Einföld lagasetning dygði 29. ágúst 2007 18:55 Einföld lagasetning dygði til að hindra fyrirtæki í að rukka fólk um seðilgjöld, segir Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður sem kærði útskriftargjald Símans til Eftirlitsstofnunar EFTA, í fyrra. Hvorki Kaupþing né Glitnir vilja gefa upp hversu mikið þeir hafa rukkað í seðilgjöld af viðskiptavinum. Umræðan um seðilgjöld blossar reglulega upp, nú síðast eftir að forstjóri Neytendastofu sagði þau oft tilhæfulaus og jafnvel ólögleg. Í kjölfarið kom í ljós að viðskiptaráðherra undirbýr sérstaka skoðun á þessum gjöldum, sem geta numið allt að 120 þúsund krónur á á hvert heimili í landinu. Nú síðast sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur að gjöldin væru ólögleg. Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður kærði seðilgjöld Símans til ESA í maí í fyrra en engin niðurstaða hefur fengist í málið. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að einföld lagasetning myndi koma í veg fyrir að fyrirtæki gætu rukkað fólk fyrir að tilkynna því um skuld sína - með öðrum orðum, að borga fyrir að fá að borga. Hann undraðist það ekki að slík lög hefðu ekki verið sett, enda væri mikið látið eftir stórfyrirtækjum í landinu og tilhneiging til þess hjá stjórnvöldum, sama hvar í flokki þeir sætu, að gera vel við þá sem ekki þurfa á því að halda. Stóru viðskiptabankarnir þrír innheimta seðilgjöld og sjá auk þess um innheimtu fyrir fjölmörg önnur fyrirtæki. Þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag að fá upplýsingar um hversu mikið bankarnir hefðu tekið inn í seðilgjöldum á síðasta ári vildu hvorki Glitnir né Kaupþing gefa það upp. Ekki fékkst uppgefið hvort seðilgjöld þeirra endurspegluðu raunkostnað við að senda út greiðsluseðla. Landsbankinn svaraði ekki. Athugull áhorfandi hafði samband við fréttastofu og sagði að ríkið tæki líka til sín seðilgjöld - og vísaði þar til úrvinnslugjalds sem Tollstjóri rukkar, upp á 350 krónur, og tilkynningar- og seðilgjöld Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hjá Fjársýslu ríkisins fengust í dag þær upplýsingar að úrvinnslugjaldið væri ekki seðilgjald - heldur skattur, með stoð í lögum, og á að standa meðal annars undir kostnaði við endurnýta eða farga úrgangi. Fréttir Innlent Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Einföld lagasetning dygði til að hindra fyrirtæki í að rukka fólk um seðilgjöld, segir Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður sem kærði útskriftargjald Símans til Eftirlitsstofnunar EFTA, í fyrra. Hvorki Kaupþing né Glitnir vilja gefa upp hversu mikið þeir hafa rukkað í seðilgjöld af viðskiptavinum. Umræðan um seðilgjöld blossar reglulega upp, nú síðast eftir að forstjóri Neytendastofu sagði þau oft tilhæfulaus og jafnvel ólögleg. Í kjölfarið kom í ljós að viðskiptaráðherra undirbýr sérstaka skoðun á þessum gjöldum, sem geta numið allt að 120 þúsund krónur á á hvert heimili í landinu. Nú síðast sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur að gjöldin væru ólögleg. Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður kærði seðilgjöld Símans til ESA í maí í fyrra en engin niðurstaða hefur fengist í málið. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að einföld lagasetning myndi koma í veg fyrir að fyrirtæki gætu rukkað fólk fyrir að tilkynna því um skuld sína - með öðrum orðum, að borga fyrir að fá að borga. Hann undraðist það ekki að slík lög hefðu ekki verið sett, enda væri mikið látið eftir stórfyrirtækjum í landinu og tilhneiging til þess hjá stjórnvöldum, sama hvar í flokki þeir sætu, að gera vel við þá sem ekki þurfa á því að halda. Stóru viðskiptabankarnir þrír innheimta seðilgjöld og sjá auk þess um innheimtu fyrir fjölmörg önnur fyrirtæki. Þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag að fá upplýsingar um hversu mikið bankarnir hefðu tekið inn í seðilgjöldum á síðasta ári vildu hvorki Glitnir né Kaupþing gefa það upp. Ekki fékkst uppgefið hvort seðilgjöld þeirra endurspegluðu raunkostnað við að senda út greiðsluseðla. Landsbankinn svaraði ekki. Athugull áhorfandi hafði samband við fréttastofu og sagði að ríkið tæki líka til sín seðilgjöld - og vísaði þar til úrvinnslugjalds sem Tollstjóri rukkar, upp á 350 krónur, og tilkynningar- og seðilgjöld Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hjá Fjársýslu ríkisins fengust í dag þær upplýsingar að úrvinnslugjaldið væri ekki seðilgjald - heldur skattur, með stoð í lögum, og á að standa meðal annars undir kostnaði við endurnýta eða farga úrgangi.
Fréttir Innlent Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent