Innlent

Þjóðin í hægagangi

Óli Tynes skrifar

Dagurinn í dag og morgundagurinn eru í raun ósköp venjulegir virkir vinnudagar. Ekki er það þó að sjá á mætingu í vinnuna. Það eru nú aðeins tveir virkir dagar milli jóla og nýárs og svo virðist sem fólk annaðhvort taki sér viðbótarfrí, eða þá að fyrirtæki hliðri til við starfsmenn sína.

Samtök atvinnulífsins vita ekki til þess að gerð hafi verið nein sérstök könnun á mætingu milli jóla og nýárs. Umferðartölur segja hinsvegar sitt.

Björg Helgadóttir, hjá Reykjavíkurborg sagði fréttastofunni í morgun að á tímabilinu klukkan sjö til níu í morgun hafi farið 3.640 bílar um Ártúnsbrekkuna. Venjuleg umferð á fimmtudegi sé um 7000 bílar. Þetta er því um helmings fækkun.

Sömu sögu var að segja að Kringlumýri í Norður. Þar fóru helmingi færri bílar um á milli sjö og níu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×