Innlent

Lést í brimsköflum í Vík í Mýrdal

Bandarísk kona um sjötugt lést þegar brimalda hreif hana með sér þar sem hún var á gangi í fjörunni í Vík í Mýrdal í dag. Konan var á ferð með hópi ferðamanna þegar slysið varð.

Konan var á gangi í fjörunni við Reynisskarð rétt vestan við Vík í Mýrdal þegar slysið varð. Þrír úr hópnum sem konan var í óðu út í til að freista þess að bjarga konunni en komust við illan leik á fast land aftur.

Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan korter í fjögur. Strax voru kallaðar út björgunarsveitir á svæðinu og óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar sem sendi þyrlu til leitar. Konan fannst um klukkustund síðar í sjónum en þá var hún látin.

Stórstreymt var við fjöruna í dag og mikið brim. Fólk er varað við að fara í fjöruna við slíkar aðstæður enda myndast þá jafna mikið sog og stórar öldur ganga yfir. Athygli vekur að hópur konunnar var á vegum íslenskrar ferðaskrifstofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×