Lífið

Fréttamynd

Ljúka tónleikaferð á Íslandi

Gítarleikarinn Sigurður Rögnvaldsson, sem er búsettur í Svíþjóð, heldur tvenna tónleika hér á landi annað kvöld og fimmtudagskvöld með hljómsveitinni Defekt. Tónleikarnir verða þeir síðustu í tónleikaferð sveitarinnar um Norðurlönd til að fylgja eftir plötunni Pete’s Game Machine. Tónlistinni má lýsa sem djassi með áhrifum frá rokki, poppi og brimbrettatónlist.

Lífið
Fréttamynd

Maðurinn með ljáinn

Flottir tónleikar, Víkingur Heiðar spilaði Liszt af stakri glæsimennsku, en Rakmaninoff var aðeins síðri. Stjórnandinn Ilan Volkov átti víða frábæra spretti.

Gagnrýni
Fréttamynd

Tvö ný andlit í Gettu betur

Spyrillinn Edda Hermannsdóttir og stigavörðurinn Marteinn Sindri Jónsson eru ný andlit spurningakeppninnar Gettu betur sem hefur göngu sína í Sjónvarpinu 19. febrúar. Höfundur spurninga verður sá sami og áður, Örn Úlfar Sævarsson.

Lífið
Fréttamynd

Uppvakningur gleymdist

„Við réðumst í miklar endurbætur fyrir hálfu ári og þá kom sér vel að það varð eitthvert smáræði eftir sem við gátum nýtt okkur,“ segir Benedikt Guðmundsson hjá Draugasetrinu á Stokkseyri.

Lífið
Fréttamynd

Benedikt leikstýrir sér í Íslandsklukkunni

„Það verður mjög áhugavert að geta staðið á sviðinu á móti mótleikara og sagt honum til,“ segir Benedikt Erlingsson, sem leysir Björn Hlyn Haraldsson af hólmi í hlutverki Arnasar Arneuss í Íslandsklukkunni í Þjóðleikhúsinu.

Lífið
Fréttamynd

Auto Tune-hneyksli í X-Factor

Simon Cowell var borinn þungum sökum af bresku pressunni í gær eftir að upp komst að aðstandendur raunveruleikaþáttarins X-Factor hefðu beitt svokallaðri Auto Tune-tækni á suma keppendur. Auto Tune virkar þannig að röddin er lagfærð þannig að hún hljómi örugglega í réttri tóntegund.

Lífið
Fréttamynd

Hnémeiðsli á leiksýningu

Leikarinn Ingi Hrafn Hilmarsson hefur aflýst sýningu sinni In the Beginning sem átti að fara fram í Listasafni Reykjavíkur á fimmtudaginn. Ástæðan er sú að hann reif liðþófa á sýningunni á menningarnótt.

Lífið
Fréttamynd

Airwaves til Akureyrar

Iceland Airwaves ætla að vera með tónleika í tengslum við Akureyrarvöku um næstu helgi. Tónleikarnir fara fram á Græna hattinum og koma þar fram hljómsveitirnar Bloodgroup, Endless Dark, Sjálfsprottinn Spévísi og Buxnaskjóna en þær eiga það sameiginlegt að vera af landsbyggðinni. Tónleikarnir eru á laugardagskvöldið og húsið verður opnað kl. 22. Aðgangur er ókeypis.

Lífið
Fréttamynd

Illa lyktandi söngkona

Samkvæmt slúðurritum vestan hafs hefur unnusti söngkonunnar Britney Spears sett henni úrslitakosti, annaðhvort þvær hún sér eða hann mun slíta sambandinu.

Lífið
Fréttamynd

Dikta kaupir útgáfuréttinn á Hunting For Happiness

Hljómsveitin Dikta hefur keypt útgáfuréttinn á annarri plötu sinni Hunting For Happiness af fyrirtækinu Smekkleysu. Ástæðan er sú að platan hefur verið ófáanleg í tvö ár, nema á Tónlist.is, og það voru liðsmenn Diktu ekki sáttir við.

