Innlent Eyjamenn framlengja tilboðsfrest í Vinnslustöðina Eyjamenn ehf., sem framkvæmdastjórinn Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson og ráðandi hluthafar úr Eyjum fara fyrir, hafa ákveðið að framlengja tilboð sitt í Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum í kjölfar samkeppnistilboðs í félagið. Tilboðið var lagt fram 9. maí síðastliðinn og hljóðaði upp á 4,60 krónur á hlut. Með framlengingunni er þeim sem ákváðu að taka tilboðinu gert kleift að endurmeta samþykki sitt. Viðskipti innlent 4.6.2007 09:30 Sniglarnir vilja víravegriðin niður Félagar í Sniglunum lokuðu hluta Suðurlandsvegar síðdegis í dag til að mótmæla vírvegriðum á veginum. Sniglarnir krefjast þess að þau verði tekin niður, en víravegriðin vekja ugg og skelfingu meðal mótorhjólamanna, segir Valdís Steinarrsdóttir, formaður Sniglanna. Innlent 3.6.2007 19:19 Flensborgarskóli 125 ára í dag Í dag var haldið upp á 125 ára afmæli Flensborgarskóla í Hafnarfirði með hátíðartónleikum kórs skólans. Eyjólfur Eyjólfsson söng einsöng við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur, sem bæði stunduðu nám við skólann og sungu með kórnum. Innlent 3.6.2007 19:27 Hundruð milljóna svik á ári hverju Hundruð milljóna króna eru svikin út úr Tryggingastofnun á ári hverju ef umfang tryggingasvika hér er sambærilegt við Svíþjóð. Tryggingastofnun hefur fengið um 130 ábendingar frá almenningi síðan eftirlit var tekið upp hjá stofnuninni. Um helmingur þeirra hefur reynst á rökum reistur Innlent 3.6.2007 19:16 Egill segist hafa verið laus allra mála Egill Helgason hefur sent frá sér tilkynningu vegna kröfu 365 miðla um að Egill standi við þá samninga sem hann hefur gert. Í svari sínu segist Egill hafa verið laus allra mála hjá Stöð tvö þegar hann réð sig til RÚV. Svar Egils í heild sinni má sjá hér. Innlent 3.6.2007 18:28 Eldri hjón urðu fyrir gaseitrun Eldri hjón voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi um klukkan tvö í dag eftir að þau fundust meðvitundarlaus í hjólhýsi á Barðaströnd í morgun. Grunur leikur á að þau hafi orðið fyrir gaseitrun. Innlent 3.6.2007 18:18 365 miðlar krefjast þess að Egill standi við gerða samninga 365 miðlar hafa með bréfi krafist þess formlega að Egill Helgason stjórnandi þáttarins Silfur Egils, efni samning við 365 miðla til tveggja ára. Egill réði sig nýlega til starfa hjá Ríkissjónvarpinu og fullyrti að enginn samningur lægi fyrir um áframhaldandi störf hans fyrir Stöð 2 og netmiðilinn visir.is. Í bréfi lögmanns 365 miðla er vitnað í tölvupósta milli Ara Edwalds, forstjóra 365, og Egils, þar sem fram komi að Egill hafi staðfest að nýr samningur væri kominn milli hans og 365. Innlent 3.6.2007 17:34 Helgi Hjálmsson nýr formaður Landssambands eldri borgara Helgi Hjálmsson fráfarandi varaformaður Landssambands eldri borgara var kjörinn formaður sambandsins á landsþingi fyrr í dag. Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir sem verið hefur formaður Landssambandsins undanfarin tvö ár, dró framboð sitt til formanns til baka á síðustu stundu og var Helgi kosinn einróma án formlegrar atkvæðagreiðslu. Innlent 3.6.2007 16:59 Gengið yfir Vestfirðinga Matthías Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir að Íslendingar eigi að segja skilið við fiskveiðistjórnunarkerfið og hætta að ljúga því að sjálfum sér að kerfið sé gott. Hann segir að gengið hafi verið yfir Vestfirðinga með tilheyrandi hruni byggða. Innlent 