Innlent

Umferðarkönnun á Öxnadalsheiði

Vegagerðin mun standa fyrir umferðarkönnun á Hringvegi um Öxnadalsheiði fimmtudaginn 19. júlí og laugardaginn 21. júlí næstkomandi. Könnunin stendur yfir frá kl. 08:00-23:00 báða dagana.

Tilgangurinn með könnuninni er að afla upplýsinga um umferð á milli staða og munu niðurstöðurnar meðal annars vera notaðar við áætlanagerð.

Umferðarkönnunin verður framkvæmd þannig að allar bifreiðar sem koma að könnunarstaðnum verða stöðvaðar og bílstjórar spurðir nokkurra spurninga.

Vegagerðin vonast til að þeir sem eiga leið um Öxnadalsheiðina taki starfsmönnum hennar vel og jafnframt er í tilkynningu beðist velvirðingar á töfum sem kunna að hljótast af þessum sökum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×