Innlent Egla hagnast um rúma 23 milljarða króna Talsverður viðsnúningur varð á afkomu Eglu hf., sem er að stærstum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar í Samskipum, á fyrstu sex mánuðum ársins en hagnaðurinn á tímabilinu nam tæpum 23,1 miljarði króna samanborið við 899 milljóna króna tap á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 31.8.2007 15:20 Spá stýrivaxtalækkun í maí á næsta ári Von er á fleiri slæmum fréttum ytra vegna undirmálslána (e. sub prime loans) í Bandaríkjunum. Flest bendir þó til að sjálf lausafjárkrísan hafi gengið yfir þótt áfram megi búast við einhverjum óstöðugleika og háu áhættuálagi. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í greiningu sinni um áhrif undirmálskrísunnar á Íslandi. Deildin telur Seðlabankann ekki lækka stýrivexti fyrr en í maí á næsta ári. Viðskipti innlent 31.8.2007 14:03 Hagnaður HS 2,7 milljarðar króna Hitaveita Suðurnesja hagnaðist um 2.720 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 352 milljónum króna meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Rétt rúmur helmingur af tekjum félagsins er kominn til vegna raforkusölu til Norðuráls og eingreiðslu frá Bandaríkjastjórn vegna uppsagnar hennar á samningi um kaup á orku til varnarliðsins. Viðskipti innlent 31.8.2007 11:54 Samið vegna útibús Kaupþings í Noregi Fjármálaeftirlitið (FME) og Kredittilsynet i Noregi hafa undirritað samstarfssamning vegna starfsemi útibús Kaupþings í Noregi. Bankinn hefur sótt um aðild að innistæðutryggingasjóði norskra banka (Bankenes sikringsfond) en það er gert til að tryggja að viðskiptavinir bankans í Noregi njóti sömu innistæðutryggingar og viðskiptavinir norskra innlánsstofnana. Viðskipti innlent 31.8.2007 11:26 Besti hagnaður í sögu SPK Hagnaður Sparisjóðs Kópavogs nam 811 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samborið við 96 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 754,7 prósenta aukning á milli ára og sá langbesti en viðlíka hagnaður hefur aldrei sést í bókum sjóðsins. Tímabilið var sjóðnum einstaklega hagfellt og hagnaður langt umfram áætlanir Viðskipti innlent 31.8.2007 10:55 Exista tekur 43 milljarða lán Exista hefur tekið sambankalán fyrir fimm hundruð milljónir evra, jafnvirði rúmra 43 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðinni verður varið til afjármögnunar á eldri lánum. Veruleg umframeftirspurn var hjá bankastofnunum að taka þátt í láninu og var fjárhæðin því hækkuð um 300 milljónir króna. Viðskipti innlent 31.8.2007 09:27 Vöruskiptahallinn minnkar milli ára Vöruskipti voru óhagstæð um 14,8 milljarða króna í síðasta mánuði samanborið við 16,2 milljarða í sama mánuði í fyrra. Mismunurinn nemur 1,4 milljörðum króna. Þetta þýðir að á fyrstu sjö mánuðum ársins voru vöruskipti 34,4, milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 31.8.2007 09:11 Íslenska IKEA dýrara en það sænska Handahófsúrtak fréttastofu úr nýjum vörulista IKEA sýnir að verðið á Íslandi er allt að sjötíu prósentum hærra en hjá IKEA í Svíþjóð. Í aðeins einu tilviki af sjö var lægra verð á Íslandi. Framkvæmdastjóri IKEA segir fjölmargt skýra verðmuninn. Innlent 30.8.2007 17:05 Valur dómari leggur fram kæru á hendur markverðinum Valur Steingrímsson, dómari í utandeildinni, hefur lagt fram kæru á hendur manninum sem réðst fólskulega að honum eftir leik Gym80 og Vatnaliljanna á Varmárvelli síðastliðið þriðjudagskvöld. Markvörður Gym80 réðst að honum eftir leikinn með þeim afleiðingum að Valur féll og við það brotnuðu þrjú rifbein. Innlent 30.8.2007 15:33 Hagnaður Byrs jókst um rúmt 521 prósent Hagnaður Byrs sparisjóðs nam rúmum 4,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 698,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 521,7 prósenta aukning á milli ára. Byr varð til með sameiningu Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1. desember