Innlent

Fréttamynd

Áhöfn Sifjar vill fara að fljúga aftur sem fyrst

Áhöfn Landhelgisgæsluþyrlunnar Sifjar vonast til að geta farið aftur að fljúga sem fyrst. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í flugskýli Landhelgisgæslu Íslands við Reykjavíkurflugvöll kl. 16 í dag og var að ljúka.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæli við Grundartanga

Mótmælendur samtakana Saving Iceland mótmæla nú við álver Norðuráls á Grundartanga. Nokkrir mótmælendur hafa lokað annarri aðkeyrslunni að álverinu með því að hlekkja sig við veginn, en samkvæmt lögreglunni á Akranesi truflar það ekki aðkomu því önnur leið er að svæðinu. Þá hefur einn mótmælandinn klifrað upp í krana.

Innlent
Fréttamynd

Ósæmileg meðferð kirkjumuna

Tveir 17 ára piltar voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu á dögunum en þeir voru með hvítan trékross í eftirdragi. Á krossinum var áletrað nafn látins einstaklings. Aðspurðir sögðust piltarnir hafa fundið krossinn fyrir tilviljun á víðavangi og ætluðu að gera úr honum listaverk.

Innlent
Fréttamynd

Mennirnir sem leitað var að á Grænlandi eru á lífi

Danski flotinn á Grænlandi bíður nú eftir betri veðurskilyrðum til að bjarga tveimur mönnum sem fóru á flugi yfir Grænlandsjökul. Ekki er staðfest hvort flugvél mannanna hafi brotlent eða nauðlent. Kurt Andreasen, upplýsingafulltrúi dönsku flugmálastjórnarinnar, staðfestir að mennirnir séu á lífi. Þeir flugu í franskri vél af gerðinni ULM-Ultralight.

Innlent
Fréttamynd

Saksóknari efnahagsbrota kærir frávísun til Hæstaréttar

Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra mun kæra úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra í morgun til Hæstaréttar. Héraðsdómur vísaði máli gegn fólki á Akureyri sem nýtti sér kerfisvillu í netbanka Glitnis frá, á þeim grundvelli að kæruvald saksóknara efnahagsbrota styddist ekki við lög.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjórn Akureyrar ályktar vegna skerðingar á aflaheimildum á þorski

Bæjarstjórn Akureyrar ályktaði vegna skerðingar á aflaheimildum á bæjarstjórnarfundi í gær. Bæjarstjórnin lýsir þar yfir þungum áhyggjum af afleiðingum sem skerðingin mun hafa á atvinnulíf í Eyjafirði og á Norðurlandi öllu. Einnig óskar bæjarstjórnin tafarlaust eftir viðræðum við ríkisstjórnina um atvinnumál Eyjafjarðarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Iðnaðarráðherra leggst á sveif með afa og ömmu

Afi og amma Suður-amerískrar stúlku á Ísafirði standa í ströngu í viðskiptum sínum við yfirvöld innflytjendamála. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra hefur nú lagst á sveif með hjónunum. Á heimasíðu Bæjarins besta er sagt frá afa og ömmu hinnar Suður-amerísku Alejöndru sem þurfa að sækja um dvalarleyfi fyrir hana hér á landi á sex mánaða fresti.

Innlent
Fréttamynd

Óþolinmæði og tillitsleysi ökumanna

Ökumenn sýndu óþolinmæði og tillitsleysi í gær við gatnamót Vesturlandsvegar og Þingvallavegar samkvæmt lögreglu, en þar var unnið við malbikun. Á umræddum gatnamótum er nú 30 km hámarkshraði, en engu að síður keyrðu ökumenn ógætilega um svæðið. Skapaðist því mikil hætta fyrir vegfarendur, ekki síst fyrir þá vinnumenn sem voru að vinna við malbikun.

Innlent
Fréttamynd

Anheuser-Busch eignast 20% í Icelandic Glacial

Bandaríski risinn á drykkjarvörumarkaði, Anheuser-Busch hefur eignast 20% í vatnsfyrirtæki Jóns Ólafssonar og sonar hans Kristjáns. Þeir reka átöppunarverksmiðju á lindarvatni í Þorlákshöfn og er vatnið markaðssett undir vörumerkinu Icelandic Glacial.

