Innlent

Valur dómari leggur fram kæru á hendur markverðinum

Aron Örn Þórarinsson skrifar

Valur Steingrímsson, dómari í utandeildinni, hefur lagt fram kæru á hendur manninum sem réðst fólskulega að honum eftir leik Gym80 og Vatnaliljanna á Varmárvelli síðastliðið þriðjudagskvöld. Markvörður Gym80 réðst að honum eftir leikinn með þeim afleiðingum að Valur féll og við það brotnuðu þrjú rifbein.

Þegar langt var liðið á leikinn var markvörðurðurinn ekki sáttur við dómgæsluna og lét fúkyrðin rigna yfir dómarann og elti hann út að miðju vallarins. Þar sýndi Valur manninum rauða spjaldið og við það fór maðurinn bölvandi út af vellinum. Þarna voru aðeins tvær mínútur eftir af leiknum. Eftir að Valur flautaði leikinn af kom árásarmaðurinn askvaðandi inn á völlin og sló dómarann fyrst í höfuðið áður en hann sparkaði undan honum fótunum. Árásarmaðurinn mun vera sá sami kýldi leikarann Sveppa í miðbænum í janúar í fyrra.

Á heimasíðu Gym80 má sjá að markvörðurinn biður liðsfélaga sína afsökunar og segir að stundarbrjálæði hafi komið yfir hann. Hann segist aldrei hafa ætlað að meiða dómarann og sé að reyna að hafa upp á honum til að biðja hann afsökunar. Markvörðurinn viðurkennir þó að þetta sé óafsakanlegt. Maðurinn biður einnig afsökunar á heimasíðu Vatnaliljanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×