í fyrra. Viðskipti innlent 30.8.2007 14:03 Fjör í krónubréfaútgáfunni Greiningardeild Glitnis segir mikið fjör vera hlaupið í krónubréfaútgáfu. Deildin segir stóra gjalddaga krónubréfa framundan og því von á mikilli spurn eftir nýjum bréfum ef fjárfestar hyggjast viðhalda fjárfestingu sinni í íslenskum vöxtum. Deildin segir þróunina ráðast af áhættusækni erlendra fjárfesta sem hafi keypt krónubréf undanfarin misseri. Viðskipti innlent 30.8.2007 11:43 Nýr yfir fjármálasviði hjá Atorku Arnar Már Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Atorku Group. Arnar hefur starfað sem sérfræðingur í fjárfestingarverkefnum hjá Atorku. Viðskipti innlent 30.8.2007 11:08 Samson tapaði 3,2 milljörðum króna Eignarhaldsfélagið Samson, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, tapaði 3,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við rúma 12 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Móðurfélag Samson á 41,37 prósent af heildarhlutafé Landsbankans. Viðskipti innlent 30.8.2007 10:07 IMF telur horfur íslenska hagkerfisins góðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur horfur íslenska hagkerfisins mjög góðar en í þeim endurspeglist opnir og sveigjanlegir markaðir, traust stofnanaverk og skynsamleg nýting náttúruauðlinda. Á sama tíma hefur í uppsveiflu síðustu ára byggst upp ójafnvægi af áður óþekktri stærð og hvetur sjóðurinn til aukins aðhalds hins opinbera til að ná tökum á þenslu og eftirspurn í hagkerfinu. Viðskipti innlent 30.8.2007 09:39 Einföld lagasetning dygði Einföld lagasetning dygði til að hindra fyrirtæki í að rukka fólk um seðilgjöld, segir Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður sem kærði útskriftargjald Símans til Eftirlitsstofnunar EFTA, í fyrra. Hvorki Kaupþing né Glitnir vilja gefa upp hversu mikið þeir hafa rukkað í seðilgjöld af viðskiptavinum. Innlent 29.8.2007 18:55 Ástæðulaus ótti vísindamanna Ástæðulaus ótti, segir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, um áhyggjur jarðvísindamanna af skjálftavirkni og leka við fyrirhugaðarar virkjanir í Þjórsá..Hann segir að nokkur þúsund ára þéttur sandbotn muni varna leka í farvegi árinnar. Innlent 29.8.2007 18:50 Smávægileg lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Litlu munaði að vísitalan endaði á sléttu en lækkunin nemur 0,02 prósentum og endaði hún í 8.173 stigum. Gengi bréfa í Tryggingamiðstöðinni hækkaði mest en bréf í Föroya Banka lækkaði mest. Viðskipti innlent 29.8.2007 15:46 Kaupþing spáir aukinni verðbólgu Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverð muni hækka um 1,3 prósent í september. Við það hækkar verðbólgan úr 3,4 prósentum í 4,2 prósent. Deildin telur líkur á að umsvif á fasteignamarkaði muni kólna fljótt í ljósi hækkandi vaxtakjara og erfiðara aðgengi að lánsfé og reiknar með að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist eftir tvö ár. Viðskipti innlent 29.8.2007 14:49 Aukinn hagnaður hjá Stoðum Hagnaður fasteignafélagsins Stoða, sem á og leigir út fasteignir hér á landi og í Danmörku, nam 4.336 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 4.186 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Í næstu viku liggja fyrir niðurstöður af yfirtökutilboði félagsins í danska fasteignafélagið Keops. Gangi tilboðið eftir verða Stoðir eitt af stærstu fasteignafélögum Norðurlanda. Viðskipti innlent 29.8.2007 13:08 Straumur-Burðaráss orðinn viðskiptabanki Fjármálaeftirlitið veitti Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka starfsleyfi sem viðskiptabanki í gær. Meginbreytingin felst í því að hér eftir hefur Straumur Burðarás heimild til þess að taka við innlánum frá viðskiptavinum og eru íslensku viðskiptabankarnir því orðnir fimm talsins. Viðskipti innlent 29.8.2007 12:33 Danskir stórmarkaðir hætta að kaupa botnvörpufisk Danskir stórmarkaðir ætla