Innlent
Fréttamynd

Umferðarkönnun á Öxnadalsheiði

Vegagerðin mun standa fyrir umferðarkönnun á Hringvegi um Öxnadalsheiði fimmtudaginn 19. júlí og laugardaginn 21. júlí næstkomandi. Könnunin stendur yfir frá kl. 08:00-23:00 báða dagana.

Innlent
Fréttamynd

Brot 39 ökumanna voru mynduð á hraðamyndavél lögreglunnar

Brot 39 ökumanna voru mynduð á hraðamyndavél lögreglunnar sem var við eftirlit á Álftanesi í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Álftanesveg í suðurátt, þ.e. að Garðavegi. Á einni klukkustund, um hádegisbil, fóru 189 ökutæki þessa akstursleið og því óku 21% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða.

Innlent
Fréttamynd

LSH fær nýjar talstöðvar að gjöf

Lionsklúbburinn Þór hefur fært slysa- og bráðasviði LSH að gjöf fimm nýjar Tetra talstöðvar. Talstöðvarnar leysa af hólmi eldri tæki sem ætluð voru fyrir greiningarsveit LSH.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir vörslu barnakláms

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi mann fyrir vörslu barnakláms á mánudaginn. Ákvörðun um refsingu mannsins var frestað og fellur hún niður að liðnum 2 árum frá uppkvaðningu dóms haldi maðurinn almennt skilorð. Manninum er gert að greiða rúmlega 82.000 krónur í sakarkostnað.

Innlent
Fréttamynd

Sekt fyrir að klæðast einkennisskyrtu lögreglu opinberlega

Karlmaður á Akureyri var í gær dæmdur til að greiða 20.000 króna sekt í ríkissjóð fyrir að vera í lögreglubúningi. Maðurinn var í einkennisskyrtu lögreglu á veitingastaðnum Kaffi Akureyri aðfaranótt sunnudagsins 29. apríl í vor. Héraðsdómur Norðurlands eystra taldi að hann hafi með því brotið gegn valdstjórninni.

Innlent
Fréttamynd

Bára Friðriksdóttir valin í Tjarnaprestakalli

Valnefnd í Tjarnaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi, ákvað á fundi sínum þann 6. júlí síðastliðinn að leggja til að sr. Bára Friðriksdóttir verði ráðin sóknarprestur í Tjarnaprestakalli. Níu umsækjendur voru um embættið. Embættið veitist frá 1. september 2007.

Innlent
Fréttamynd

Tilkynning frá vegagerðinni

Vegna mikilla blæðinga í malbiki á Kræklingahlíð norðan Akureyrar eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát meðan þetta ástand varir og fylgja fyrirmælum um lækkun á umferðarhraða. Búið er að gera við skemmdir á klæðningu á Þingvallavegi við Grafningsvegamót. Vegfarendur eru þó enn beðnir að sýna aðgát vegna steinkasts.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán stútar teknir um helgina

Þrettán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta voru tólf karlar og ein kona á fimmtugsaldri. Lögreglan stöðvaði sömuleiðis för sex annarra ökumanna í Reykjavík um helgina. Fimm þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og einn hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta voru allt karlmenn.

Innlent
Fréttamynd

Nafn mannsins sem lést á Akrafjallsvegi

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Akrafjallsvegi í gær hét Aðalsteinn Davíð Jóhannsson. Hann var 35 ára gamall og bjó á Akranesi. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö ung börn.

Innlent
Fréttamynd

Mikið um innbrot í bíla

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ítrekar á vefsíðu sinni við vegfarendur að skilja ekki verðmæti eftir í bílum sínum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að verðmæti séu ekki í augsýn. Talsvert hefur verið um innbrot í bíla upp á síðkastið. Þjófar virðast meðal annars sækjast eftir geislaspilurum, myndavélum og GPS-tækjum.

Innlent
Fréttamynd

Bjórsalar herja á ungmenni höfuðborgarinnar

Svokallaðir bjórsalar hafa komið í stað landasala í því að sjá ungmennum höfuðborgarinnar fyrir áfengi. Bjórsalar eru ungt fólk með aldur til að kaupa áfengi í vínbúðum, sem selja bjór til ungmenna með umtalsverðri álagningu. Sem dæmi má nefna að kippa af Viking Lager kostar 2500 krónur hjá bjórsala, en 990 krónur í vínbúð. Þetta er rúmlega 150% hækkun.

