Innlent

Fréttamynd

Spá lægri verðbólgu í janúar

Verðbólga mun fara úr 5,9 prósentum í 5,5 prósent i fyrsta mánuði ársins, að því er fram kemur í mati greiningardeildar Kaupþings sem spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,05 prósent á milli mánaða. Gangi það eftir mun verðbólga mælast 7,4 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Róleg byrjun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Össur hefur hækkað mest á fyrsta viðskiptadegi ársins í Kauphöllinni, eða um 1,12 prósent. Á eftir fylgja bréf í Glitni, Straumi og Existu, sem féll hratt á síðustu dögum nýliðins árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitala framleiðsluverðs upp um prósent í nóvember

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um eitt prósent á milli mánaða í nóvember í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Mest hækkað vísitalan fyrir sjávarafurðir, eða um 2,7 prósent. Hún lækkaði hins vegar um 1,1 prósent fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innalands á tímabilinu. Matvælaverð hækkað um 5,2 prósent á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sharon Stone og moskítónetin

Neyðaraðstoð er flókið fyrirbæri. Stundum væri betur heima setið en af stað farið. Jón Björgvinsson, kvikmyndatökumaður sem er búsettur í Sviss fjallar aðeins um þetta í tímaritinu Lífsstíll.

Innlent
Fréttamynd

Ellefu fengu fálkaorðuna

Við athöfn á Bessastöðum í dag, 1. janúar 2008 sæmdi forseti Íslands ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.

Innlent
Fréttamynd

Róbert Wessman stór hluthafi í Glitni

Salt Investments, félag í eigu Róberts Wessman, forstjóra Actavis, hefur keypt tveggja prósenta hlut í Glitni fyrir 7,5 milljarða króna. Með viðskiptunum er félagið orðið 9. stærsti hluthafi bankans. Wessmann segist hafa áhuga á stjórnarsetu í bankanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Við unnum -Saving Iceland

Björgunarmenn Íslands höfðu sig nokkuð í frammi hér á landi á þessu ári. Þeir hengdu upp borða, fóru í mótmælagöngur og trufluðu vinnu hér og þar.

Innlent
Fréttamynd

Margir nefndir þótt einn sé útvalinn

Alls voru 23 einstaklingar nefndir til sögu í vali á viðskiptamanni ársins. Sá sem settur var í efsta sæti fékk þrjú stig, sá næsti tvö og sá í þriðja sætinu eitt. Ekki munaði miklu í stigum á þeim sem röðuðust í annað til fjórða sæti í valinu um viðskiptamann ársins. Þar röðuðu sér í eftirfarandi röð, umbreytingafjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Langþráð hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 7,64 prósent skömmu fyrir lokun viðskiptadagsins og skákaði þar með nokkuð vænni og langþráðri hækkun hjá Existu og SPRON. Bæði síðasttöldu félögin hafa horft upp á mikla lækkun í vikunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjart framundan

Vetrarsólstöður verða stundvíslega kl. 06:08 í fyrramálið. Nafnið sólstöður vísar til þess að sólin stendur kyrr, þ.e. hættir að hækka eða lækka á lofti.

Innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan undir 6.200 stigum

Úrvalsvísitalan hefur lækkað viðstöðulaust í heila viku og fór undir 6.200 stigin fyrir nokkrum mínútum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í enda nóvember á síðasta ári. Miðað við þróunina stefnir í rauð jól í Kauphöllinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Græn jól í Kauphöllinni?

Gengi hlutabréfa hefur hækkað eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Athygli vekur að bréf Sláturfélags Suðurlands stukku upp um 8,11 prósent eftir kyrrstöðu í um ár. Einungis ein viðskipti standa að baki hækkuninni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brottkast miklu meira en Hafró telur

Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslyndra og fyrrverandi skipstjóri telur að tölur sem Hafrannsóknarstofnun nefnir um brottkast á fiski séu langt of lágar.