að taka upp samstarf við alþjóðasamtökin World Wildlife Fund um að merkja fiska í kæliborðum sínum og frystiskápum, með tilliti til þess hvort þeir teljist í hættu vegna ofveiði. Einnig á að benda fólki á aðrar tegundir sem hægt sé að kaupa, til dæmis ufsa í staðinn fyrir þorsk. Þá segir talsmaður danskra stórmarkaða að þeir muni tilkynna viðskiptavinum sínum að þeir kaupi ekki lengur fisk sem er veiddur með botnvörpu. Innlent 29.8.2007 11:35 Líkur á hægari útlánavexti Hægt hefur lítillega á útlánavexti ýmissa lánafyrirtækja það sem af er ári þrátt fyrir nokkra aukningu í júní og júlí. Greiningardeild Glitnis telur líkur á að dýrara fjármagn og líkur á verra aðgengi að lánsfé muni draga frekar úr útlánavexti. Viðskipti innlent 29.8.2007 11:26 Hækkun og lækkun á hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfavísitalna hefur sveiflast nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag en margar þeirra stóðu á rauðu við opnun viðskipta. Vísitölurnar hafa hækkað lítillega í helstu löndum að Danmörku og Frakklandi undanskildu. Ísland virðist fylgja þeim en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,2 prósent það sem af er dags. Gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur lækkað mest í Kauphöllinni í morgun. Viðskipti innlent 29.8.2007 11:09 Hagnaður eykst hjá Sparisjóði Vestfirðinga Hagnaður Sparisjóðs Vestfirðinga nam 822 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 217 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er tæp fjórföldun á milli ára. Tekið er fram í árshlutauppgjöri sjóðsins að við innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla hækkaði eigið fé hans um 512 milljónir króna. Viðskipti innlent 29.8.2007 10:41 Landsbankinn á 10% í Kauphöllinni í Ósló Landsbankinn hefur eignast tíu prósenta hlut í Oslo Børs Holding ASA, eignarhaldsfélagi Kauphallarinnar í Ósló. Markaðsvirði Oslo Børs Holding nam tæpum fjörutíu milljörðum króna í gærmorgun og er hlutur Landsbankans því metinn á um fjóra milljarða króna. Viðskipti innlent 29.8.2007 09:54 Rauður dagur að mestu í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Flögu lækkaði mest, eða um rúm fjögur prósent. Einungis gengi bréfa í Marel og Atorku hækkaði en gengi annarra félaga ýmist lækkaði eða stóð í stað. Gengi Úrvalsvísitölunnar lækkaði 1,61 prósent og stendur hún í 8.171 stigi. Viðskipti innlent 28.8.2007 15:43 MP Fjárfestingabanki skilar metafkomu MP Fjárfestingabanki skilaði methagnaði á fyrstu sex mánuðum arsins. Hagnaður nam 1.118 milljónum króna samanborið við 576,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 94 prósenta aukning á milli ára. Viðskipti innlent 28.8.2007 15:02 Samruni Scania, Man og Volkswagen á salt Sænski fjárfestirinn Peter Wallenberg hefur hætt við samruna sænska vöruflutningabílaframleiðandans Scania, MAN og hluta af þýska fyrirtækinu Volkswagen í bili. Gert hafði verið ráð fyrir að úr samrunanum yrði til nýr framleiðandi vöruflutningabíla. Viðskipti erlent 28.8.2007 14:48 Teymi hækkaði mest í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Teymi hefur hækkað langmest skráðra félaga í Kauphöllinni eða um 16 prósent síðustu sjö viðskiptadaga. Þar af hækkaði gengið um rúm sex prósent í dag. Á sama tíma bætti Úrvalsvísitalan við sig 0,26 prósentum en hún stendur nú í 8.305 stigum. Viðskipti innlent 27.8.2007 15:39 LME skoðar yfirtöku á Stork-samstæðunni Marel hefur hug á að kaupa allt hlutafé hollensku iðnsamsteypunnar Stork en ekki einungis matvælavélavinnsluhluta hennar. Þetta kom fram á hluthafafundi í Stork sem fram fór í dag en lögmaður LME eignarhaldsfélags, sem Marel á fimmtungshlut í á móti Eyri Invest og Landsbankanum, sagði félagið skoða alla möguleika. Yfirtökutilboð sem gert hefur verið í Stork hljóðar upp á rúma 133 milljarða króna. Viðskipti innlent 27.8.2007 13:26 « ‹ 50 51 52 53 54 55 56 57 58 … 334 ›
