Innlent

Fréttamynd

Aftur hafinn fundur á Þingvöllum

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar eru aftur komnir til Þingvalla til þess að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum. Þau Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir komu í þjóðgarðinn klukkan tólf, ásamt sínum fylgismönnum.

Innlent
Fréttamynd

Brotnaði á báðum fótum í eins metra falli

Maður slasaðist á fótum eftir að árbakki sem hann stóð á gaf sig rétt ofan við hjólahýsahverfið á Laugarvatni í gærkvöldi. Hann var fluttur slysadeild Landsspítalans og reyndist með opið beinbrot á öðrum fæti og öklabrot á hinum.

Innlent
Fréttamynd

Áfram þingað um stjórnarmyndun

Fundað var á Þingvöllum um myndun ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks fram á kvöld í gær og er ekki búist við öðru en að viðræðum verði framhaldið í dag. Formenn og varaformenn flokkana, ásamt framkvæmdastjórum leiddu viðræðurnar en ásamt þeim voru Árni Matthiesen, fjármálaráðherra og Össur Skarphéðinsson á Þingvöllum.

Innlent
Fréttamynd

Lést í brimsköflum í Vík í Mýrdal

Bandarísk kona um sjötugt lést þegar brimalda hreif hana með sér þar sem hún var á gangi í fjörunni í Vík í Mýrdal í dag. Konan var á ferð með hópi ferðamanna þegar slysið varð.

Innlent
Fréttamynd

Guðfríður Lilja hlaut rússneska kosningu

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var einróma endurkjörin forseti Skáksambandsins á aðalfundi þess í dag. Þá gerðist það í fyrsta skipti í sögu sambandsins, að konur voru kjörnar í meirihluta í stjórn þess.

Innlent
Fréttamynd

Strumpar á leið til Reykjavíkur

Sextán Strumpar eru nú að þramma frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur. Um hádegisbilið voru þeir í Þrengslunum og sóttist ferðin vel. Strumpar þessir tilheyra unglingadeild björgunarsveitarinnar Mannbjörg, í Þorlákshöfn. Þeir kusu sér strumpanafnið sjálfir.

Innlent
Fréttamynd

Búist við nýrri ríkisstjórn í vikunni

Þótt almenn bjartsýni ríki meðal forystumanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um myndun nýrrar ríkisstjórnar, eiga þeir enn eftir að greiða úr stórum álitamálum sín í milli. Formenn flokkanna skipuðu málefnahópa í gær til að koma með tillögur að stjórnarsáttmála.

Innlent
Fréttamynd

Fjölskyldudagur Stöðvar 2 í Húsdýragarðinum

Hinn árlegi fjölskyldudagur Stöðvar 2 er haldinn hátíðlegur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Garðurinn verður opinn frá 11 til 16. Skoppa og Skrítla skemmta börnunum klukkan 14:30. Það er frítt í öll leiktæki í garðinum. Þar er stærsta rennibraut landsins, risa þrautabraut, hoppukastali og fleira.

Innlent
Fréttamynd

Hreindýr og ófærð á vegum

Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði. Hálkublettir eru á Fjarðarheiði og á Mörðudalsöræfum. Ófært er yfir Hellisheiði eystri.Á Austurlandi er mikið um að Hreindýr séu við vegi og eru vegfarendur beðnir um að aka þar með gát.

Innlent
Fréttamynd

Fíkniefnahljóð á netinu

Íslensk ungmenni hafa sótt sér hljóðskrár á netið sem sögð eru hafa viðlíka áhrif á vitundina og eiturefni á borð við kókaín, marijúana og fleiri vímuefni. Lífeðlisfræðingur við Háskóla Íslands hefur ekki áhyggjur af skaðsemi hljóðanna, en telur æskunni betur varið í skemmtilegri afþreyingu.

Erlent
Fréttamynd

Ný stjórn reynist fjármálamörkuðum vel

Verði af myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, eins og útlit er fyrir, mun stjórnin að öllum líkindum reynast fjármálamörkuðum nokkuð hagfelld, að sögn greiningardeildar Glitnis. Deildin telur ekki líkur á miklum breytingum og þykir ólíklegt að skattar á fyrirtæki og fjármagnstekjur verði hækkaðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenski þorskurinn veiðist víða

Íslenski þorskurinn sýnir litla þjóðhollustu og lætur veiða sig í stórum stíl í lögsögum annarra ríkja. Einar Hjörleifsson fiskifræðingur segir í viðtali við Fiskifréttir að talið sé að Færeyingar hafi veitt um 14 þúsund tonn af þorski á Færeyjahrygg á árunum 2003 til sex, og hafi aflinn að stærstum hluta verið íslenskur að uppruna.

Innlent
Fréttamynd

Sátu föst á Steingrímsfjarðarheiði

Lögreglumenn frá Ísafirði og Hólmavík héldu upp á Steingrímsfjarðarheiði undir morgun til að leita að 18 ára pari, sem lagt hafði upp frá Súðavík í gærkvöldi, en ekki skilað sér til Hólamvíkur á tilsettum tíma. Aðstandendur voru orðnir órólegir þar sem stúlkan á von á barni eftir tvo mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Handteknir eftir árekstur

Fimm ungir menn gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að hafa misþyrmt ökumanni bíls, sem þeir lentu í árekstri við í Grafarvogi í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Geir gengur á fund forseta í dag

Geir H. Haarde forsætisráðherra mun í dag ganga á fund forseta Íslands og biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Jafnframt mun hann óska eftir umboði til að mynda nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar en formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkana munu hefjast í dag.