3.6.2007 14:04 70 ára afmæli Icelandair Icelandair Group heldur upp á sjötíu ára afmæli félagsins nú í hádeginu í nýju stórhýsi Flugsafnsins á Akureyrarflugvelli. Saga félagsins hófst með stofnun Flugfélags Akureyrar árið 1937. Innlent 3.6.2007 12:30 Tveir teknir á metamfetamíni Lögreglan á Akranesi hefur á þremur dögum tekið tvo menn með metamfetamín í þvagi. Eiturlyfið er sárasjaldgæft á Íslandi og hefur varla sést í uppundir tvö ár. Innlent 3.6.2007 12:18 Unga parið enn á gjörgæsludeild Ungt par sem slasaðist alvarlega í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi á fimmtudaginn er enn á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahús. Konunni er haldið sofandi í öndunarvél en hún gekkst undir aðgerð við komuna á spítalann. Þriggja mánaða dóttir þeirra, sem var með þeim í bílnum, slasaðist mun minna en foreldrar hennar. Innlent 3.6.2007 10:32 Frístundakort í salt um sinn Vinstri grænir gagnrýna að ekki verði hægt að nota frístundakortin í Reykjavík til að greiða fyrir þjónustu frístundaheimlis ÍTR. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðslu um frístundakort fyrir 6-18 ára börn í borginni og harmar að ekki hafi náðst þverpólitísk samstaða um málið. Innlent 3.6.2007 09:54 Öll fiskiskip í landi Öll fiskiskip íslenska flotans eru í landi í dag, sjómannadaginn, en dagurinn er haldinn hátíðlegur víðast hvar á landinu. Sjómannaguðþjónusta fór fram í Dómkirkjunni í morgun og blómsveigur var lagður á leiði óþekkta sjómannsins. Innlent 3.6.2007 09:46 Afmælisstemning á Hrafnistu Haldið er upp á 50 ára afmæli Hrafnistu í Reykjavík og 30 ára afmæli Hrafnistu í Hafnarfirði í dag, sjómannadag. Af þessu tilefni er efnt til hátíðardagskrár á báðum heimilunum. Núna klukkan tíu hóf Lúðrasveit Hafnarfjarðar blástur við andyri Hrafnistuheimilisins þar en formleg dagskrá hefst síðan klukkan korter í tvö og stendur fram eftir degi. Innlent 3.6.2007 09:45 Bryggjudagurinn haldinn hátíðlegur í dag Bryggjudagur var haldinn hátíðlegur við höfnina í Kópavogi í annað sinn í dag. Að hátíðinni standa íbúar við Bakkabraut 5 - 7 og fyrirtæki þeirra. Framtakið vakti mikla ánægju þeirra sem sóttu daginn í fyrra, enda mikið framboð af sýningum og skemmtiatriðum af ýmsu tagi auk þess sem íbúar bryggjuhúsanna buðu gestum að smakka allskyns góðgæti. Innlent 2.6.2007 18:30 Jafntefli við Liechtenstein Íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði í dag jafntefli við smáríkið Liechtenstein. Leikurinn fór 1-1 og íslenska liðið spilaði langt undir getu í dag. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði mark íslendinga á 27. mínútu en Raphael Rohrer jafnaði fyrir Liechtenstein á 69. mínútu. Innlent 2.6.2007 18:14 Nærri 400 manns hafa gengið á Esjuna í dag Milli 300 og 400 manns eru komin á lista yfir þá sem hafa gengið á Esjuna í dag. Fimmtindahópurinn svokallaði ætlar sér að setja Íslandsmet í fjöldagöngu á Esjuna. Ekki er vitað til þess að áður hafi verið sett met í þessu. Innlent 2.6.2007 14:46 Nýtt strætóleiðakerfi á morgun Farþegum strætó fækkar um fjörutíu prósent á sumrin og því er þjónustan löguð að viðskiptavininum, segir Gísli Marteinn Baldursson formaður Umhverfisráðs, en leiðakerfi Strætó breytist á morgun og ferðum verður fækkað. Oddviti minnihlutans dregur í efa mælingar á notkun strætó. Innlent 2.6.2007 12:34 Vesturbæjarhreinsun Borgaryfirvöld halda áfram að taka upp hanskann fyrir Reykjavík en í dag er hreinsunardagur í Vesturbænum. Innlent 2.6.2007 12:32 Byrjunarlið Íslands á móti Liechtenstein Ísland og Liechtenstein mætast á Laugardalsvelli í dag kl. 16:00 en leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM 2008. Þjóðirnar hafa hlotið jafnmörg stig í riðlinum til þessa en íslensku strákarnir eru staðráðnir að ná sér í þrjú stig út úr þessari viðureign. Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og má sjá það hér. Helst ber að nefna að Matthías Guðmundsson, leikmaður FH, er í byrjunarliðinu. Innlent 2.6.2007 11:59 Prjónað til góðs á Austurvelli í sumar Góðgerðaprjón verður iðkað á Austurvelli í sumar á vegum hönnunarhópsins Títu. Hópurinn er einn af þrettán hópum sem vinna í sumar á vegum Hins hússins. Í hópnum eru fimm ungar konur sem ákváðu að vera á Austurvelli 1-2 eftirmiðdaga í viku með garn og sitja þar við prjónaskap. Innlent 2.6.2007 09:46 Liggja þungt haldin á gjörgæsludeild Ungt par sem slasaðist alvarlega í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi í fyrradag liggur enn þungt haldið á gjörgæsludeild Landspítalans. Konunni er haldið sofandi í öndunarvél en hún gekkst undir aðgerð við komuna á spítalann. Þriggja mánaða dóttir þeirra var með þeim í bílnum en hún slasaðist mun minna en foreldrar hennar. Innlent 2.6.2007 09:44 Bátur tókst á loft Bátur tókst á loft þegar hann losnaði aftan úr jeppa sem var á leið austur Suðurlandsveg í gær. Mildi var að enginn slasaðist þegar báturinn kom aftur niður á jörðina, því þá lenti hann beint á Land Cruiser-jeppa sem var að koma úr gagnstæðri átt. Innlent 2.6.2007 09:43 Skíðasvæðið á Siglufirði opið í dag Tuttugu stiga hiti og léttskýjað er á eina skíðasvæðinu sem opið er á landinu í dag - í Skarðsdal við Siglufjörð. Úlfur Guðmundsson, forstöðumaður svæðisins, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að meiriháttar snjór væri í dalnum og mikill snjór á efra svæði. Snjórinn er hins vegar lítill á neðra svæði enda hefur tólf til tuttugu stiga hiti verið á Siglufirði í vikunni. Innlent 2.6.2007 09:42 Slökkviliðið kallað út vegna skúringahanska Laust fyrir miðnætti í nótt var slökkviliðið í Borgarnesi kallað út að verslun Samkaupa í bænum. Í ljós kom að skúringakona hafði gleymt hönskum á hellu en enginn eldur var. Slökkvilið reykræsti síðan verslunina. Ekki er vitað um tjón en talið er að það hafi verið lítið. Innlent 2.6.2007 09:40 Engar kvartanir vegna reykingabanns Gestir veitinga- og skemmtihúsa létu fæstir á sig fá að þurfa að standa úti í nótt til að fá sér að reykja. Svo virðist sem flestir hafi virt bannið þó fólk sé missátt við það. Innlent 2.6.2007 09:39 Glerhöll í Nauthólsvík Gestir Nauthólsvíkur geta í allt sumar skoðað tölvumyndasýningu af tilvonandi húsnæði Háskólans í Reykjavík. Framkvæmdir hefjast strax í haust, að þessu næststærsta húsi Reykjavíkur. Innlent 1.6.2007 19:01 Löng bið eftir sjúkdómsgreiningu hjá Greiningarstöð ríkisins Móðir 12 ára einhverfrar stúlku segir skelfilegt að foreldrar þurfi að bíða í eitt til þrjú ár eftir að börn þeirra verði sjúkdómsgreind, hjá Greiningarstöð ríkisins. Hún segir takmarkaðan skilning hjá almenningi í garð foreldra einhverfra barna, því fötlun þeirra sé ekki sýnileg. Innlent 1.6.2007 18:59 Hugmyndasamkeppni um hjarta miðborgarinnar Allt að sex arkitektastofur verða valdar til að leggja fram hugmyndir um enduruppbyggingu í Kvosinni eftir bruna húsanna að Austurstræti 22 og Lækjargötu 2. Innlent 1.6.2007 18:57 « ‹ 72 73 74 75 76 77 78 79 80 … 334 ›
