Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Þrír greindust innanlands

Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Tveir hinna smituðu voru í sóttkví. Þá greindust þrír á landamærunum.

Innlent
Fréttamynd

„Við förum bara þegar þú kemur næst“

Ragnar Axelsson ljósmyndari hitti fyrst Halldór Agnar Jónasson á sjúkrahúsinu á Akureyri. Halldór, betur þekktur sem Dóri, var þá með Covid-19 og barðist fyrir lífi sínu. Hann sagði við RAX að hann hafði valið að fara ekki í öndunarvél, taldi að hann myndi ekki lifa það af.

Menning
Fréttamynd

Þórólfur Guðnason valinn maður ársins

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2020 er gert upp.

Innlent
Fréttamynd

„Við eigum býsna góða fylgismenn innan Pfizer“

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Ísland eigi sér „býsna góða fylgismenn“ innan lyfjafyrirtækisins Pfizer. Hvort það dugi til að tryggja 60 prósent þjóðarinnar bóluefni liggi þó ekki fyrir. Áhugi innan Pfizer á Íslandsrannsókn sé „geysimikill“.

Innlent
Fréttamynd

Engir á­horf­endur leyfðir í Liver­pool-borg

Ensku úrvalsdeildarfélögin Liverpool og Everton munu ekki geta fengið áhorfendur á leiki sína á næstunni eftir að Liverpool-borg var færð niður í „Tier 3.“ Það þýðir að engir áhorfendur eru leyfðir á íþróttaviðburði.

Enski boltinn
Fréttamynd

Heilbrigðisstarfsmaðurinn maður ársins 2020

Heilbrigðisstarfsmaðurinn er maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Niðurstaðan var kynnt í Reykjavík árdegis í morgun. Niðurstaðan var afgerandi en af tæplega 25 þúsund atkvæðum fékk heilbrigðisstarfsmaðurinn tvöfalt fleiri en næsti maður eða 8965 atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Þórólfur segist hafa elst um 15 ár 2020

„2 0 2 0 drífðu þig út,“ syngja þeir félagar í hljómsveitinni Vinum og vandamönnum í nýju lagi og myndbandi þar sem árið 2020 er gert upp og nýtt ár, 2021, er kallað til leiks. „2 0 2 0 hvað varst þú að spá?“ syngja þeir enn fremur og „2 0 2 1 drífðu þig inn.“

Lífið
Fréttamynd

Ljós við enda ganganna eftir tíu mánaða baráttu

Síðasti dagur ársins 2020 í dag. „Sem betur fer,“ segja eflaust margir enda verður því seint lýst sem venjulegu ári. Samkomubann hefur verið í gildi síðustu níu mánuði eða svo og daglegt líf okkar allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir þar sem haustið reyndist afar erfitt.

Innlent
Fréttamynd

Grænland lokað næstu tvær vikur

Grænlenska landsstjórnin hefur bannað allt farþegaflug til Grænlands næstu tvær vikur, til 12. janúar. Aðeins verður leyft farþegaflug á vegum stjórnvalda og neyðarflug. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem Kim Kielsen forsætisráðherra og Henrik L. Hansen, landlæknir Grænlands, héldu í Nuuk í gær.

Erlent
Fréttamynd

Baráttunni „engan veginn lokið“ í Bretlandi

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur biðlað til landsmanna að halda sig heima um áramótin og sýna þolinmæði. Baráttunni væri „engan veginn lokið“ þar sem veiran væri í mikilli útbreiðslu, þá sérstaklega vegna nýja afbrigðisins sem hefur hingað til verið kennt við Bretland.

Erlent
Fréttamynd

Færri gjaldþrot en óttast var

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist búast við því að atvinnuleysi haldist svipað um áramót. Hún á ekki von á því að ástandið batni í fyrsta mánuði næsta árs, en enn eigi eftir að spá fyrir um vormánuðina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur árið vera það erfiðasta frá upp­hafi

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir árið sem er að líða vera það erfiðasta fyrir Icelandair og fluggeirann í heild sinni frá því að ferðalög hófust. Krísan hafi verið fordæmalaus og breytt öllum áætlunum fyrir ár sem stefndi annars í að vera með þeim stærri frá upphafi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Við verðum bara að vinna úr því sem við höfum“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að margir sem starfa í heilbrigðisþjónustu og telja sig útsetta fyrir kórónuveirusmiti munu þurfa að bíða í einhvern tíma eftir bóluefni þar sem þeir eru ekki fremstir í forgangsröðuninni. Sjúkraflutningamenn hafa gagnrýnt mjög að vera í fjórða forgangshópi samkvæmt reglugerð á meðan annað heilbrigðisstarfsfólk er í fyrstu hópum.

Innlent
Fréttamynd

Mæla með frekari grímunotkun í ljósi metfjölda dauðsfalla

Yfirvöld í Svíþjóð lögðu til í dag að farþegar almenningsamganga notuðust við grímur á háannatíma. Það yrði væri gert til að sporna gegn mikilli dreifingu nýju kórónuveirunnar. Svíar tilkynntu í dag að 8.846 hefðu greinst smitaðir nýverið og voru 243 ný dauðsföll tilkynnt.

Erlent
Fréttamynd

Boltinn hjá Pfizer segir Þórólfur

Þórólfur Guðnason bindur vonir við að fá svar sem fyrst frá Pfizer hvort hægt verði að koma á fót rannsóknarsamstarfi sem miði að því bólusetja stóran hluta þjóðarinnar gegn Covid-19. Boltinn er nú hjá Pfizer.

Innlent
Fréttamynd

Deilurnar um ávísanirnar halda áfram

Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt.

Erlent