Innlent

365 miðlar krefjast þess að Egill standi við gerða samninga

365 miðlar hafa með bréfi krafist þess formlega að Egill Helgason stjórnandi þáttarins Silfur Egils, efni samning við 365 miðla til tveggja ára. Egill réði sig nýlega til starfa hjá Ríkissjónvarpinu og fullyrti að enginn samningur lægi fyrir um áframhaldandi störf hans fyrir Stöð 2 og netmiðilinn visir.is. Í bréfi lögmanns 365 miðla er vitnað í tölvupósta milli Ara Edwalds, forstjóra 365, og Egils, þar sem fram komi að Egill hafi staðfest að nýr samningur væri kominn á milli hans og 365.

Þess er krafist að Egill standi við samninginn og tilkynni það fyrir 8. júní næstkomandi, ella verði þess krafist að lögbann verði sett á fyrirhuguð störf hans hjá Ríkissjónvarpinu og undirbúningur hafinn að skaðabótamáli gegn honum vegna ólögmætrar uppsagnar og ráðningar til Ríkissjónvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×