Eyjamenn framlengja tilboðsfrest í Vinnslustöðina Eyjamenn ehf., sem framkvæmdastjórinn Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson og ráðandi hluthafar úr Eyjum fara fyrir, hafa ákveðið að framlengja tilboð sitt í Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum í kjölfar samkeppnistilboðs í félagið. Tilboðið var lagt fram 9. maí síðastliðinn og hljóðaði upp á 4,60 krónur á hlut. Með framlengingunni er þeim sem ákváðu að taka tilboðinu gert kleift að endurmeta samþykki sitt. Viðskipti innlent 4.6.2007 09:30
Sniglarnir vilja víravegriðin niður Félagar í Sniglunum lokuðu hluta Suðurlandsvegar síðdegis í dag til að mótmæla vírvegriðum á veginum. Sniglarnir krefjast þess að þau verði tekin niður, en víravegriðin vekja ugg og skelfingu meðal mótorhjólamanna, segir Valdís Steinarrsdóttir, formaður Sniglanna. Innlent 3.6.2007 19:19
Flensborgarskóli 125 ára í dag Í dag var haldið upp á 125 ára afmæli Flensborgarskóla í Hafnarfirði með hátíðartónleikum kórs skólans. Eyjólfur Eyjólfsson söng einsöng við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur, sem bæði stunduðu nám við skólann og sungu með kórnum. Innlent 3.6.2007 19:27
Hundruð milljóna svik á ári hverju Hundruð milljóna króna eru svikin út úr Tryggingastofnun á ári hverju ef umfang tryggingasvika hér er sambærilegt við Svíþjóð. Tryggingastofnun hefur fengið um 130 ábendingar frá almenningi síðan eftirlit var tekið upp hjá stofnuninni. Um helmingur þeirra hefur reynst á rökum reistur Innlent 3.6.2007 19:16
Egill segist hafa verið laus allra mála Egill Helgason hefur sent frá sér tilkynningu vegna kröfu 365 miðla um að Egill standi við þá samninga sem hann hefur gert. Í svari sínu segist Egill hafa verið laus allra mála hjá Stöð tvö þegar hann réð sig til RÚV. Svar Egils í heild sinni má sjá hér. Innlent 3.6.2007 18:28
Eldri hjón urðu fyrir gaseitrun Eldri hjón voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi um klukkan tvö í dag eftir að þau fundust meðvitundarlaus í hjólhýsi á Barðaströnd í morgun. Grunur leikur á að þau hafi orðið fyrir gaseitrun. Innlent 3.6.2007 18:18
365 miðlar krefjast þess að Egill standi við gerða samninga 365 miðlar hafa með bréfi krafist þess formlega að Egill Helgason stjórnandi þáttarins Silfur Egils, efni samning við 365 miðla til tveggja ára. Egill réði sig nýlega til starfa hjá Ríkissjónvarpinu og fullyrti að enginn samningur lægi fyrir um áframhaldandi störf hans fyrir Stöð 2 og netmiðilinn visir.is. Í bréfi lögmanns 365 miðla er vitnað í tölvupósta milli Ara Edwalds, forstjóra 365, og Egils, þar sem fram komi að Egill hafi staðfest að nýr samningur væri kominn milli hans og 365. Innlent 3.6.2007 17:34
Helgi Hjálmsson nýr formaður Landssambands eldri borgara Helgi Hjálmsson fráfarandi varaformaður Landssambands eldri borgara var kjörinn formaður sambandsins á landsþingi fyrr í dag. Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir sem verið hefur formaður Landssambandsins undanfarin tvö ár, dró framboð sitt til formanns til baka á síðustu stundu og var Helgi kosinn einróma án formlegrar atkvæðagreiðslu. Innlent 3.6.2007 16:59
Gengið yfir Vestfirðinga Matthías Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir að Íslendingar eigi að segja skilið við fiskveiðistjórnunarkerfið og hætta að ljúga því að sjálfum sér að kerfið sé gott. Hann segir að gengið hafi verið yfir Vestfirðinga með tilheyrandi hruni byggða. Innlent 3.6.2007 14:04