Egla hagnast um rúma 23 milljarða króna Talsverður viðsnúningur varð á afkomu Eglu hf., sem er að stærstum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar í Samskipum, á fyrstu sex mánuðum ársins en hagnaðurinn á tímabilinu nam tæpum 23,1 miljarði króna samanborið við 899 milljóna króna tap á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 31.8.2007 15:20
Spá stýrivaxtalækkun í maí á næsta ári Von er á fleiri slæmum fréttum ytra vegna undirmálslána (e. sub prime loans) í Bandaríkjunum. Flest bendir þó til að sjálf lausafjárkrísan hafi gengið yfir þótt áfram megi búast við einhverjum óstöðugleika og háu áhættuálagi. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í greiningu sinni um áhrif undirmálskrísunnar á Íslandi. Deildin telur Seðlabankann ekki lækka stýrivexti fyrr en í maí á næsta ári. Viðskipti innlent 31.8.2007 14:03
Hagnaður HS 2,7 milljarðar króna Hitaveita Suðurnesja hagnaðist um 2.720 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 352 milljónum króna meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Rétt rúmur helmingur af tekjum félagsins er kominn til vegna raforkusölu til Norðuráls og eingreiðslu frá Bandaríkjastjórn vegna uppsagnar hennar á samningi um kaup á orku til varnarliðsins. Viðskipti innlent 31.8.2007 11:54
Samið vegna útibús Kaupþings í Noregi Fjármálaeftirlitið (FME) og Kredittilsynet i Noregi hafa undirritað samstarfssamning vegna starfsemi útibús Kaupþings í Noregi. Bankinn hefur sótt um aðild að innistæðutryggingasjóði norskra banka (Bankenes sikringsfond) en það er gert til að tryggja að viðskiptavinir bankans í Noregi njóti sömu innistæðutryggingar og viðskiptavinir norskra innlánsstofnana. Viðskipti innlent 31.8.2007 11:26
Besti hagnaður í sögu SPK Hagnaður Sparisjóðs Kópavogs nam 811 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samborið við 96 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 754,7 prósenta aukning á milli ára og sá langbesti en viðlíka hagnaður hefur aldrei sést í bókum sjóðsins. Tímabilið var sjóðnum einstaklega hagfellt og hagnaður langt umfram áætlanir Viðskipti innlent 31.8.2007 10:55
Exista tekur 43 milljarða lán Exista hefur tekið sambankalán fyrir fimm hundruð milljónir evra, jafnvirði rúmra 43 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðinni verður varið til afjármögnunar á eldri lánum. Veruleg umframeftirspurn var hjá bankastofnunum að taka þátt í láninu og var fjárhæðin því hækkuð um 300 milljónir króna. Viðskipti innlent 31.8.2007 09:27
Vöruskiptahallinn minnkar milli ára Vöruskipti voru óhagstæð um 14,8 milljarða króna í síðasta mánuði samanborið við 16,2 milljarða í sama mánuði í fyrra. Mismunurinn nemur 1,4 milljörðum króna. Þetta þýðir að á fyrstu sjö mánuðum ársins voru vöruskipti 34,4, milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 31.8.2007 09:11
Íslenska IKEA dýrara en það sænska Handahófsúrtak fréttastofu úr nýjum vörulista IKEA sýnir að verðið á Íslandi er allt að sjötíu prósentum hærra en hjá IKEA í Svíþjóð. Í aðeins einu tilviki af sjö var lægra verð á Íslandi. Framkvæmdastjóri IKEA segir fjölmargt skýra verðmuninn. Innlent 30.8.2007 17:05
Valur dómari leggur fram kæru á hendur markverðinum Valur Steingrímsson, dómari í utandeildinni, hefur lagt fram kæru á hendur manninum sem réðst fólskulega að honum eftir leik Gym80 og Vatnaliljanna á Varmárvelli síðastliðið þriðjudagskvöld. Markvörður Gym80 réðst að honum eftir leikinn með þeim afleiðingum að Valur féll og við það brotnuðu þrjú rifbein. Innlent 30.8.2007 15:33
Hagnaður Byrs jókst um rúmt 521 prósent Hagnaður Byrs sparisjóðs nam rúmum 4,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 698,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 521,7 prósenta aukning á milli ára. Byr varð til með sameiningu Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1. desember í fyrra. Viðskipti innlent 30.8.2007 14:03
