Innlent

Fréttamynd

Hagnaður Eikar tífaldaðist á milli ára

Fasteignafélagið Eik, sem er í eigu FL Group, Baugs Group, Saxbyggs og Fjárfestingafélagsins Primusar ehf., skilaði hagnaði upp á tvo milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæp tíföldun á milli og besta afkoman á fyrstu sex mánuðum ársins í sögu fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi krónu styrkist í kjölfar veikingar

Gengi krónunnar hefur styrkst á nýjan leik eftir snarpa veikingu síðustu vikur samfara óróa á alþjóðamörkuðum. Greiningardeild Landsbankans segir endurheimt jafnvægi á mörkuðum ytra muna endurvekja hneigð til styrkingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega

Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega eftir nokkuð sveiflukenndan dag við lokun viðskipta í Kauphöllinni. Þetta er í takti við alþjóðlega hlutabréfamarkaði í dag en vísitölur enduðu beggja vegna núllsins í Evrópu. Gengi bréfa í Teymi hækkaði mest í dag, eða um 4,31 prósent. Bréf í Kaupþingi lækkaði hins vegar mest, eða 1,27 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aukið tap hjá Atlantic Petroleum

Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum, sem skráð er á markað í Kauphöllinni, tapaði 39,3 milljónum danskra króna, um 470,5 milljónum íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er talsvert meira tap en á sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið tapaði jafnvirði 76 milljónum króna. Mestur hluti tapsins kom til á öðrum fjórðungi ársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enginn nýr hvalveiðikvóti eftir 31. ágúst

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir í viðtali við hina alþjóðlegu fréttastofu Reuters í dag, að ekki verði gefinn út neinn nýr kvóti til hvalveiða fyrr en markaðseftirspurn aukist og Ísland fái innflutningsleyfi í Japan. Núgildandi kvótatímabili lýkur hinn 31. þessa mánaðar. Einar segir í viðtalinu við Reuters að það sé ekkert vit í að gefa út nýjan kvóta ef markaðurinn sé ekki nógu sterkur.

Innlent
Fréttamynd

Gengi hlutabréfa lækkar í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækjum hefur lækkað nokkuð í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takt við lækkun á erlendum hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í Landsbankanum leiðir lækkunina nú en verðið hefur lækkað um 2,21 prósent það sem af er dags. Fast á hæla bankans fylgir gengi bréfa í Straumi-Burðarási, FL Group og Glitni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Slitinn ljósleiðari truflar markaðsvakt

Ljósleiðari slitnaði í Kópavogi í morgun með þeim afleiðingum að einstaklingar og einhverjir bankar og fjármálafyrirtæki hafa ekki fengið upplýsingar um viðskipti í Kauphöllinni í dag. Upplýsingafyrirtækið Teris heldur utan um viðskiptin fyrir Markaðsvakt Mentis og nær hugbúnaðurinn ekki að tengjast grunni Teris, sem vistaður er í Kópavogi. Truflunin hefur hins vegar ekki áhrif á viðskipti í Kauphöllinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Íbúðalánasjóðs 2,8 milljarðar

Íbúðalánasjóður hagnaðist um rétt rúma 2,8 milljarða krónur á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við tæpa 2,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Eigið fé sjóðsins nam 20.477 milljónum króna en eiginfjárhlutfall er 7,5 prósent. Eignir sjóðsins jukust um 28,1 milljarða á fyrri hluta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dæmdir á Vog

Hægt verður að skylda dæmda menn í meðferð á Vogi gerist þess þörf. Meðferðin kæmi í stað skilorðsbundinnar refsingar. Vilji menn ekki una þessu, verða þeir að afplána í fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega

Gengi Úrvalsvísitölunnar hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag eftir talsverða hækkun það sem af er vikunnar. Gengi bréfa í Teymi hækkaði mest, eða um 3,15 prósent. Þetta er í samræmi við hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag en helstu vísitölur þar lágu rétt yfir núllinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupþing sektað í Svíþjóð