Lífið
Fréttamynd

Játaði fyrir rétti

Breski popparinn George Michael hefur viðurkennt fyrir rétti að hafa ekið Range Rover-bifreið sinni inn í verslun undir áhrifum kannabisefna. Hann játaði einnig að hafa haft í fórum sínum kannabissígarettur til eigin nota.

Lífið
Fréttamynd

Milljarðaskilnaður Tigers

Tiger Woods og Elin Norde­gren er formlega skilin eftir sex ára hjónaband. Ekki liggur fyrir hversu háa fjárhæð Elin fær frá Tiger en þau munu hafa sameiginlegt forræði yfir börnunum tveimur.

Lífið
Fréttamynd

Stórafmæli Sniglabandsins

Sniglabandið hefur verið starfrækt í 25 ár og ávallt notið mikilla vinsælda. Afmælistónleikar verða haldnir í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. 25 ár eru liðin síðan hin ástæla hljómsveit Sniglabandið hélt sína fyrstu tónleika. Hún ætlar að fagna afmælinu með tónleikum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á laugardaginn.

Lífið
Fréttamynd

Styrktartónleikar fyrir Kaffi Flóka

„Þetta verður svona manneskjuvænt kaffihús fyrir alla," segir Edgar Smári Atlason, söngvari og einn af aðstandendum Kaffi Flóka, sem er kaffihús/matstofa rekið af og fyrir unga geðfatlaða einstaklinga.

Lífið
Fréttamynd

The Good Heart tilnefnd

Kvikmyndin The Good Heart er framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Myndin, sem er eftir Dag Kára Pétursson, keppir við fjórar aðrar myndir um peningaverðlaun upp á 350 þúsund danskar krónur, eða um sjö milljónir íslenskra króna.

Lífið
Fréttamynd

Stórstjarnan Paul Potts með Bó á jólatónleikum

Óperusöngvarinn Paul Potts, sem fangaði hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með söng sínum í Britain Got Talent fyrir þremur árum, verður sérstakur gestur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll 4. desember. Tæplega sjötíu milljónir hafa séð fyrstu áheyrnarprufu Potts á myndbandavefnum Youtube þegar þessi símasölumaður með skökku tennurnar hóf upp raust sína og flutti Nessun Dorma nánast óaðfinnanlega fyrir dómnefndina sem þá var skipuð af Simon Cowell, Piers Morgan og Amanda Holden.

Lífið
Fréttamynd

Aníta Briem giftir sig í dag

„Við erum bara á leiðinni á æfingu í kirkjuna núna og allt gengur svakalega vel," segir Erna Þórarinsdóttir söngkona en dóttir hennar, Hollywood-leikkonan Aníta Briem, gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulus í dag. Athöfnin fer fram á grísku eyjunni Santorini en eyjan er einmitt fræg fyrir að vera sögusvið söngvamyndarinnar Mamma Mia.

Lífið
Fréttamynd

Átu þurrkað nautakjöt og snakk í hvert mál

Lið Vilhelms Antons Jónssonar og Sverris Þór Sverrissonar etur kappi við tvíeykið Auðun Blöndal og Gillz í sérstökum þrautakappakstri yfir endilöng Bandaríkin. Keppnin verður sýnd á föstudagskvöldum á Stöð 2 en við sögu koma einkennileg enskukunnátta Sveppa, fellibylur og afslappaðir Suðurríkjamenn.

Lífið
Fréttamynd

Dúett hjálpar geimveru heim

Samkvæmt vefsíðu Empire-kvikmyndaritsins eru Simon Pegg og Nick Frost með nýja gamanmynd í smíðum. Pegg og Frost slógu eftirminnilega í gegn í kvikmyndinni Shaun of the Dead sem þótti drepfyndin. Hot Fuzz fylgdi í kjölfarið sem var ekkert síðri og nú er semsagt ný mynd með þessum gríndúett í smíðum.

Lífið
Fréttamynd

Fá pararáðgjöf í síma

Russel Brand og Katy Perry eru strax farin að sækja tíma í pararáðgjöf þrátt fyrir að átta vikur séu í brúðkaupið. Pararáðgjöfin er hugmynd söngkonunnar en hún er hrædd um að missa tengslin við tilvonandi eiginmann sinn vegna þess hvað þau eyða litlum tíma saman. Hann er á fullu við tökur á nýrri mynd og hún þeysist á milli heimshluta að syngja á tónleikum.

Lífið
Fréttamynd

Fleiri nöfn staðfest á Airwaves

Tónlistarhátíðin Airwaves hefst eftir rúma tvo mánuði og þegar hafa verið staðfest nöfn um hundrað hljómsveita sem koma fram á hátíðinni.

Lífið
Fréttamynd

Græðir á fangelsisvist

Tímaritið OK! hefur boðið leikkonunni Lindsay Lohan eina milljón bandaríkjadala sé hún tilbúin til að veita þeim réttinn á fyrsta viðtalinu eftir fangelsisvist hennar.

Lífið
Fréttamynd

Berjast sín á milli

Samkvæmt slúðurritum hið vestra ríkir mikil samkeppni milli Kardashian-systranna þriggja og hefur það verið svo alveg frá því þær voru börn.

Lífið
Fréttamynd

Hafna kvikmyndum og þáttum

Caleb Folowill, söngvari hljómsveitarinnar Kings Of Leon, sagði frá því nýlega að meðlimir hljómsveitarinnar hefðu hafnað fjölda tækifæra til að fá tónlist hljómsveitarinnar í þætti á borð við Glee, Ugly Betty og í sýnishorn fyrir ýmsar kvikmyndir.

Lífið
Fréttamynd

Manson og Wood hætt saman

Hið stórundalega par, söngvarinn Marilyn Manson og leikkonan Evan Rachel Wood hafa nú enn einu sinni slitið sambandi sínu og í þetta sinn einnig trúlofun sinni samkvæmt heimildum vestanhafs.

Lífið
Fréttamynd

Kaffihús Dóru slær í gegn hjá Dönum

„Hér er búið að vera brjálað að gera síðan við opnuðum," segir Dóra Takefusa en hún er nýbúin að opna kaffihúsið Lyst í Norrebro hverfinu í Kaupmannhöfn. Dóra segir viðtökurnar hafa farið fram úr sínum björtustu vonum og hún bjóst alls ekki við þessu.

Lífið
Fréttamynd

Móðir Brittany deildi rúmi með ekkli dóttur sinnar

Móðir leikkonunnar Brittany Murphy sagði rannsóknarlögreglumönnum að hún deildi rúmi með ekkli dóttur sinnar. Sharon Murphy bjó heima hjá dóttur sinni og eiginmanni hennar og var það hún sem kom að dóttur sinni látinni.

Lífið
Fréttamynd

Jenny komin með nýjan

Kynbomban Jenny McCarthy, sem nýlega sleit sambandi sínu við leikarann Jim Carrey, hefur nú fundið sér nýjan leikfélaga einungis fjórum mánuðum eftir að hún hvarf úr lífi Carrey.

Lífið
Fréttamynd

Samdi sönglög fyrir Gurru Grís

Máni Svavarsson, höfundur tónlistarinnar í Latabæ, hefur samið nokkur ný lög fyrir brúðuleikrit sem farið hefur sigurför um Bretland að undanförnu. Aðalpersóna brúðuleikritsins er Gurra grís eða Peppa Pig en hún hefur verið einhver vinsælasta persóna breskra barna undanfarin ár. Þættir um hana eru sýndir í 180 löndum og sýningin verður á næstunni í Liverpool.

Lífið