Innlent

Enginn nýr hvalveiðikvóti eftir 31. ágúst

Óli Tynes skrifar

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir í viðtali við hina alþjóðlegu fréttastofu Reuters í dag, að ekki verði gefinn út neinn nýr kvóti til hvalveiða fyrr en markaðseftirspurn aukist og Ísland fái innflutningsleyfi í Japan. Núgildandi kvótatímabili lýkur hinn 31. þessa mánaðar. Einar segir í viðtalinu við Reuters að það sé ekkert vit í að gefa út nýjan kvóta ef markaðurinn sé ekki nógu sterkur.

"Hvalveiðar eru eins og hver annar iðnaður," segir ráðherrann. "Þær verða að lúta markaðslögmálum. Ef er enginn hagnaður af veiðunum er enginn grunnur fyrir framhaldi þeirra."

Tæpt ár er liðið frá því ákveðið var að Íslendingar hæfu aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. Undanfarin ár hafa verið stundaðar svokallaðar vísindaveiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×