Innlent
Fréttamynd

Krapi og hálka undir Reynisfjalli

Krapi og hálka mynduðust í mikilli úrkomu á Reynisfjalli við Vík í Mýrdal snemma í gærkvöldi. Ökumenn að minnsta kosti tveggja bíla misstu stjórn á bílum sínum vegna þessa og höfnuðu utan vegar en engan sakaði.

Innlent
Fréttamynd

Tókst að slökkva eldinn hjá Hringrás

Slökkviliðinu á Akureyri tókst í nótt að ráða niðurlögum eldsins, sem kviknaði á athafnasvæði Hringrásar í útjaðri bæjarins í gærdag, eftir að tveir ungir strákar höfðu verið að fikta þar með eld.

Innlent
Fréttamynd

Lentu í árekstri og veittust að ökumanni

Harður árekstur varð á áttunda tímanum í kvöld á gatnamótum Hallsvegar og Strandvegar í Reykjavík. Tveir bílar lentu í árekstri og voru fjórir í öðrum bílnum. Ekki er vitað hversu margir farþegar voru í hinum bílnum. Enginn slasaðist alvarlega þó svo að fjarlægja þurfi báða bílana með krana. Eftir áreksturinn veittust mennirnir fjórir, sem voru allir ölvaðir og á tvítugsaldri, að ökumanni hins bílsins. Lögregla var kölluð á staðinn og mennirnir handteknir.

Innlent
Fréttamynd

Syngur um ástir og örlög malískra kvenna

Malíska söngdívan Oumou Sangare sem komin er til landsins segir fjölkvæni í Malí fara verst með konur þar í landi. Söngdívan ætlar sér að syngja um ástir og örlög malískra kvenna fyrir íslendinga á tónleikum á Nasa í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um tryggingaverðmæti

Eigendur húsanna við Lækjargötu tvö og Austurstræti tuttugu og tvö, takast enn á um verðmæti húsanna við tryggingafélag sitt. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir milli borgarinnar og eigendanna um framtíð byggingareitsins.

Innlent
Fréttamynd

Eldur á Akureyri

Eldur kom upp í dekkjahrúgu hjá fyrirtækinu Hringrás við Krossanes á Akureyri í dag. Slökkviliðið á Akureyri náði fljótlega tökum á eldinum. Um mikla aðgerð er að ræða en starfið hefur engu að síður gengið vel. Mikill reykur er af eldinum en hann leggur ekki yfir bæinn þar sem austanátt er ríkjandi.

Innlent
Fréttamynd

Logar í dekkjum á Akureyri

Eldur logar nú í dekkjahrúgu hjá fyrirtækinu Hringrás við Krossanes, þar sem loðnubræðslan var einu sinni, í norðurenda bæjarins. Slökkvilið er á staðnum og er að undirbúa slökkvistarf. Búið er að taka hluta af dekkjahrúgunni til hliðar þess að auðvelda slökkvistarf.

Innlent
Fréttamynd

Krían komin á Álftanesið

Krían er loksins komin á Álftanesið. Hópur af þeim sást á ströndinni þar um hádegisbil og svo virtist sem hann væri þrekaður. Krían sást fyrst í ár þann 22. apríl síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Viðræður við Þjóðverja um varnamál

Þýsk sendinefnd kemur hingað til lands í dag til könnunarviðræðna við íslensk stjórnvöld um hugsanlegt varnarsamstarf. Ekki er um formlegar viðræður að ræða heldur ætla Þjóðverjarnir að skoða varnarsvæðið á Miðnesheiði á morgun með tilliti til aðstöðunnar þar.

Innlent
Fréttamynd

Volta rýkur út

Volta, nýjasta plata Bjarkar, hefur rokselst víða um heim og er níunda söluhæsta platan í Bandaríkjunum og sjöunda mest selda í Bretlandi, samkvæmt samantekt Morgunblaðsins. Þetta er besti árangurs íslensks tónlistarmanns á bandaríska listanum.

Innlent
Fréttamynd

Íslandshreyfingin skuldar tæpar 20 milljónir

Íslandshreyfingin - lifandi land skuldar hátt í tuttugu milljónir eftir kosningabaráttu sína. Greitt var fyrir auglýsingar og leiguhúsnæði undir kosningamiðstöðvar um allt land. Samkvæmt lögum um fjárreiður stjórnmálasamtaka og frambjóðenda skal árlega úthluta fé úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka sem hlotið hafa að minnsta kosti tvö og hálft prósent atkvæða í kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan lýsir eftir konu

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 40 ára gamalli konu, Guðríði Björgu Gunnarsdóttur. Guðríður er þéttvaxin, um 160 sentimetrar á hæð og með stutt dökkt hár. Ekki er vitað um klæðaburð hennar. Ef einhver hefur upplýsingar um ferðir Guðríðar síðan þriðjudaginn 15. maí eða veit hvar hún er, er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000.

Innlent