70 ára afmæli Icelandair Icelandair Group heldur upp á sjötíu ára afmæli félagsins nú í hádeginu í nýju stórhýsi Flugsafnsins á Akureyrarflugvelli. Saga félagsins hófst með stofnun Flugfélags Akureyrar árið 1937. Innlent 3.6.2007 12:30
Tveir teknir á metamfetamíni Lögreglan á Akranesi hefur á þremur dögum tekið tvo menn með metamfetamín í þvagi. Eiturlyfið er sárasjaldgæft á Íslandi og hefur varla sést í uppundir tvö ár. Innlent 3.6.2007 12:18
Unga parið enn á gjörgæsludeild Ungt par sem slasaðist alvarlega í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi á fimmtudaginn er enn á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahús. Konunni er haldið sofandi í öndunarvél en hún gekkst undir aðgerð við komuna á spítalann. Þriggja mánaða dóttir þeirra, sem var með þeim í bílnum, slasaðist mun minna en foreldrar hennar. Innlent 3.6.2007 10:32
Frístundakort í salt um sinn Vinstri grænir gagnrýna að ekki verði hægt að nota frístundakortin í Reykjavík til að greiða fyrir þjónustu frístundaheimlis ÍTR. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðslu um frístundakort fyrir 6-18 ára börn í borginni og harmar að ekki hafi náðst þverpólitísk samstaða um málið. Innlent 3.6.2007 09:54
Öll fiskiskip í landi Öll fiskiskip íslenska flotans eru í landi í dag, sjómannadaginn, en dagurinn er haldinn hátíðlegur víðast hvar á landinu. Sjómannaguðþjónusta fór fram í Dómkirkjunni í morgun og blómsveigur var lagður á leiði óþekkta sjómannsins. Innlent 3.6.2007 09:46
Afmælisstemning á Hrafnistu Haldið er upp á 50 ára afmæli Hrafnistu í Reykjavík og 30 ára afmæli Hrafnistu í Hafnarfirði í dag, sjómannadag. Af þessu tilefni er efnt til hátíðardagskrár á báðum heimilunum. Núna klukkan tíu hóf Lúðrasveit Hafnarfjarðar blástur við andyri Hrafnistuheimilisins þar en formleg dagskrá hefst síðan klukkan korter í tvö og stendur fram eftir degi. Innlent 3.6.2007 09:45
Bryggjudagurinn haldinn hátíðlegur í dag Bryggjudagur var haldinn hátíðlegur við höfnina í Kópavogi í annað sinn í dag. Að hátíðinni standa íbúar við Bakkabraut 5 - 7 og fyrirtæki þeirra. Framtakið vakti mikla ánægju þeirra sem sóttu daginn í fyrra, enda mikið framboð af sýningum og skemmtiatriðum af ýmsu tagi auk þess sem íbúar bryggjuhúsanna buðu gestum að smakka allskyns góðgæti. Innlent 2.6.2007 18:30
Jafntefli við Liechtenstein Íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði í dag jafntefli við smáríkið Liechtenstein. Leikurinn fór 1-1 og íslenska liðið spilaði langt undir getu í dag. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði mark íslendinga á 27. mínútu en Raphael Rohrer jafnaði fyrir Liechtenstein á 69. mínútu. Innlent 2.6.2007 18:14
Nærri 400 manns hafa gengið á Esjuna í dag Milli 300 og 400 manns eru komin á lista yfir þá sem hafa gengið á Esjuna í dag. Fimmtindahópurinn svokallaði ætlar sér að setja Íslandsmet í fjöldagöngu á Esjuna. Ekki er vitað til þess að áður hafi verið sett met í þessu. Innlent 2.6.2007 14:46
Nýtt strætóleiðakerfi á morgun Farþegum strætó fækkar um fjörutíu prósent á sumrin og því er þjónustan löguð að viðskiptavininum, segir Gísli Marteinn Baldursson formaður Umhverfisráðs, en leiðakerfi Strætó breytist á morgun og ferðum verður fækkað. Oddviti minnihlutans dregur í efa mælingar á notkun strætó. Innlent 2.6.2007 12:34
Vesturbæjarhreinsun Borgaryfirvöld halda áfram að taka upp hanskann fyrir Reykjavík en í dag er hreinsunardagur í Vesturbænum. Innlent 2.6.2007 12:32