Aganefnd OMX-kauphallarinnar í Svíþjóð hefur sektað Kaupþing þar í landi um 200 þúsund sænskra króna, um tæpar 1,9 milljónir íslenskra króna, vegna brota á tilkynningaskyldu og misræmis á verði hlutabréfa. Brotin ná til fimmtán færslna með bréf í einu félagi í byrjun árs. Einn miðlari Kaupþings er talinn bera ábyrgð á brotunum og hefur hann fengið ávítur fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil velta í Kauphöllinni

Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöllinni er þegar orðin jafn mikil og hún var allt síðasta ár. Veltan nam 2.198 milljörðum króna um hádegisbil í dag en á sama tíma í fyrra námu heildarviðskipti hlutabréfa 1.306 milljörðum króna. Aukningin nemur 68 prósentum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir sumarið hafa verið óvenjulegt á verðbréfamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttast að skólabílar hrúgist inn í íbúðahverfi

Nágrannar skóla hafa nokkrar áhyggjur af þeim þönkum borgaryfirvalda að setja upp stöðumæla á bílastæðum skólanna. Þeir sjá framá að við það muni bílar nemenda hrúgast inn í nærrliggjandi íbúðahverfi. Mörg dæmi eru um að það hafi gerst þegar bílastæðum skóla hefur verið lokað tímabundið vegna einhverra framkvæmda.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Atorku sex milljarðar króna

Móðurfélag Atorku Group skilaði hagnaði upp á sex milljarða krónur á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við tæpa 4,9 milljarða á sama tíma í fyrra. Þar af nam hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi þremur milljörðum króna en það er um tveimur milljörðum krónum meira en félagið skilaði í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samkeppnistilboð í Vinnslustöðina runnið út

Samkeppnistilboð Stillu eignarfélags ehf., félags í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og Hjálmars Kristjánssonar, í Vinnslutöðina í Vestmannaeyjum rann út 10. ágúst síðastliðinn. Það hafði staðið í 10 vikur en á tímabilinu festi félagið sér 0,12 prósent hlutafjár í Vinnslustöðinni. Stilla og skyldir aðilar fara nú með 32 prósent hlutafjár í útgerðafélaginu á móti rúmlega 50 prósenta hlut Eyjamanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fitch staðfestir lánshæfismat Glitnis

Matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Glitnis. Fitch gefur Glitnis langtímaeinkunnina A og segir matið endurspegla undirliggjandi hagnað bankans, góða eignastöðu og fjölbreytt tekjustreymi. Horfur lánshæfiseinkunnar bankans eru stöðugar, að mati Fitch.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Græn byrjun í Kauphöllinni

Gengi nær allra hlutabréfa í Úrvalsvísitölunni hækkaði við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Einungis gengi bréfa í einu fyrirtæki stendur í stað. Hækkunin í Kauphöllinni er í samræmi við hækkanir á helstu fjármálamörkuðum í heimi í dag. FL Group leiðir hækkun dagsins en gengi bréfa í félaginu fór upp um 3,28 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust. Fjármálafyrirtæki fylgja fast á eftir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan enn á uppleið

Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert í Kauphöllinni í dag. Exista leiddi hækkanir dagsins en gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum fylgdi fast á eftir. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,17 prósent í dag og stendur í 8.309 stigum. Vísitalan hefur hækkað um 29,6 prósent frá áramótum. Gengi íslensku krónunnar styrktist á sama tíma um 1,7 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækkar krónan fjóra daga í röð?