Fjör í krónubréfaútgáfunni Greiningardeild Glitnis segir mikið fjör vera hlaupið í krónubréfaútgáfu. Deildin segir stóra gjalddaga krónubréfa framundan og því von á mikilli spurn eftir nýjum bréfum ef fjárfestar hyggjast viðhalda fjárfestingu sinni í íslenskum vöxtum. Deildin segir þróunina ráðast af áhættusækni erlendra fjárfesta sem hafi keypt krónubréf undanfarin misseri. Viðskipti innlent 30.8.2007 11:43
Nýr yfir fjármálasviði hjá Atorku Arnar Már Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Atorku Group. Arnar hefur starfað sem sérfræðingur í fjárfestingarverkefnum hjá Atorku. Viðskipti innlent 30.8.2007 11:08
Samson tapaði 3,2 milljörðum króna Eignarhaldsfélagið Samson, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, tapaði 3,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við rúma 12 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Móðurfélag Samson á 41,37 prósent af heildarhlutafé Landsbankans. Viðskipti innlent 30.8.2007 10:07
IMF telur horfur íslenska hagkerfisins góðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur horfur íslenska hagkerfisins mjög góðar en í þeim endurspeglist opnir og sveigjanlegir markaðir, traust stofnanaverk og skynsamleg nýting náttúruauðlinda. Á sama tíma hefur í uppsveiflu síðustu ára byggst upp ójafnvægi af áður óþekktri stærð og hvetur sjóðurinn til aukins aðhalds hins opinbera til að ná tökum á þenslu og eftirspurn í hagkerfinu. Viðskipti innlent 30.8.2007 09:39
Einföld lagasetning dygði Einföld lagasetning dygði til að hindra fyrirtæki í að rukka fólk um seðilgjöld, segir Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður sem kærði útskriftargjald Símans til Eftirlitsstofnunar EFTA, í fyrra. Hvorki Kaupþing né Glitnir vilja gefa upp hversu mikið þeir hafa rukkað í seðilgjöld af viðskiptavinum. Innlent 29.8.2007 18:55
Ástæðulaus ótti vísindamanna Ástæðulaus ótti, segir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, um áhyggjur jarðvísindamanna af skjálftavirkni og leka við fyrirhugaðarar virkjanir í Þjórsá..Hann segir að nokkur þúsund ára þéttur sandbotn muni varna leka í farvegi árinnar. Innlent 29.8.2007 18:50
Smávægileg lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Litlu munaði að vísitalan endaði á sléttu en lækkunin nemur 0,02 prósentum og endaði hún í 8.173 stigum. Gengi bréfa í Tryggingamiðstöðinni hækkaði mest en bréf í Föroya Banka lækkaði mest. Viðskipti innlent 29.8.2007 15:46
Kaupþing spáir aukinni verðbólgu Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverð muni hækka um 1,3 prósent í september. Við það hækkar verðbólgan úr 3,4 prósentum í 4,2 prósent. Deildin telur líkur á að umsvif á fasteignamarkaði muni kólna fljótt í ljósi hækkandi vaxtakjara og erfiðara aðgengi að lánsfé og reiknar með að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist eftir tvö ár. Viðskipti innlent 29.8.2007 14:49
Aukinn hagnaður hjá Stoðum Hagnaður fasteignafélagsins Stoða, sem á og leigir út fasteignir hér á landi og í Danmörku, nam 4.336 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 4.186 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Í næstu viku liggja fyrir niðurstöður af yfirtökutilboði félagsins í danska fasteignafélagið Keops. Gangi tilboðið eftir verða Stoðir eitt af stærstu fasteignafélögum Norðurlanda. Viðskipti innlent 29.8.2007 13:08
Straumur-Burðaráss orðinn viðskiptabanki Fjármálaeftirlitið veitti Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka starfsleyfi sem viðskiptabanki í gær. Meginbreytingin felst í því að hér eftir hefur Straumur Burðarás heimild til þess að taka við innlánum frá viðskiptavinum og eru íslensku viðskiptabankarnir því orðnir fimm talsins. Viðskipti innlent 29.8.2007 12:33