Innlent
Fréttamynd

Slysum á Miklubraut fjölgaði um 45%

Aftanákeyrslum í Reykjavík fjölgaði um 25% árið 2006. Flest tjón verða á Miklubrautinni og fjöldi slasaðra þar aukist um 45%. Og enn einu sinni eru gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar þau tjónamestu. Þetta kemur fram í samantekt Sjóvá Forvarnarhússins fyrir árið 2006.

Innlent
Fréttamynd

Tæplega 42.000 skátar koma saman á alheimsmóti

Tæplega 42.000 skátar frá 159 þjóðlöndum munu sækja 21. alheimsmót skáta sem haldið verður í Hylands-Park í Englandi dagana 27. júlí til 8. ágúst. Frá Íslandi fara ríflega 440 íslenskir skátar og mun það vera stærsti hópur sem skátar á Íslandi hafa nokkru sinni sent á viðburð erlendis. Rúmlega 320 þessara þátttakenda eru unglingar á aldrinum 14-18 ára.

Erlent
Fréttamynd

Hundurinn Lúkas er sagður á lífi

Hundurinn Lúkas er að öllum líkindum á lífi. Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunar á Akureyri, segir að lögreglumenn hafi ásamt eiganda hundsins séð Lúkas fyrir ofan bæinn eftir ábendingar frá vegfaranda.

Innlent
Fréttamynd

Á 160 kílómetra hraða á leið til kærustunnar

Tveir ökumenn á fertugsaldri voru teknir fyrir ofsaakstur í Reykjavík á laugardag. Annar ökumaðurinn sem var á um 160 kílómetra hraða gaf þá skýringu að hann þyrfti að koma farsíma kærustunnar sem hann hafði undir höndum til hennar og mátti það ekki þola neina bið.

Innlent
Fréttamynd

Ökumenn og bíll í annarlegu ástandi

Nítján ára piltur var tekinn í miðborginni á föstudag fyrir að keyra undir áhrifum fíkniefna. Með honum í bílnum voru tveir piltar og ein stúlka. Ungmennin voru öll í annarlegu ástandi og voru flutt á lögreglustöð. Ökumaður bílsins reyndist þegar hafa verið sviptur ökuleyfi og bíll hans var auk þess búinn nagladekkjum.

Innlent
Fréttamynd

Keppt í kleinubakstri á Egilstöðum

Fjórðungsmót Minjasafns Austurlands í kleinubakstri var haldið á Egilstöðum í gær, en þá var jafnframt íslenski safnadagurinn. Voru keppendur beðnir um að koma með 15 bakaðar kleinur sem yrðu dæmdar eftir útliti, bragði og áferð.

Innlent
Fréttamynd

Ísland fremst Evrópulanda í lífsgæðum

Ísland leiðir lista yfir þau Evrópulönd sem eru færust um að sjá þegnum sínum fyrir löngu og hamingjusömu lífi. Könnunin á þrjátíu löndum álfunnar leiddi í ljós að lífshamingja Evrópubúa er ekki háð neyslu. Samtökin New Economics Foundation stóðu að könnuninni og tóku tillit til kolefnisútblásturs, hversu ánægt fólk var með lífið og lífslíkur.

Innlent
Fréttamynd

Utanríkisráðherra hittir Shimon Peres á morgun

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt í gær í vinnuferð til Mið-Austurlanda. Ferðinni er heitið til Ísraels, á heimastjórnarsvæði Palestínumanna og til Jórdaníu. Á morgun mun hún eiga fund með Shimon Peres, nýkjörnum forseta Ísraels.

Innlent
Fréttamynd

Mótorhjól og sendiferðabíll skullu saman

Mótorhjól og sendiferðabíll skullu saman við Gullinbrú nú í morgun. Lögregla er þegar kominn á staðinn. Sjúkrabílar eru þar einnig. Á þessari stundu er ekki vitað hvort einhver slasaðist. Töluverðar umferðartafir hafa hlotist af slysinu og lögregla biður fólk að sýna þolinmæði.

Innlent
Fréttamynd

Verður útskrifuð af Landspítalanum í dag

Kona, sem slasaðist í umferðarslysi á Gjábakkavegi í gærdag, verður væntanlega útskrifuð af Landsspítalanum í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir henni á vettvang þar sem í fyrstu var óttast að konan væri mjög alvarlega slösuð, en annað kom í ljós.

Innlent