyggist fara með málið fyrir dómstólinn. Magnús tilkynnir þetta í yfirlýsingu sem hann hefur sent á fjölmiðla og segir hann að Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands og einn eigenda lögmannsstofunnar Réttis, muni flytja málið fyrir hans hönd. Magnús lagði fram kæru vegna kosningamálsins í Norðvesturkjördæmi til Alþingis þann 1. október síðastliðinn og krafðist hann ógildinga kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Hann segir í yfirlýsingunni að allar málsástæður kærunnar hafi falið í sér ógildingarannmarka sem voru til þess fallnir að draga úr trúverðugleika talningarinnar, sama hvort litið hafi verið til þeirrar fyrri eða síðari. Talningarnar tvær á kjörseðlunum í kjördæminu segir Magnús hluta af meingölluð ferli þar sem hver ágallinn á fætur öðrum hafi komið í ljós. Vilji kjósenda hafi engan veginn legið fyrir enda hafi niðurstöður kosninganna breyst á milli talninga sem leitt hafi til breyttrar samsetningar þingsins. „Hefðu vörslur kjörgagna verið með fullnægjandi hætti mætti sannreynda hvor talningin hafi verið rétt en sá ómöguleiki er bein afleiðing af broti kjörstjórnar að hafa ekki farið að lögum varðandi varðveislu kjörgagna. Þingmenn, frambjóðendur og kjósendur í landinu vita því ekki hvort núverandi samsetning þingsins er rétt. Slíkt þing getur aldrei talist lögmætt,“ segir í yfirlýsingu Magnúsar. Hann segir ógildingu kosninga blasa við sama hvort almennum eða sértækum mælikvarða sé beitt. Þeir 42 þingmenn sem hafi lagt blessun sína yfir kosningarnar í Norðvesturkjördæmi þurfi þá að íhuga stöðu sína og framtíð í stjórnmálum fari svo að málið vinnist fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. „Enginn ætti að taka lýðræðinu sem gefnum hlut, sérstaklega þegar kjörnum fulltrúum er falið að úrskurða um gildi kosninga þar sem þeir náðu sjálfir kjöri. Ég trúi því að réttlætið muni sigra í þessu þó síðar verði.“ Lesa má yfirlýsingu Magnúsar í heild sinni hér að neðan: Eftir töluverða umhugsun hef ég ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mun ég fela Sigurði Erni Hilmarssyni formanni Lögmannafélags Íslands og eiganda á lögmannsstofunni Rétti að gæta hagsmuna minna. Uppspretta valdsins í okkar samfélagi er í þingkosningum. Löggjafarvaldið velur hverjir fara með framkvæmdarvald sem síðan skipar þá sem fara með dómsvald. Heilindi kerfisins í heild eru því undir í þessu mikilvæga máli. Ég lagði fram kæru þann til Alþingis þann 1. október síðastliðinn og krafðist ógildingar kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Allar málsástæður kærunnar, hver um sig og eins allar saman, fólu í sér ógildingarannmarka sem voru til þess fallnir að draga úr trúverðugleika talningarinnar, sama hvort litið var til þeirrar fyrri eða síðari, lögbrota og starfa yfirkjörstjórnar í heild og þar með trúverðugleika kosninganna sem fram fóru í kjördæminu. Kjarni málsins er sá að fyrir lágu tvær talningar í meingölluðu ferli þar sem hver ágallinn á fætur öðrum hefur komið í ljós. Vilji kjósenda lá engan veginn fyrir enda breyttust niðurstöður á milli talninga sem leiddu til breyttrar samsetningar þingsins. Hefðu vörslur kjörgagna verið með fullnægjandi mætti sannreyna hvor talningin hafi verið rétt en sá ómöguleiki er bein afleiðing af broti kjörstjórnar að hafa ekki farið að lögum varðandi varðveislu kjörgagna. Þingmenn, frambjóðendur og kjósendur í landinu vita því ekki hvort núverandi samsetning þingsins er rétt. Slíkt þing getur aldrei talist lögmætt. Ógilding kosninganna blasir við sama hvort beitt er almennum eða sértækum mælikvarða. Þeir 42 þingmenn, sem lögðu blessun sína yfir kosningarnar í Norðvesturkjördæmi, þurfa að íhuga stöðu sína og framtíð í stjórnmálum fari svo að mál þetta vinnist fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Enginn ætti að taka lýðræðinu sem gefnum hlut, sérstaklega þegar kjörnum fulltrúum er falið að úrskurða um gildi kosninga þar sem þeir sjálfir náðu kjöri. Ég trúi því að réttlætið muni sigra í þessu máli þó síðar verði. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindadómstóll Evrópu Píratar Tengdar fréttir Skora á Katrínu að segja af sér og boða mál fyrir Mannréttindadómstólnum Stjórnarskrárfélagið hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til að segja af sér vegna framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu. Formaður félagsins segir Alþingi hafa höggið varanlegt skarð í traust kjósenda gagnvart löggjafarvaldinu. 29. nóvember 2021 10:37 Varð fyrir sérstökum vonbrigðum með forsætisráðherra Þrír frambjóðendur sem kærðu framkvæmd alþingiskosninganna segja það mikil vonbrigði að alþingi hafi staðfest kjörbréf allra þingmanna í gær. Það sé þó ákveðinn léttir að málinu sé lokið í bili. Einn kærenda segist sérstaklega vonsvikinn með afstöðu forsætisráðherra. 