Danskir stórmarkaðir hætta að kaupa botnvörpufisk Danskir stórmarkaðir ætla að taka upp samstarf við alþjóðasamtökin World Wildlife Fund um að merkja fiska í kæliborðum sínum og frystiskápum, með tilliti til þess hvort þeir teljist í hættu vegna ofveiði. Einnig á að benda fólki á aðrar tegundir sem hægt sé að kaupa, til dæmis ufsa í staðinn fyrir þorsk. Þá segir talsmaður danskra stórmarkaða að þeir muni tilkynna viðskiptavinum sínum að þeir kaupi ekki lengur fisk sem er veiddur með botnvörpu. Innlent 29.8.2007 11:35
Líkur á hægari útlánavexti Hægt hefur lítillega á útlánavexti ýmissa lánafyrirtækja það sem af er ári þrátt fyrir nokkra aukningu í júní og júlí. Greiningardeild Glitnis telur líkur á að dýrara fjármagn og líkur á verra aðgengi að lánsfé muni draga frekar úr útlánavexti. Viðskipti innlent 29.8.2007 11:26
Hækkun og lækkun á hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfavísitalna hefur sveiflast nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag en margar þeirra stóðu á rauðu við opnun viðskipta. Vísitölurnar hafa hækkað lítillega í helstu löndum að Danmörku og Frakklandi undanskildu. Ísland virðist fylgja þeim en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,2 prósent það sem af er dags. Gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur lækkað mest í Kauphöllinni í morgun. Viðskipti innlent 29.8.2007 11:09
Hagnaður eykst hjá Sparisjóði Vestfirðinga Hagnaður Sparisjóðs Vestfirðinga nam 822 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 217 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er tæp fjórföldun á milli ára. Tekið er fram í árshlutauppgjöri sjóðsins að við innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla hækkaði eigið fé hans um 512 milljónir króna. Viðskipti innlent 29.8.2007 10:41
Landsbankinn á 10% í Kauphöllinni í Ósló Landsbankinn hefur eignast tíu prósenta hlut í Oslo Børs Holding ASA, eignarhaldsfélagi Kauphallarinnar í Ósló. Markaðsvirði Oslo Børs Holding nam tæpum fjörutíu milljörðum króna í gærmorgun og er hlutur Landsbankans því metinn á um fjóra milljarða króna. Viðskipti innlent 29.8.2007 09:54
Rauður dagur að mestu í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Flögu lækkaði mest, eða um rúm fjögur prósent. Einungis gengi bréfa í Marel og Atorku hækkaði en gengi annarra félaga ýmist lækkaði eða stóð í stað. Gengi Úrvalsvísitölunnar lækkaði 1,61 prósent og stendur hún í 8.171 stigi. Viðskipti innlent 28.8.2007 15:43
MP Fjárfestingabanki skilar metafkomu MP Fjárfestingabanki skilaði methagnaði á fyrstu sex mánuðum arsins. Hagnaður nam 1.118 milljónum króna samanborið við 576,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 94 prósenta aukning á milli ára. Viðskipti innlent 28.8.2007 15:02
Samruni Scania, Man og Volkswagen á salt Sænski fjárfestirinn Peter Wallenberg hefur hætt við samruna sænska vöruflutningabílaframleiðandans Scania, MAN og hluta af þýska fyrirtækinu Volkswagen í bili. Gert hafði verið ráð fyrir að úr samrunanum yrði til nýr framleiðandi vöruflutningabíla. Viðskipti erlent 28.8.2007 14:48
Teymi hækkaði mest í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Teymi hefur hækkað langmest skráðra félaga í Kauphöllinni eða um 16 prósent síðustu sjö viðskiptadaga. Þar af hækkaði gengið um rúm sex prósent í dag. Á sama tíma bætti Úrvalsvísitalan við sig 0,26 prósentum en hún stendur nú í 8.305 stigum. Viðskipti innlent 27.8.2007 15:39
LME skoðar yfirtöku á Stork-samstæðunni Marel hefur hug á að kaupa allt hlutafé hollensku iðnsamsteypunnar Stork en ekki einungis matvælavélavinnsluhluta hennar. Þetta kom fram á hluthafafundi í Stork sem fram fór í dag en lögmaður LME eignarhaldsfélags, sem Marel á fimmtungshlut í á móti Eyri Invest og Landsbankanum, sagði félagið skoða alla möguleika. Yfirtökutilboð sem gert hefur verið í Stork hljóðar upp á rúma 133 milljarða króna. Viðskipti innlent 27.8.2007 13:26