Byrjunarlið Íslands á móti Liechtenstein Ísland og Liechtenstein mætast á Laugardalsvelli í dag kl. 16:00 en leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM 2008. Þjóðirnar hafa hlotið jafnmörg stig í riðlinum til þessa en íslensku strákarnir eru staðráðnir að ná sér í þrjú stig út úr þessari viðureign. Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og má sjá það hér. Helst ber að nefna að Matthías Guðmundsson, leikmaður FH, er í byrjunarliðinu. Innlent 2.6.2007 11:59
Prjónað til góðs á Austurvelli í sumar Góðgerðaprjón verður iðkað á Austurvelli í sumar á vegum hönnunarhópsins Títu. Hópurinn er einn af þrettán hópum sem vinna í sumar á vegum Hins hússins. Í hópnum eru fimm ungar konur sem ákváðu að vera á Austurvelli 1-2 eftirmiðdaga í viku með garn og sitja þar við prjónaskap. Innlent 2.6.2007 09:46
Liggja þungt haldin á gjörgæsludeild Ungt par sem slasaðist alvarlega í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi í fyrradag liggur enn þungt haldið á gjörgæsludeild Landspítalans. Konunni er haldið sofandi í öndunarvél en hún gekkst undir aðgerð við komuna á spítalann. Þriggja mánaða dóttir þeirra var með þeim í bílnum en hún slasaðist mun minna en foreldrar hennar. Innlent 2.6.2007 09:44
Bátur tókst á loft Bátur tókst á loft þegar hann losnaði aftan úr jeppa sem var á leið austur Suðurlandsveg í gær. Mildi var að enginn slasaðist þegar báturinn kom aftur niður á jörðina, því þá lenti hann beint á Land Cruiser-jeppa sem var að koma úr gagnstæðri átt. Innlent 2.6.2007 09:43
Skíðasvæðið á Siglufirði opið í dag Tuttugu stiga hiti og léttskýjað er á eina skíðasvæðinu sem opið er á landinu í dag - í Skarðsdal við Siglufjörð. Úlfur Guðmundsson, forstöðumaður svæðisins, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að meiriháttar snjór væri í dalnum og mikill snjór á efra svæði. Snjórinn er hins vegar lítill á neðra svæði enda hefur tólf til tuttugu stiga hiti verið á Siglufirði í vikunni. Innlent 2.6.2007 09:42
Slökkviliðið kallað út vegna skúringahanska Laust fyrir miðnætti í nótt var slökkviliðið í Borgarnesi kallað út að verslun Samkaupa í bænum. Í ljós kom að skúringakona hafði gleymt hönskum á hellu en enginn eldur var. Slökkvilið reykræsti síðan verslunina. Ekki er vitað um tjón en talið er að það hafi verið lítið. Innlent 2.6.2007 09:40
Engar kvartanir vegna reykingabanns Gestir veitinga- og skemmtihúsa létu fæstir á sig fá að þurfa að standa úti í nótt til að fá sér að reykja. Svo virðist sem flestir hafi virt bannið þó fólk sé missátt við það. Innlent 2.6.2007 09:39
Glerhöll í Nauthólsvík Gestir Nauthólsvíkur geta í allt sumar skoðað tölvumyndasýningu af tilvonandi húsnæði Háskólans í Reykjavík. Framkvæmdir hefjast strax í haust, að þessu næststærsta húsi Reykjavíkur. Innlent 1.6.2007 19:01
Löng bið eftir sjúkdómsgreiningu hjá Greiningarstöð ríkisins Móðir 12 ára einhverfrar stúlku segir skelfilegt að foreldrar þurfi að bíða í eitt til þrjú ár eftir að börn þeirra verði sjúkdómsgreind, hjá Greiningarstöð ríkisins. Hún segir takmarkaðan skilning hjá almenningi í garð foreldra einhverfra barna, því fötlun þeirra sé ekki sýnileg. Innlent 1.6.2007 18:59
Hugmyndasamkeppni um hjarta miðborgarinnar Allt að sex arkitektastofur verða valdar til að leggja fram hugmyndir um enduruppbyggingu í Kvosinni eftir bruna húsanna að Austurstræti 22 og Lækjargötu 2. Innlent 1.6.2007 18:57