26. nóvember 2021 23:28 Traustið á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu Frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir traust sitt á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu eftir niðurstöðu kjörbréfamálsins. Hann sjái engan annan kost í stöðunni en að fara með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 26. nóvember 2021 11:52 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Magnús er ekki einn um að boða slíkt en Stjórnarskrárfélagið hefur einnig tilkynnt að það hyggist fara með málið fyrir dómstólinn. Magnús tilkynnir þetta í yfirlýsingu sem hann hefur sent á fjölmiðla og segir hann að Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands og einn eigenda lögmannsstofunnar Réttis, muni flytja málið fyrir hans hönd. Magnús lagði fram kæru vegna kosningamálsins í Norðvesturkjördæmi til Alþingis þann 1. október síðastliðinn og krafðist hann ógildinga kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Hann segir í yfirlýsingunni að allar málsástæður kærunnar hafi falið í sér ógildingarannmarka sem voru til þess fallnir að draga úr trúverðugleika talningarinnar, sama hvort litið hafi verið til þeirrar fyrri eða síðari. Talningarnar tvær á kjörseðlunum í kjördæminu segir Magnús hluta af meingölluð ferli þar sem hver ágallinn á fætur öðrum hafi komið í ljós. Vilji kjósenda hafi engan veginn legið fyrir enda hafi niðurstöður kosninganna breyst á milli talninga sem leitt hafi til breyttrar samsetningar þingsins. „Hefðu vörslur kjörgagna verið með fullnægjandi hætti mætti sannreynda hvor talningin hafi verið rétt en sá ómöguleiki er bein afleiðing af broti kjörstjórnar að hafa ekki farið að lögum varðandi varðveislu kjörgagna. Þingmenn, frambjóðendur og kjósendur í landinu vita því ekki hvort núverandi samsetning þingsins er rétt. Slíkt þing getur aldrei talist lögmætt,“ segir í yfirlýsingu Magnúsar. Hann segir ógildingu kosninga blasa við sama hvort almennum eða sértækum mælikvarða sé beitt. Þeir 42 þingmenn sem hafi lagt blessun sína yfir kosningarnar í Norðvesturkjördæmi þurfi þá að íhuga stöðu sína og framtíð í stjórnmálum fari svo að málið vinnist fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. „Enginn ætti að taka lýðræðinu sem gefnum hlut, sérstaklega þegar kjörnum fulltrúum er falið að úrskurða um gildi kosninga þar sem þeir náðu sjálfir kjöri. Ég trúi því að réttlætið muni sigra í þessu þó síðar verði.“ Lesa má yfirlýsingu Magnúsar í heild sinni hér að neðan: Eftir töluverða umhugsun hef ég ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mun ég fela Sigurði Erni Hilmarssyni formanni Lögmannafélags Íslands og eiganda á lögmannsstofunni Rétti að gæta hagsmuna minna. Uppspretta valdsins í okkar samfélagi er í þingkosningum. Löggjafarvaldið velur hverjir fara með framkvæmdarvald sem síðan skipar þá sem fara með dómsvald. Heilindi kerfisins í heild eru því undir í þessu mikilvæga máli. Ég lagði fram kæru þann til Alþingis þann 1. október síðastliðinn og krafðist ógildingar kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Allar málsástæður kærunnar, hver um sig og eins allar saman, fólu í sér ógildingarannmarka sem voru til þess fallnir að draga úr trúverðugleika talningarinnar, sama hvort litið var til þeirrar fyrri eða síðari, lögbrota og starfa yfirkjörstjórnar í heild og þar með trúverðugleika kosninganna sem fram fóru í kjördæminu. Kjarni málsins er sá að fyrir lágu tvær talningar í meingölluðu ferli þar sem hver ágallinn á fætur öðrum hefur komið í ljós. Vilji kjósenda lá engan veginn fyrir enda breyttust niðurstöður á milli talninga sem leiddu til breyttrar samsetningar þingsins. Hefðu vörslur kjörgagna verið með fullnægjandi mætti sannreyna hvor talningin hafi verið rétt en sá ómöguleiki er bein afleiðing af broti kjörstjórnar að hafa ekki farið að lögum varðandi varðveislu kjörgagna. Þingmenn, frambjóðendur og kjósendur í landinu vita því ekki hvort núverandi samsetning þingsins er rétt. Slíkt þing getur aldrei talist lögmætt. Ógilding kosninganna blasir við sama hvort beitt er almennum eða sértækum mælikvarða. Þeir 42 þingmenn, sem lögðu blessun sína yfir kosningarnar í Norðvesturkjördæmi, þurfa að íhuga stöðu sína og framtíð í stjórnmálum fari svo að mál þetta vinnist fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Enginn ætti að taka lýðræðinu sem gefnum hlut, sérstaklega þegar kjörnum fulltrúum er falið að úrskurða um gildi kosninga þar sem þeir sjálfir náðu kjöri. Ég trúi því að réttlætið muni sigra í þessu máli þó síðar verði.