Gengi krónunnar hefur hækkað um rúm tvö prósent það sem af er degi. Standi hækkunin við lok viðskipta verður þetta fjórði hækkanadagurinn í röð. Greiningardeild Glitnis segir að sú svartsýni sem hafi knúið lækkanir síðustu viku virðist hafa minnkað þá sé enn töluverð varkárni til staðar á mörkuðum. Gengi evru hefur á einum mánuði farið úr því að vera um 82 krónur í 93 krónur og svo aftur í 88 krónur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tilboð Eyjamanna í Vinnslustöðina runnið út

Yfirtökutilboð Eyjamanna ehf., sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, og ráðandi hluthafar úr Eyjum fara fyrir, til hluthafa Vinnslustöðvarinnar hf. rann út á mánudag. Það hafði staðið frá 13. maí en framlengt í tvígang. Eyjamenn eiga nú rúman helming hlutafjár í Vinnslutöðinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bréf í Existu tóku stökkið í morgun

Úrvalsvísitalan stökk upp um rúm tvö prósent við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er ívið meiri hækkun en á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Asíu í morgun. Exista leiðir hækkanirnar í Kauphöllinni en gengi bréfanna hækkaði um rúm 4,3 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Gengi bréfa í öðrum fjármálafyrirtækjum fylgir fast á eftir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Moody's staðfestir einkunnir ríkissjóðs

Matsfyrirtækið Moody's Investors Service staðfesti lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í ársfjórðungslegu mati í gær. Staðfestar voru einkunnirnar Aaa fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar íerlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur eru stöðugar, að mati Moody's.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Launavísitalan hækkar líttilega

Vísitala launa hækkaði um 0,3 prósent á milli mánaða í júlí, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta jafngildir því að launavísitalan hafi hækkað um 8,3 prósent síðastliðna tólf mánuði. Mánaðahækkunin nú er er í lægri kantinum miðað við mánuðina á undan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hjólreiðamenn munaðarlausir í umferðinni

Mörgum ökumönnum finnst hjólreiðamenn á þjóðvegum landsins vera til trafala, tefja umferð og vera hvimleiður fylgifiskur sumarsins. Umferðarstofa segir aðstöðuleysi leiða til þess að hjólreiðamenn verði eins og munaðarlausir í umferðinni. Margir erlendir ferðamenn telja hálendisvegi hér frábæra til hjólreiða vegna einstakrar náttúrufegurðar.

Innlent
Fréttamynd

Virðisaukaskatturinn drýgstur

Fjögurhundruð tuttugu og tveir milljarðar króna runnu í ríkissjóð á síðasta ári - næstum sama upphæð og árið áður. Virðisaukaskatturinn er drýgstur og gæti einn staðið undir heilbrigðiskerfinu, háskólum og framhaldsskólum. Og meiru til.

Innlent
Fréttamynd

Verðmætara að passa fé en börn

Það er skelfilegt að þjóðfélagið meti það til hærri launa að passa peninga en börn, segir Beata Tarasuik, sem ákvað nýverið að segja upp, eftir níu ára starf á leikskóla. Hún hefur fengið starf sem gjaldkeri hjá Glitni og snarhækkar við það í launum.

Innlent
Fréttamynd

Læknalaust víða á landinu vegna manneklu

Erfitt hefur reynst að manna sumarafleysingar lækna í Rangárvallasýslu í sumar og hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli á tímum í sumar. Á Hellu hefur verið læknalaust stóran part sumars þegar tugir þúsundir ferðamanna bætast við íbúafjölda í héraðinu. Landlæknir segir ástandið endurspegla stöðuna víða á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan yfir 8.000 stig

Úrvalsvísitalan hefur hækkað nokkuð í morgun í takt við hækkanir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og fór yfir 8.000 stig um hádegisbil en vísitalan fór undir 8.000 stig í niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í síðustu viku. Gengi bréfa í Exista hefur leitt hækkunina í Kauphöllinni það sem af er degi en gengið hefur hækkað um rúm fimm prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista hækkar mest í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan tók ágætlega við sér við opnun viðskipta í Kauphöllinni í morgun eftir lækkanahrinu í síðustu viku og hækkaði um rétt rúm 2,2 prósent. Þetta er í takti við það hækkanir á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Gengi bréfa í Exista leiða hækkunina en gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um tæp fimm prósent.

Viðskipti innlent