Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Brynjar á Spáni á meðan mælt er gegn ferðalögum

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á heimleið í dag frá Spáni, þar sem hann hefur dvalið í tæpar tvær vikur í heimsókn hjá bróður sínum. Sóttvarnalæknir má hafa sína skoðun á því hvort Íslendingar ferðist að nauðsynjalausu til útlanda, segir Brynjar. 

Innlent
Fréttamynd

Horfum til heildar­hags­muna

Það hvílir á stjórnvöldum hverju sinni að tryggja öryggi og heilsu borgara sinna. Jafnframt að tryggja réttindi borgaranna. Við viljum tryggja heilsu og mannréttindi fólks. Það er eðlilegt að fólk láti reyna á þær sóttvarnir sem stjórnvöld setja hverju sinni. Einkum og sér í lagi þegar þær eru íþyngjandi.

Skoðun
Fréttamynd

Skipverjar á súrálsskipinu „veirufríir“

Átján skipverjar sem hafa verið um borð í súrálsskip á Reyðarfirði síðustu vikur greinast nú ekki lengur smitaðir af kórónuveirunni. Lögreglan á Austurlandi segir að skipverji sem var fluttur á Landspítalann verði líklega útskrifaður þaðan í kvöld eða í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Sóttvarnalæknir vinnur að minnisblaði

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vinnur nú að minnisblaði með tillögum að næstu skrefum eftir að Landsréttur sneri ekki við úrskurði héraðsdóms um að skyldudvöl í sóttkvíarhóteli væri ólögmæt í dag.

Innlent
Fréttamynd

KSÍ fékk nei

Undanþágubeiðni KSÍ um að lið í tveimur efstu deildum karla og kvenna fengi undanþágu til að æfa hefur verið hafnað.

Fótbolti
Fréttamynd

Segja áhættuna af AstraZeneca mjög litla

Fólk er í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid 19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu samkvæmt ítarlegum rannsóknum bæði evrópsku og bresku lyfjastofnanna sem kynntar voru í dag. Ábatinn af notkun efnisins sé til mikilla muna meiri en áhættan sem fylgi því að veikjast af Covid.

Innlent
Fréttamynd

Sér­reglur fyrir á­kveðna hópa erfiðar í fram­kvæmd

Ekki hefur verið skoðað sérstaklega að slaka á sóttvarnareglum fyrir fólk sem hefur verið bólusett gegn kórónuveirunni, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur að sérreglur fyrir bólusetta eða þá sem hafa fengið Covid-19 erfiðar í framkvæmd og eftirliti.

Innlent
Fréttamynd

Kári vill skikka alla farþega í sóttkví

Hópsmit kom upp í vinnuhóp á Suðurlandi í gær og talið er að það megi rekja til einstaklings með mótefni sem smitaðist aftur af veirunni. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að allir sem koma hingað til lands eigi að fara í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Kæru sóttvarnalæknis vísað frá Landsrétti

Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um lögmæti skyldudvalar í sóttkvíarhóteli. Sóttvarnalækni var talinn skorta lögvarða hagsmuni í málinu og tók Landsréttur ekki efnislega afstöðu til lögmætis skyldudvalarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hinir smituðu starfsmenn í ferðaþjónustu

Fimm starfsmenn á vinnustað tengdum ferðaþjónustu í Mýrdalshreppi smituðust af Covid-19 eftir að smitaður einstaklingur kom í heimsókn til þeirra í vikunni. Að sögn Þorbjargar Gísladóttur, sveitarstjóra í Mýrdalshreppi, er ekki talið að smitin hafi nálgast þéttbýli í Vík í Mýrdal.

Innlent
Fréttamynd

Blóðtappar skulu skráðir sem „afar sjaldgæf aukaverkun“ af AstraZeneca

Evrópska lyfjastofnunin (EMA) telur að möguleg tengsl séu á milli sjaldgæfra tilfella blóðtappa og bólusetningar með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Slíkir blóðtappar skuli nú skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Ávinningur af notkun efnisins vegi þó áfram þyngra en áhættan af aukaverkunum þess.

Erlent
Fréttamynd

Smitunum hjá liði Söru fjölgar enn

Allur leikmannahópur Evrópumeistara Lyon er kominn í einangrun vegna fjölda kórónuveirusmita í herbúðum liðsins. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með Lyon.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilja nýja lagasetningu strax

Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að Alþingi komi saman án tafar til þess að ráðast í lagasetningu sem rennir stoðum undir nauðsynlegar sóttvarnir á landamærunum. Það felur í sér að kalla þarf þingmenn heim úr páskafríi.

Innlent
Fréttamynd

Stöðva tímabundið bóluefnarannsóknir á börnum

Vísindamenn AstraZeneca og Oxford-háskóla hafa stöðvað tímabundið bólusetningar barna með bóluefni sínu gegn Covid-19. Ákveðið hefur verið að bíða á meðan breska lyfjastofnunin (MHRA) rannsakar tengsl bóluefnsisins við sjaldgæfa blóðtappa.

Erlent
Fréttamynd

Búast við að súrálsskipið sigli um eða eftir helgi

Átján skipverjar sem eru enn um borð í súrálsskipi á Reyðafirði þar sem kórónuveirusmit komu upp fóru í sýnatöku í dag og er niðurstaðna sagt að vænta í kvöld eða í fyrramálið. Búist er við því að skipið geti látið úr höfn um eða eftir helgi komi ekkert upp á.

Innlent