Eftir töluverða umhugsun hef ég ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mun ég fela Sigurði Erni Hilmarssyni formanni Lögmannafélags Íslands og eiganda á lögmannsstofunni Rétti að gæta hagsmuna minna. Uppspretta valdsins í okkar samfélagi er í þingkosningum. Löggjafarvaldið velur hverjir fara með framkvæmdarvald sem síðan skipar þá sem fara með dómsvald. Heilindi kerfisins í heild eru því undir í þessu mikilvæga máli. Ég lagði fram kæru þann til Alþingis þann 1. október síðastliðinn og krafðist ógildingar kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Allar málsástæður kærunnar, hver um sig og eins allar saman, fólu í sér ógildingarannmarka sem voru til þess fallnir að draga úr trúverðugleika talningarinnar, sama hvort litið var til þeirrar fyrri eða síðari, lögbrota og starfa yfirkjörstjórnar í heild og þar með trúverðugleika kosninganna sem fram fóru í kjördæminu. Kjarni málsins er sá að fyrir lágu tvær talningar í meingölluðu ferli þar sem hver ágallinn á fætur öðrum hefur komið í ljós. Vilji kjósenda lá engan veginn fyrir enda breyttust niðurstöður á milli talninga sem leiddu til breyttrar samsetningar þingsins. Hefðu vörslur kjörgagna verið með fullnægjandi mætti sannreyna hvor talningin hafi verið rétt en sá ómöguleiki er bein afleiðing af broti kjörstjórnar að hafa ekki farið að lögum varðandi varðveislu kjörgagna. Þingmenn, frambjóðendur og kjósendur í landinu vita því ekki hvort núverandi samsetning þingsins er rétt. Slíkt þing getur aldrei talist lögmætt. Ógilding kosninganna blasir við sama hvort beitt er almennum eða sértækum mælikvarða. Þeir 42 þingmenn, sem lögðu blessun sína yfir kosningarnar í Norðvesturkjördæmi, þurfa að íhuga stöðu sína og framtíð í stjórnmálum fari svo að mál þetta vinnist fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Enginn ætti að taka lýðræðinu sem gefnum hlut, sérstaklega þegar kjörnum fulltrúum er falið að úrskurða um gildi kosninga þar sem þeir sjálfir náðu kjöri. Ég trúi því að réttlætið muni sigra í þessu máli þó síðar verði.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindadómstóll Evrópu Píratar Tengdar fréttir Skora á Katrínu að segja af sér og boða mál fyrir Mannréttindadómstólnum Stjórnarskrárfélagið hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til að segja af sér vegna framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu. Formaður félagsins segir Alþingi hafa höggið varanlegt skarð í traust kjósenda gagnvart löggjafarvaldinu. 29. nóvember 2021 10:37 Varð fyrir sérstökum vonbrigðum með forsætisráðherra Þrír frambjóðendur sem kærðu framkvæmd alþingiskosninganna segja það mikil vonbrigði að alþingi hafi staðfest kjörbréf allra þingmanna í gær. Það sé þó ákveðinn léttir að málinu sé lokið í bili. Einn kærenda segist sérstaklega vonsvikinn með afstöðu forsætisráðherra. 26. nóvember 2021 23:28 Traustið á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu Frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir traust sitt á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu eftir niðurstöðu kjörbréfamálsins. Hann sjái engan annan kost í stöðunni en að fara með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 26. nóvember 2021 11:52 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Skora á Katrínu að segja af sér og boða mál fyrir Mannréttindadómstólnum Stjórnarskrárfélagið hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til að segja af sér vegna framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu. Formaður félagsins segir Alþingi hafa höggið varanlegt skarð í traust kjósenda gagnvart löggjafarvaldinu. 29. nóvember 2021 10:37
Varð fyrir sérstökum vonbrigðum með forsætisráðherra Þrír frambjóðendur sem kærðu framkvæmd alþingiskosninganna segja það mikil vonbrigði að alþingi hafi staðfest kjörbréf allra þingmanna í gær. Það sé þó ákveðinn léttir að málinu sé lokið í bili. Einn kærenda segist sérstaklega vonsvikinn með afstöðu forsætisráðherra. 26. nóvember 2021 23:28
Traustið á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu Frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir traust sitt á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu eftir niðurstöðu kjörbréfamálsins. Hann sjái engan annan kost í stöðunni en að fara með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 26. nóvember 2021 11:52