Innlent

Hreindýr og ófærð á vegum

Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði. Hálkublettir eru á Fjarðarheiði og á Mörðudalsöræfum. Ófært er yfir Hellisheiði eystri.Á Austurlandi er mikið um að Hreindýr séu við vegi og eru vegfarendur beðnir um að aka þar með gát.

Annars eru helstu vegir landsins greiðfærir. Vegna malbikunarframkvæmda við Fjarðarbraut í Hafnarfirði verður veginum lokað frá hringtorgi við Fornubúðir að hringtorgi við Ásvelli frá klukkan 07:00 að morgni laugardagsins 19. maí til klukkan 16:00 sama dag. Vegfarendum er beint um hjáleið.

 

Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á flestöllum hálendisvegum sem að jafnaði eru ekki færir nema að sumarlagi.

Þó er fært inn í Þórsmörk. Einnig eru Uxahryggir orðnir færir og sömuleiðis Dettifossvegur og Hólssandur. Þeim sem vilja komast með bíla eða vélsleða á snjó er bent á að hægt er að fara frá Húsafelli upp á Langjökul og einnig er hægt að komast upp á Mýrdalsjökul um Sólheimaheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×