Innlent
Fréttamynd

Lítið lát á fallinu

Gengi bréfa í Existu og SPRON hafa fallið um rúmlega fimm prósent það sem af er dags og hefur gengi bréfa í félögunum aldrei verið lægra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bréf Atlantic Airways taka loksins flugið

Gengi bréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways hækkaði um 0,59 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er jafnframt annar dagurinn sem hluthafar sjá hækkun á gengi þess síðan viðskipti hófust með bréfin hér á landi á mánudag. Það er nú 2,1 prósenti undir upphafsgengi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Logn á íslenskum hlutabréfamarkaði

Stemningin á hlutabréfamarkaði hér á landi er í engu samræmi við veðrið en viðskipti eru með rólegasta móti, 21 í fjórum félögum á þeim tæpa hálftíma sem liðinn er frá upphafi viðskiptadagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sala á hlut í Icelandic Holding Germany afturkölluð

Icelandic Group hf. og Finnbogi A. Baldvinsson hafa komist að samkomulagi um að afturkalla viljayfirlýsingu um sölu á 81 prósents eignarhlut í Icelandic Holding Germany, móðurfélagi Pickenpack Hussmann & Hahn GmbH í Þýskalandi og Pickenpack Gelmer SAS í Frakkland, til hins síðarnefnda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atlantic Airways lækkar flugið

Gengi hlutabréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways lækkaði um 0,66 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem gengi bréfa í bankanum lækkar en viðskipti með bréf þess hófust hér á landi á þriðjudag. Markaðsverðmæti Atorku hækkaði mest skráðra félaga í Kauphöllinni á sama tíma í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íbúðalánasjóður hækkar vextina

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að hækka vexti á lánum sínum um 0,20 prósent í kjölfar útboðs íbúðabréfa. Vextirnir eru nú 5,75 prósent á almennum lánum en 5,50 prósent á lánum með ákvæði um sérstaka uppgreiðsluþóknun, að því er segir á vefsíðu Íbúðalánasjóðs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færeyingar á báðum pólunum

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 0,11 prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina félagið sem hefur hækkað enn sem komið er. Landar þeirra í Föroya banka hafa á sama tíma þurft að horfa upp á gengi bréfa í bankanum lækka mest allra skráðra félaga í Kauphöllinni í dag, eða um 1,6 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagvöxtur mældist 4,3 prósent á þriðja ársfjórðungi

Hagvöxtur mældist 4,3 prósent á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra mældist hann 0,8 prósent. Á fyrstu níu mánuðum ársins var hagvöxtur hins vegar 2,7 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þjóðarútgjöld jukust um 2,0 prósent, útflutningur um 7,0 prósent og innflutningur um 2,0 prósent. Þá blés í einkaneyslu, sem jókst um 7,5 prósent á milli ára. Fjárfestingar drógust hins vegar saman á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SPRON tekur við sér en Færeyingar lækka flugið

Gengi hlutabréfa í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hækkaði um rúm 2,7 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Færeyska flugfélagið Atlantic Airways er hins vegar ekki í skýjunum en gengi bréfa félagsins hefur lækkað á þeim tveimur dögum sem það hefur verið skráð í Kauphöllina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkabræður á þeytingi í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Existu hefur lækkað um 1,93 prósent í Kauphöllinni eftir að viðskiptadagurinn hófst í dag. Þetta er mesta lækkun dagsins og í öfugu hlutfalli við þróunina í gær þegar gengið hækkaði mest allra skráðra félaga, eða um 4,24 prósent. Þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, eiga stærstan hluta í Existu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

AMR í algjöru lágflugi

Gengi hlutabréfa í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR, móðurfélagi flugfélagsins American Airlines, eins stærsta flugfélags Bandaríkjanna, hrundi á þarlendum hlutabréfamarkaði í gær og hefur ekki verið lægra síðan árið 2005. FL Group á 1,1 prósenta hlut í félaginu.

Viðskipti innlent